26. mars

Mamma hefði orðið áttræð í dag.  Ég sakna hennar. Sumt talar maður bara um við mömmu sína. Þeir eru skrítnir svona afmælisdagar sem ekki er hægt að halda upp á. Þeir vekja upp minningar og gera mann hálfdapran. Mamma hefði glaðst yfir krókusunum sem nú eru að rembast við að blómstra og moldinni sem bíður tilbúin til sáningar í gróðurhúsinu. Hún hefði farið út í dag að vekja jarðarberjaplönturnar og hreinsa til. Ég gerði það ekki. Ég heimsótti hvolpana hennar Skonsu. Yndisleg krútt!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Laufey B Waage


Mamma mín varð sjötug í fyrradag (25.mars) og er sem betur fer sprelllifandi. Pabbi minn varð hins vegar ekki nema 44 ára - og ég sakna hans oft og mikið, ekki síst á fæðingardeginum hans (hann hefði orðið 72ja ára 12.ágúst síðastliðinn). En við værum ekki að sakna þeirra, ef þau hefðu ekki verið dýrmæt og ástar okkar virði.

Laufey B Waage, 27.3.2008 kl. 18:47

2 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Flowers - Myspace Glitters
Hot Myspace Glitters - Dezrum.com

Sæl Guðrún mín. Ég skil þig svo vel. Guð blessi þig og umvefji.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 27.3.2008 kl. 19:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband