Færsluflokkur: Bloggar

Vestmannaeyjar

klikka ekki. Nú hefur verið ákveðið að fara þangað minnst einu sinni á ári. Það er einkennilegt að hafa búið svona nálægt Eyjunum alla ævi, og vera núna fyrst að uppgötva þær í alvöru. Það þurfti útlendinga til að koma manni á bragðið. Við útlendingarnir fórum fyrst fyrir ári síðan, og nú erum við búin að fara aftur. Hér kemur mynd af þeim.

Vestm maí 2008 048

 

 

 

 

 

 

Hér fyrir neðan var mynd af Brian, en af einhverjum ókunnum ástæðum hefur lokast á hana. 

Sjómannslíf

 

 

 

...draumur hins djarfa manns...

 

 

Vestm maí 2008 043

 

Veðrið var ákjósanlegt á föstudagsmorgni,  logn og sæmilega sléttur sjór - held ég - svo enginn varð sjóveikur. Við fórum auðvitað með Simma, og í þetta sinn gátum við farið útúr höfninni og allan hringinn að skoða eyjarnar. Og Simmi spilaði í hellinum...

Simmi spilar

 

 

 

 

 

 

 

 

Svo þegar við komum í land lagaði kafteinninn handa okkur ketkurlssamlokur - hann kann allt. Takk, Simmi! Eftir notalega slökunarstund á Krónni og stutt bæjarrölt var síðan haldið í eftirminnilega gönguferð í áttina að flugvellinum - eða hérumbil, þar sem einn ferðalangurinn (Brian) flaug á brott um síðir... Svo kom þokan.

Um kvöldið hafði ég hugsað mér að kynna útlendingana fyrir KK, sem átti að koma fram ásamt öðrum frægum, ónefndum söngvara. Við komum okkur vel fyrir á næstfremsta bekk og biðum eftir goðinu. Þá vildi það okkur til happs að okkur langaði í ís. Við fórum fram og tilkynntum konunni í miðasölunni að við ætluðum að skreppa út, en kæmum aftur til að hlusta á KK. Hvenær hélt hún að hann mundi koma? Þá kom reiðarslagið: Hann hafði orðið fastur í þokunni. Komst ekki. Blessuð konan var svo elskuleg, þegar hún sá skelfingarsvipinn á okkur, að hún bauðst til að endurgreiða okkur miðana að fullu. Svona er þetta í Vestmannaeyjum, smáþoka - og allt breytist. Útlendingarnir voru bara kátir, vitandi ekki af hverju þeir misstu, en ísinn bragðaðist mjög vel.

Laugardagur rann upp bjartur og fagur. Þá vildu sumir fara í fjallgöngu, en það þótti of stór biti fyrir hálfan dag. Fyrst var farið í bæjarrölt og á stefnumót við prestinn í Landakirkju. Kvöldið áður vorum við svo heppin að rekast á hann og hikaði ég þá ekki við að kvarta yfir því að kirkjan hefði verið lokuð daginn áður, þegar við ætluðum að skoða hana. Presturinn tók mjög vel á móti okkur og sagði okkur sögu kirkjunnar, sem er öll hin merkilegasta. Balázs og Kitty spiluðu á orgelið og það hljómaði aldeilis frábærlega.  Balázs er að verða búinn að æfa toccötuna (þessa frægu eftir Bach) svo það er mjög gaman að fara með honum að skoða kirkjur.

Eftir hádegi litum við á sjómannadagshátíðahöld við höfnina, margir létu sig detta í sjóinn, ýmist á reiðhjólum eða eftir öðrum misfrumlegum leiðum. Það var kalt að hanga yfir því, svo við örkuðum til að skoða ,,fílinn" - svo þvert yfir golfvöllinn og niður í fjöru. Þá var gott að vera barn í hjarta.

Vestm maí 2008 083

 

 

 

Margt leynist í fjörupollum.

 

 

Vestm maí 2008 084 

 

 

 

 

 

 

Vestm maí 2008 074

 

 

 

Og gaman að horfa á brimið - það var mátulega lítið!

 

 

Vestm maí 2008 070

 

 

Balázs og Kitty og fíllinn.

 

 

 

 

Lauk svo þessari ágætu ferð, og við þökkum Simma, Unni og Árnýju sérstaklega fyrir frábærar móttökur. Þegar heim kom var hugað að jarðarberjunum sem Markús hafði ekki fundið á meðan ég var í burtu. Það var slatti! Og í gærkvöldi var ég svo heppin að komast á skemmtun með Erni Árnasyni og félögum. Það var gaman. Hann Örn er ótrúlegur snillingur.

P.s.  Ekki þýðir að spyrja mig neitt um jarðskjálfta - þeir fóru framhjá mér.


er ég búin að sjá Andraé Crouch - á sviðinu í Fíladelfíu. Það var alveg magnað. Hann virtist reyndar hálfslappur af kvefi, en ótrúlega unglegur að sjá. Einn ónefndur fyrir aftan mig tók reyndar andköf yfir því að hann væri svartur!!! Ég bjóst sko við því að hann væri svartur með grátt hár. En hann var svartur með svart skegg og húfu og ekkert hrukkóttur! Og tónleikarnir voru frábærir. Óskar Einarsson með kórana sína og Mezzoforte stóðu sig frábærlega - eins og við var að búast. Sumt kvenfólk varð svo snortið að það fór að skæla.  Mér var bara ekkert mál að skæla...

Fyrstu jarðarberin voru tínd í dag.  Þá er örugglega komið sumar - viku fyrr en venjulega.


Tónlistarnám!

Það tilkynnist hér með að ég hef sagt upp stöðu minni við Tónlistarskóla Rangæinga, frá og með 1. september. Þess í stað mun ég bjóða upp á kennslu í einkatímum fyrir þá sem það vilja. Ég kenni aðallega á píanó, fiðlu og hljómborð. Möguleiki væri einnig að kenna vinnukonugrip á gítar, ef einhver óskar þess, og jafnvel byrjendum á blokkflautu. Ég hef 14 ára reynslu í kennslu á píanó og 10 ára reynslu í fiðlukennslu.

Píanó

Sommerfeld_piano Ég get hugsað mér að taka nemendur frá fimm ára aldri í píanónám, en aldurshámark er ekkert. Píanó kenni ég a.m.k. til miðstigs. Kennt verður með hefðbundinni aðferð eftir kennslukrá og boðið uppá áfangapróf fyrir þá sem þess óska. Sjálf hef ég lokið 7. stigi í píanóleik.

Fiðla

  violina3 Fiðlu kenni ég til grunnstigs, en býð sérstaklega velkomna mjög unga nemendur, því að ég mun beita kennsluaðferðum Suzukis. Þau fræði eru mjög áhugaverð. Suzuki nemendur geta byrjað þriggja ára og kenningin er sú að börn geti lært að leika á hljóðfæri á sama hátt og þau læra að tala. Það skal tekið fram að ég er ekki enn löggiltur Suzuki-kennari, en til að ná því markmiði þarf maður fyrst að fá nemendur til að æfa sig á! Þetta nám verður því ódýrara en gengur og gerist með Suzuki-nám. Ég mun aðstoða við útvegun á hljóðfærum, annað hvort til kaups eða leigu.

Hljómborð

Hljómborðsnám er upplagt fyrir fullorðna eða þá sem vilja bara læra að glamra eftir eyranu. Líka ef maður á ekki píanó - en vill undirbúa sig fyrir píanónám. 

Skipulag

Kennsla hefst með haustinu, eftir því sem hverjum og einum hentar. Æskilegt er að ungir byrjendur komi tvisvar í viku. Þegar fiðlunemendur eru komnir dálítið af stað er hægt að bjóða uppá reglulega hóptíma. Þá stefni ég að því að fá hámenntaða kennara í heimsókn reglulega til að leiðbeina í hóptímum (a.m.k. tvisvar á vetri). Kennsla mun að jafnaði fara fram í Langagerði, og nemendur halda stofutónleika fyrir jól og að vori. Einnig mætti hugsa sér að fara í heimsóknir í leikskóla og dvalarheimili aldraðra til að afla nemendum reynslu í tónleikahaldi og gleðja aðra.

Þeir sem hafa áhuga á að skrá nemendur í tónlistarnám eða fá nánari upplýsingar sendi tölvupóst á goodster@hive.is eða hringi í síma 865 0311.

Athugið! Vinsamlegast sækið um fyrir 1. júní.

 


Og enn fleiri myndir...

frá Englandi - með leyfi Guðnýjar.

Guðný, UB, systir Margrétar, maðurinn hennar og Margrét

 

  

Guðný, UB, systir Margrétar, maðurinn hennar og Margrét, eftir vel heppnað borðhald á kránni.

 

 

 

 Guðný og UB

 

 

Guðný og UB fyrir framan eldgömlu kirkjuna í þorpinu.

 

 

 

Guðný að hugsa

 

 

 

Guðný að hugsa...

 

 

Guðný og tré

 

 

 ...svo fór að vaxa tré uppúr hausnum á henni,

enda er hún líka fræ.

 

 

Hús

 

 

 Frábærlega flott hús í Bretlandi. Þar eru menn ekki að eyða tíma í að finna upp nýjan húsagerðarstíl daglega. Það gamla hefur reynst vel, og þá er það bara notað áfram.

 

 

 

Margrét á sportbílnum

 

 

 

Margrét í sportbílnum, við fengum ekki að fara heim fyrr en við vorum búnar að prófa hann.

 

 

Þar með lýkur yfirlitssýningu frá Englandsferð. Þeir sem vilja skoða fleiri myndir verða að koma í heimsókn.

 

 


Fleiri myndir frá Englandi

Margrét í helli

 

  

  Svissneski garðurinn var mikið augnayndi.

 

 

 

morgunverður

 

 

  Sumir borðuðu morgunmat um hádegi.

 

 

Gamli tíminn

 

 

Sumum finnst gaman að horfa á gamlar dráttarvélar út um eldhúsgluggann.

 

 

Skakka brúin yfir Cam

 

 

 

 Skakka brúin yfir Cam.

 

 

 Margrét skemmtir sér

 

 

Gaman í siglingu - eða heitir þetta á stjaki?

 

 

 

Veiðihundarnir að viðra sig

 

 

 

  Veiðihundarnir að viðra sig.

 

 

 


Myndir

Tók nokkrar myndir í Englandi, það var auðvelt, margt fallegt að sjá...

Ferming og England 2008 2 014 Þetta var útsýnið fyrsta morguninn í London Colney.

Gamla myllan í Great Gransden...gamla myllan

Konan í karamellubúðinni í Cambridge...

konan í karamellubúðinni

Svissneski garðurinn...Svissneski garðurinn

Svissneski garðurinn

kannski meira seinna...


Hugsa sér!

Við Margrét vorum í Cambridge í gær og stóðum fyrir utan Auntie's þegar maður sagði stundarhátt við hliðina á mér: ,,Guðrún!" Þegar að var gáð stóð Íslendingur við hliðina á mér, og ekki bara Íslendingur, heldur Rangæingur og hann vissi hvað ég hét!!!!!!!!!! ... Nú kom Guðný með ísinn, svo ég nenni ekki að blogga meira í bili.


Cambridge

var skoðuð í gær. Ótrúleg borg -  þröngar götur, umferð takmörkuð og allir ganga um með ofboðslegan gáfumannasvip. Við Guðný þrömmuðum hálfan daginn, dáðumst að öllum þessum gömlu og glæsilegu bygginum og vorum að því loknu alveg uppgefnar á líkama og sál. Um kvöldið var aftur sest að veisluborði Guðnýjar, hörpudiskur og ostaveisla.

Í dag var haldið aftur til London Colney að sækja Margréti og snæddur hádegisverður á nærliggjandi krá. Þar var borinn fram undirstöðugóður hefðbundinn enskur matur, sem dugði vel. Barbara og Robin voru kvödd með virktum, enda leitun á öðrum eins öðlingum. Þá var farið í svissneska garðinn - og hvílík fegurð! Gaman væri að koma aftur eftir mánuð eða tvo og sjá allt í blóma.


Annar dagur

Komin i h'alf'islenskt umhverfi - but the computer is still English speaking. Gudny picked me up in the morning and took me to a village where we looked at a marketplace and had lunch. Then we went shopping for food, got a tuna steak and lots of other goodies. Eating with Gudny is a very special experience.  I've missed that. She joined a chocolate club (for me!) where we taste different kinds of chocolates and grade them! Wonderful idea! Gudny lives in a very nice village, beautiful houses and quiet environment. Kids can walk to school, but have to be picked up again. Those are the rules.


Fyrsti dagur

Went in the afternoon to see a huge cathedral named St. Albans. They have a gift shop and sell these creepy rolling eyeballs. Why? Because Saint Alban himself had his head chopped off, and the guy who did it lost his eyes in the action. His eyeballs supposedly popped out...  I did some shopping on the way - besides the eyeball, looking for violinstrings - bought two little violins for my future violin students!!! Hertfordshire is a very nice place, nice atmosphere, just like here in London Colney. Nice looking old houses made of red bricks, big old trees and everything clean. Spring is here, grass is green and magnolia trees flowering. Barbara cooked dinner again, and guess what! Fish is not only good in Iceland! She made this wonderful fish pie, made of haddock, salmon, shrimp, sour cream, spinage, potatos and spices. I have come to the conclusion that food is good here. No kidney pie yet! I would love to stay here longer, but Gudny is picking me up tomorrow, taking me to her place, wherever that is...


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband