Færsluflokkur: Bloggar
8.4.2008 | 22:14
Landed
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.4.2008 | 20:40
Húsnæði óskast
til leigu fyrir reglusamt par í Hafnarfirði eða Garðabæ frá 1. ágúst eða fyrr. Vinsamlegast sendið tölvupóst á goodster@hive.is
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.4.2008 | 22:03
Tónleikarnir
sem auglýstir voru í síðustu færslu voru aldeilis frábærir! Schumann sónatan var svo flott að henni verður varla með orðum lýst. Kitty afgreiddi ótrúlega margar nótur á stuttum tíma með glæsibrag án þess að blása úr nös, og Balász vakti ekki síður mikla hrifningu. Nýir fiðlunemendur munu örugglega spretta upp í kjölfarið. Ég vissi fyrir að Balász og Kitty væru miklir snillingar, en nefndur Brian er greinilega enginn aukvisi heldur. Mér skilst að hann spili á öll hljóðfæri sem ekki þarf að blása í. Arensky tríóið var mjög flott hjá þeim og fór saman leikni og skemmtileg túlkun. Sorglegt var hversu fáir sáu sér fært að mæta á tónleikana. Ráðstefna skógræktarmanna var haldin í næsta húsi, og þeim var uppálagt að borða á sama tíma og tónleikarnir voru haldnir. Þar skorti nokkuð á samræmingu aðgerða. Menn verða að athuga þetta betur næst. Eftir tónleikana var samfélagsefling og slökun í herbúðum skógarmannanna og að því loknu farið heim og etið og spjallað fram eftir nóttu.
Á föstudegi var samfélagseflingu haldið áfram í Eldstónni hjá Guðlaugu Helgu vinkonu okkar, sem veitti kaffi og konfekt af rausn, en eftir það tapaðist Brian úr hópnum á vit jöklanna. Viðar mætti galvaskur í hans stað.
Í gær var haldið í heimsókn til Tónlistarskóla Garðabæjar þar sem Agnes tók vel á móti okkur. Að því loknu var farið í skoðunarferð um Hafnarfjörð í góða veðrinu... meiri fréttir síðar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.3.2008 | 23:27
26. mars
Mamma hefði orðið áttræð í dag. Ég sakna hennar. Sumt talar maður bara um við mömmu sína. Þeir eru skrítnir svona afmælisdagar sem ekki er hægt að halda upp á. Þeir vekja upp minningar og gera mann hálfdapran. Mamma hefði glaðst yfir krókusunum sem nú eru að rembast við að blómstra og moldinni sem bíður tilbúin til sáningar í gróðurhúsinu. Hún hefði farið út í dag að vekja jarðarberjaplönturnar og hreinsa til. Ég gerði það ekki. Ég heimsótti hvolpana hennar Skonsu. Yndisleg krútt!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.3.2008 | 02:01
Gleðilega páska!
Fermingin fór vel fram og innilegar þakkir til allra sem glöddu okkur af því tilefni. Markús er himinlifandi yfir þessu öllu saman og sendir sérlegar þakkir fyrir allar gjafirnar.
Í dag var farið út að aka og stefnan tekin á Kirkjubæjarklaustur. Þar voru tónleikar undir stjórn Guðmundar Óla frænda. Í boði var ,,óhljóðatónlist" eftir hann sjálfan (hans eigin orð) og undurfalleg rómantísk tónlist í flutningi vina minna Ungverjanna ásamt skólastjóra Tónlistarskólans á Kirkjubæjarklaustri. Það var upphitun fyrir tónleika sem þau ætla að hafa í Sögusetrinu á Hvolsvelli þann 3. apríl næstkomandi. Missið ekki af því!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
14.3.2008 | 23:54
Veðurspáin
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
22.2.2008 | 23:42
Núna
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
19.2.2008 | 01:07
Elskendur í óskilum - Og ef
einhver efast um að vorið sé komið hjá mér skal ég segja ykkur að það var sko fuglasöngur í morgun þegar ég var að gefa í fjósið. Og fuglarnir vita hvað þeir syngja. Ekki spyrja mig hvaða fugl þetta var. Ég held reyndar að það hafi ekki verið þröstur. Svo kannski var hann bara útlendingur sem lét blekkjast af hitabylgju í febrúar.
Nú væri ég sofnuð ef allt væri með eðlilegum hætti. En svo er ekki. Hundurinn lætur öllum illum látum og heimtar að komast út. Og það fær hann ekki. Því úti eru tveir aðkomuhundar sem virðast hafa ákveðið að eyða nóttinni í garðinum hjá okkur. Ég var komin undir sæng þegar Lappi uppgötvaði þessa óboðnu gesti, og þá var ekki um annað að ræða en fara á fætur. Ég kíkti út til að sjá kvikindin í návígi, annar var mórauður íslenskur sem fór strax í felur, en hinn svartur labrador sem taldi sjálfsagt að sér yrði boðið inn. Hann var með ól og merki um hálsinn, svo ég hugsaði gott til glóðarinnar að geta hringt í eigandann - en því miður. Merkið var bara merki - án áletrunar! Svo ef einhver hefur týnt hundunum sínum, þá eru þeir ef til vill hér! - Og þeir virðast vera ástfangnir, svo ég kann ekki við að hringja á lögregluna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
18.2.2008 | 00:29
Vorið komið
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.2.2008 | 22:42
Silence
since Christmas - more or less. I just found out why! I thought I had selected Christmas presents carefully. Books, innocent DVDs and stuff. Everybody got the DVD. Pictures I thought - the beautiful and famous Icelandic landscape with music - but I never saw the whole thing... I just found out: They included penises! The DVD I sent to the US is showing the penis museum! Of course penises are no big deal in Iceland. But they are in Texas! If Diane would show this to her students she would lose her job in an instant! And now they have heard about it, and of course everybody wants to see it. This I found out yesterday. It reminds me of 30 years ago when my cousin the teenager asked for a certain book for Christmas. I bought it and had it wrapped, not once looking at it, not having one second thought about my cousin's literary taste. And I gave it to her. After Christmas her big brother came to bite my head off. I understood it was some sort of porno... You can never be too careful...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)