Færsluflokkur: Bloggar
1.8.2008 | 01:28
Leiðindafærsla - Reiðhjólaraunir
Sonur minn ákvað það í vor að kaupa sér gott reiðhjól fyrir hluta af fermingarpeningunum sínum. Það leist mér vel á, og einhvern tímann snemmsumars eftir nákvæma netrannsókn var ákveðið að drífa sig að Selfossi og kaupa hjól í ónefndri búð þar í bæ. Drengurinn veit hvað hann vill og keypti dýrt og fínt hjól að því er virtist, af sömu tegund og hann fékk síðast á þessum stað. Hann byrjaði strax að hjóla þegar heim kom, en fann fljótt að það þurfti að stilla gírana. Hann er vanur maður, svo hann dreif bara í því, en stillingin hélt ekki. Þetta olli miklum pirringi, svo fljótlega gerði ég mér aðra ferð að Selfossi til að innheimta ókeypis stillingu sem fylgdi með hjólinu. Það var gert með glöðu geði, og gerðu búðarmenn lítið úr þekkingu drengsins á þessum málum. Réttur maður skyldi stilla hjólið, og þá mundi allt lagast. Þegar heim kom var byrjað að hjóla, en allt fór á sama veg. Stillingin hélt í tvo tíma, svo tók hjólið uppá því að skipta sjálft um gíra. Nú var drengurinn orðinn verulega pirraður. Svo það var lagt í þriðju ferðina á Grána gamla með hjólið innanborðs. Ekki vildum við þurfa að taka hjólið sundur til að troða því inní minni bíl, því við vitum að ábyrgð á það á hættu að falla úr gildi við slíkar aðgerðir. Nú var hjólið skilið eftir til nánari rannsóknar. Viku seinna var það tilbúið, kom í ljós að það hafði verið gallað og þurfti að skipta um eitthvað. Þá fór Gráni fjórðu ferðina í þessa búð á þessu sumri að sækja hjólið. Þegar heim kom var strax byrjað að hjóla, og vonbrigðin voru mikil. Það brakaði í hjólinu eins og gömlu drasli. Nú vildi drengurinn helst skila hjólinu og fá nýtt. Ég hringdi í búðina, lýsti brakinu og viðbrögðum drengsins. Nei! Hann fær ekki nýtt hjól. Ég á allt í þetta , sagði maðurinn og vildi fá hjólið til skoðunar enn eina ferðina. Svo í dag var lagt af stað á Grána fimmtu ferðina að Selfossi. Konan í búðinni var mjög elskuleg og lofaði að ef hjólið yrði ekki lagað áður en dagurinn rynni á enda fengjum við það endurgreitt. Hún sagðist ekki eiga annað eins. Þetta þótti mér sanngjarnt og svo var haldið til Reykjavíkur að heimsækja tannlækni og gamla frænku. Þegar við komum til baka að Selfossi var viðgerðamaðurinn ekki í góðu skapi. Hann sagði að ekkert hefði verið að hjólinu annað en það að gjörðin var illa fest á. Hélt hann því fram að drengurinn hefði tekið hjólið sundur og ekki sett nógu vel saman aftur. Markús tók hjólið ekki sundur. Það gerði maðurinn í búðinni og reyndi svo að koma sökinni á okkur. Fór hann svo að tuða um það að hann væri búinn að stórtapa á þessu hjóli og eyða tveimur tímum í að skipta um hluti á því. Ég benti honum á það ég væri ekki ánægð yfir því að vera búin að aka fjórar ferðir aukalega. Þá hló hann bara og sagði að ég hefði nú ekki verið að fara aukaferð í dag!!! Þegar hér var komið sögu var ég orðin verulega reið. Og til að kóróna ósköpin hreytti hann í okkur að ef við yrðum ekki ánægð núna fengjum við hjólið endurgreitt og síðan mundi hann aldrei aftur selja okkur hjól!!! HaHaHa!!! Þetta var þriðja hjólið sem við kaupum í þessari búð, og það síðasta. Konan sem er andlit búðarinnar er mjög elskuleg, og ég mundi hiklaust kaupa hjól af henni. En hún þarf að passa betur að manngarmurinn sem hún geymir á bakvið sleppi ekki fram að tala við viðskiptavinina. Vinur minn sem var með mér og hefur fylgst með málinu frá byrjun var alveg stórhneykslaður og hann ætlar heldur ekki að versla þarna aftur. Það er ekkert gaman eftir svona þrautagöngu að vera síðan ásökuð um að ljúga ofaná allt saman. Jú, e.t.v hefði ég farið til Reykjavíkur til tannlæknis hvort sem var innan skamms, en ekki á Grána sem eyðir næstum helmingi meira bensíni en hinn bíllinn. Ég hefði þó líklega fyrst leitað til tannlæknis í heimahéraði, því ég var með tannpínu og hafði engan sérlegan áhuga á því að aka 200 kílómetra - nema vegna þess að drenginn langaði að fá hjólið sitt í lag fyrir helgina. Þetta voru fjórar ferðir aukalega á Grána, vegna gallaðs hjóls og flónsku viðgerðamannsins. Og við tókum hjólið aldrei í sundur. Og hananú!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
21.7.2008 | 00:28
Vinna í boði!
Fékk eftirfarandi auglýsingu í e-mail frá henni Höllu Rut, bloggara sem ég þekki ekki neitt, en hún er greinilega manneskja sem vert er að þekkja. Hún bað um að þetta yrði birt:
Elísabet Sigmarsdóttir er fædd með sjaldgæfan sjúkdóm sem kallast Encephalocele. Hún er sú eina á landinu sem hefur lifað hann af hingað til. Afleiðingar hans eru ýmsar. Henni fer stöðugt aftur og er í dag í hjólastól. Elísabet er búin að fara í u.þ.b. 60 aðgerðir. Oft var henni ekki hugað líf en er í dag lífsglöð og bjartsýn ung kona þrátt fyrir alla þá þröskulda sem lífið hefur sett henni.
Elísabet leitar nú eftir stuðningsmanneskju eða liðsveislu, eins og það er kallað. Liðsmaður er hugsaður sem félagslegur stuðningur og er um 16 tíma á mánuði að ræða. Er það samkomulagsatriði á milli Elísabetar og þess sem stuðninginn veitir hvernig þessum tíma er varðveitt og hvenær.
Það er í raun Reykjavíkurborg sem á að útvega stuðningsmanneskju en þeim hefur ekki tekist það og hefur Elísabet verið án þessarar þjónustu í 7 mánuði. Engin vilji er þar á bæ til að ganga lengra til að bjarga málunum. Þetta fellur ekki undir forgangsröð borgaryfirvalda. Það vitum við öll. Þetta skiptir hinsvegar öllu máli fyrir tilveru Elísabetar Sigmarsdóttur.
Viðkomandi hlýtur laun fyrir en samt óskum við eftir manneskju sem hefur áhuga á því að láta gott af sér leiða og gefa nærveru sína og félagsskap til þessarar fallegur og hugrökku vinkonu minnar.
Ef þú hefur tök á því og tíma, gerðu þá góðverk. Ef þú hefur verið að hugsa í mörg ár að þú ættir kannski að gefa eitthvað til baka þá er núna tækifærið.
Síminn hjá Elísabetu er: 587 - 6278 og netfangið: liso@internet.is eða þú getur sent mér (Halla Rut) E-mail: halla@kjosehf.is ef þú vilt frekari upplýsingar.
Ég hér bið ykkur öll um að birta þetta á ykkar síðu sem færslu ef þið sjáið ykkur það fært.
Og svo er bara líka "nice" að senda henni kveðju: Elísabet.
Með samhug og kærleik
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.7.2008 | 23:10
Lost
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.7.2008 | 00:39
Vatnslaust!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
29.6.2008 | 01:03
Café Eldstó
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.6.2008 | 23:21
Pabbi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.6.2008 | 23:22
Cleaning
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.6.2008 | 23:58
Hætt í leikskólanum
Það var erfitt að byrja að vinna í leikskólanum í september. Læra öll nöfnin og sérþarfirnar, reglur, boð og bönn. Svo vandist þetta og var eiginlega bara orðið ágætt um það leyti sem ég ákvað að hætta. Síðasti dagurinn var í dag og ég var búin að hlakka til að komast í sumarfrí, en mig hafði aldrei órað fyrir að þessi dagur yrði svona erfiður. Börnin voru búin að búa til risastórt kort handa mér í kveðjuskyni sem þau afhentu við fremur hátíðlega athöfn (rétt eins og ég væri búin að vinna þarna í 30 ár!), ég veitti jarðarber, og allir fengu sérstakt kveðjuknús að skilnaði. Ég uppgötvaði mér til mikillar skelfingar að ég átti eftir að sakna barnanna - mikið. Ég er eiginlega bara búin að vera með skeifu síðan ég kom heim. Og svo allar þessar ágætu samstarfskonur. Ég á eftir að sakna þeirra líka. Takk fyrir samstarfið, börn og starfsfólk á Leikskólanum Örk.
Bloggar | Breytt 14.6.2008 kl. 00:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.6.2008 | 00:12
Report continued
I am now working my last week before summer holiday. After that I am unemployed. I'm hoping to get some work that I can do at home, translating or proof-reading and I will get a few students in music. I advertised last month and got quite a good response. Hopefully I can resume my Suzuki training and maybe involve the piano as well.
Last night I threw the coming to be annual barbeque party for B&K before their leaving to Hungary. After a rainy day it was a nice, warm and sunny evening and people insisted to eat outside!!! I promised to invest in garden furniture for next year.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.6.2008 | 21:08
Report - og myndir frá Botnagöngu
for those who think that we are lost. We are not lost. I returned from England (see earlier blog) and found that winter was still here. And we had a water supply problem. Two weeks later it was better and I planted carrots and other edible stuff. And suddenly there was spring. At the end of May I went to the Westman-Islands with my friends Kitty, Balázs and Brian. (See my last blog). Markús decided to stay at home and to farmwork. He thinks farmwork is the best possible entertainment. Lappi the dog kept him company and neighbors looked after them. But first came the earthquake. I went to Reykjavík that morning with B&K and on the way back I was talking to Markús on the phone when he started screaming. It took a little while before I realised what he was saying. We didn't feel anything in the car, but we only missed it by ca. fifteen minutes. The store in Selfoss where we had been shopping in turned into one big mess and people living in the Selfoss and Hveragerði area lost most of their belongings. It was a 6,3 Richter. I expected Markús to lose heart and change his mind about staying home alone, but he didn't. Most things at home stayed in place. Of course the Westman Islands were wonderful, like always.
Last Friday we packed the gray truck (in spite of a rising gas price and a horrible forecast) and drove to Kirkjubæjarklaustur - Markús and Lappi included. Balázs and Kitty were already there and Brian was so nice to invite us - all of us - plus Lappi - to stay in his house. (Thank you Brian!) Saturday my relatives from my fathers family had planned their annual walking trip, and I thought it was time that we should join them while Markús is still willing to come with me to events like that. We had a strong east wind and pouring rain. It didn't stop my cousins. They dressed properly and walked briskly into the lavafield. Me and Markús drove the Ford as if we belonged to the generation of the uncles! Here are pictures of the heroes:
Í upphafi ferðar
increasing rain
picnic in the shelter of bushes
nesti bragðast best í slagveðri
After that the conditions for photographing got a lot worse!!!
Aðeins einn gafst upp þegar hér var komið sögu og þáði bílfar.
Hópurinn hittist á Hnausum í Meðallandi og þar voru skoðuð eldgömul hús. Síðan var ekið að nálægum skógræktarreit og þar hófst gangan í áttina að Botnum. Gönguleiðin er örugglega skemmtileg í góðu veðri, en ég mæli ekki með því við nokkurn mann að aka þessa leið! Vegurinn er hryllilegur. Markús skemmti sér samt vel og Gráni komst óskemmdur frá þessu ævintýri - enda frábær bíll eins og allir vita. Veðrið gerði það að verkum að samfélagið við ættingjana varð minna en efni stóðu til. Eftir rannsókn á nýju sundlauginni á Kirkjubæjarklaustri virtist notalegra að ylja sér í samfélagi við B&K og Brian heldur en að þvælast aftur niður að Botnum til að grilla í slagveðrinu. Fregnir herma þó að þar hafi verið mikið fjör. Við reynum aftur á næsta ári - og pöntum betra veður þá.
Sunday morning Brian prepared a real feast - (Thank you again Brian!) Great cook! And did it on his way out to work - so to speak. I totally admire that man!
(Þetta er Brian að stjórna kappróðri á sjómannadegi á Kirkjubæjarklaustri)
On the way home we drove through Meðalland, the place where my parents grew up, and took a quick look at our friend Einar the Skaft. (Engin tölvutæk mynd til af honum).
Bloggar | Breytt 11.6.2008 kl. 20:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)