Tónleikarnir

sem auglýstir voru í síðustu færslu voru aldeilis frábærir! Schumann sónatan var svo flott að henni verður varla með orðum lýst. Kitty afgreiddi ótrúlega margar nótur á stuttum tíma með glæsibrag án þess að blása úr nös, og Balász vakti ekki síður mikla hrifningu. Nýir fiðlunemendur munu örugglega spretta upp í kjölfarið. Ég vissi fyrir að Balász og Kitty væru miklir snillingar, en nefndur Brian er greinilega enginn aukvisi heldur. Mér skilst að hann spili á öll hljóðfæri sem ekki þarf að blása í.  Arensky tríóið var mjög flott hjá þeim og fór saman leikni og skemmtileg túlkun. Sorglegt var hversu fáir sáu sér fært að mæta á tónleikana. Ráðstefna skógræktarmanna var haldin í næsta húsi, og þeim var uppálagt að borða á sama tíma og tónleikarnir voru haldnir. Þar skorti nokkuð á samræmingu aðgerða. Menn verða að athuga þetta betur næst. Eftir tónleikana var samfélagsefling og slökun í herbúðum skógarmannanna og að því loknu farið heim og etið og spjallað fram eftir nóttu.

Á föstudegi var samfélagseflingu haldið áfram í Eldstónni hjá Guðlaugu Helgu vinkonu okkar, sem veitti kaffi og konfekt af rausn, en eftir það tapaðist Brian úr hópnum á vit jöklanna. Viðar mætti galvaskur í hans stað.

Í gær var haldið í heimsókn til Tónlistarskóla Garðabæjar þar sem Agnes tók vel á móti okkur. Að því loknu var farið í skoðunarferð um Hafnarfjörð í góða veðrinu... meiri fréttir síðar.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband