Færsluflokkur: Bloggar

Hundur í óskilum

er uppáhaldshljómsveitin mín - þótt þeir séu bara dúett. Ég gerði mér ferð að Hellu í kvöld til þess að sjá gjörningana og varð ekki fyrir vonbrigðum. Það sem þessum mönnum dettur í hug er alveg með ólíkindum. Ég ætla ekki að hafa fleiri orð um það hér. Menn verða bara að sjá og heyra sjálfir.

Alltaf

þegar ég fer til Guðmundar tannlæknis þá er veður með eindæmum gott, brakandi sól og hiti. Þetta hefur alltaf pirrað mig, því mér finnst sóun að fara til Reykjavíkur í góðu veðri á sumrin. Kveður svo rammt að þessum örlögum að tannlæknirinn er farinn að vorkenna mér. Nú í vikunni átti ég pantaðan tíma, þann þriðja á þessu sumri, og þá var Guðmundi nóg boðið. Hann hringdi um morguninn og bauð mér að sitja heima og njóta góða veðursins, en koma í næstu viku í staðinn!!! Ég spurði hvort hann væri að grínast, en það var víst ekki. Ekki kvaðst hann heldur vera að reyna að losna við mig. Þetta tilboð var sprottið af tómri manngæsku. Því miður var ég búin að skipuleggja svo margt annað í höfuðstaðnum þennan dag að ég lét mig hafa það að fara. Guðmundur lét þau orð falla að hann vildi helst bóka mig á hverjum degi út mánuðinn! Ég féllst á að koma einn dag í næstu viku, en nú ætlum við að storka örlögunum og ég fæ að velja daginn og panta að morgni samdægurs - þá verður vísast vont veður fyrri partinn, en síðan mun væntanlega skella á rjómablíða!


Pictures

from Marilina, taken when she visited us the other day with Peter the priest. Thank you Marilina!

Pétur að fanga lóu

 

 

Pétur búinn að fanga lóuunga.

 

 

 

 

Lóan sýnd

 

 

Sýning.

 

 

 

Ég og Lappi

 

 

Ég og Lappi við Tungufoss. 

 

 

 

 Klippt í eldinn

 

 

Pétur brennuvargur klippir sprek í eldinn.

Marilina and me sitting and watching.

 

 

 


Kirkjubæjarklaustur

Alltaf gaman að koma að Klaustri. Veður var betra en spáð hafði verið, og heitu pottarnir í sundlauginni voru nógu heitir. (Síðast þegar ég fór voru þeir sko kaldir). Ég komst sumsé seint og um síðir á ættarmótið og skemmti mér alveg ágætlega. Mér tókst að útvega Guðna frænda (úr hinni ættinni) til að spila á harmonikkuna og fékk að nokkru leyti uppreist æru fyrir vikið. Unglingurinn fékkst til að koma með - sem betur fer, því það var nú hálft erindið að hann fengi að kynnast frændum sínum og frænkum. Á leiðinni heim viðurkenndi hann í óspurðum fréttum að það hefði verið pínu-gaman.

Myndir voru frekar mislukkaðar, nema þessi hér af Imbu, sem sumir kalla Ingu:

Ingibjörg Jóhannsdóttir

 

 

 

 

 

 

 


Ættarmót

í gangi á Kirkjubæjarklaustri, og ég ætti að vera þar. En þegar ég átti bara eftir að fara í bað, vökva í gróðurhúsinu og þvo gulræturnar sem áttu að vera í súpunni, sem ég átti að elda á Klaustri, þá kom í ljós að það var VATNSLAUST enn einu sinni. Þá fór ég á taugum. Í gær var líka vatnslaust, og þá var mér talin trú um að þetta væri innanússvandamál, allir aðrir hefðu vatn. Svo það voru sendir tveir fílefldir pípulagningarmenn til að skipta um inntakskrana og blása í rörið, og eftir langa mæðu kom vatn. Í dag ákvað ég að hringja beint í sveitarstjórann, því verndarengillinn Böðvar, sem hefur vakað yfir okkur daga og nætur og séð til þess í allt sumar að eitthvað komi úr krönunum á hverjum degi, hann er farinn í frí. Eftir það hefur allt farið á hinn verri veg. Sveitarstjórinn var ekki við, svo ég talaði við ónefndan aðila, sem hélt því enn fram að þetta væri bara mitt vandamál, allir aðrir hefðu vatn! Því til sönnunar sagði hann að Gústi (nágranni minn sem býr uppi á hól) væri örugglega búinn að láta í sér heyra ef það væri vatnslaust. Ég spurði þá hvort það gæti ekki verið að hann væri að heiman í dag? - Hann var heima í morgun! var svarið. Eftir þetta samtal ákvað ég að hringja í nágrannann á hólnum og viti menn! Þar var algerlega vatnslaust og hafði verið síðan snemma í morgun. Gústi hafði hringt strax í morgun og kvartað við ónefnda aðilann, en ekkert hafði verið að gert. Við þessar fréttir varð ég frekar reið, svo ég hringdi aftur á skrifstofu sveitarstjórans og úthellti skömmum yfir vesalings konuna sem svaraði í símann. Enginn ráðamaður var við, sveitarstjórinn bara farinn í helgarfrí! Nú er þolinmæði mín á þrotum. Eitthvað varanlegt verður að gera!!! Ég gat ekki hugsað mér að fara grútskítug í skemmtiferð frá skrælnuðu gróðurhúsi og þyrstum nautgripum, svo ég sit enn heima. Vatnið kom reyndar fljótt eftir að skömmunum var úthellt, en þá var ég komin í tímaþröng. Af þessum sökum var ekki elduð Langagerðissúpa á Klaustri í kvöld. En ég tel víst að frænkurnar hafi bjargað þessu fyrir horn. Ég held að ég sé nú búin að klikka á öllu sem ég átti að gera í sambandi við þetta ættarmót. Einn tölvupóstur komst ekki til skila, sem varð til þess að heill ættleggur situr heima - það átti ég að sjá um, en klúðraði rækilega, auðvitað átti ég að hringja og gá hvort pósturinn hefði komist til skila. Geri það næst.

Tónlistarkennsla að hefjast

Nú er ég að byrja að innrita í tónlistarnámið. Ég stofnaði sérstakt blogg fyrir upplýsingar um það og er tengill inn á það hér til hliðar, það heitir Tónablogg eða tona.blog.is. Þar geta menn fylgst með því sem gerist á þeim vígstöðvum. Mjög spennandi!

Pétur í heimsókn og vígsla eldstæðis

Það er alltaf gaman þegar séra Pétur kemur í heimsókn. Hann kemur pottþétt einu sinni á ári og þá er bakað rabarbarabrauð með miklum rúsínum í forrétt og síðan grillað. Í þetta sinn kom hann með vænu frá fjarlægu löndunum, svo það var farið í bíltúr og í umhverfismat í leiðinni (þá matast maður í umhverfinu, t.d. með því að tína uppí sig ber). Um kvöldið var kveikt í nýja eldstæðinu í garðinum þar sem menn gátu fengið útrás fyrir brennuvargagang og yljað sér fram eftir nóttu. Pétur dreymir stöðugt um það að fá að brenna sinu, en það er ekki vinsælt nú til dags. Ef einhvern vantar brennuvarg til slíkra verka næsta vor, þá er hann vinsamlegast beðinn um að hafa samband.

Found three Russians

in my garden. They were looking for Þórsmörk. Bus driver had told them that here was Þórsmörk. They wanted to camp at a waterfall and were shocked to learn that it would take a day or two to get to their destination on foot. And it was already late in the evening. I invited them to have tea and bread, since I was starving myself and could not think before eating. I was immediately rewarded with presents, a babuska, chocolate and candies - out of their bags came homemade dried fruits - lots of it - and I love dried fruits. Delicious. I decided to take them to the nicest place nearby for camping - waterfall Tungufoss. It was a success. No mention of Þórsmörk after that. Then I wanted to send them to the Westman-Islands, but they preferred going to Vík this time. I hope they can come again another time, and I'm very proud to have a Russian family now!

er kúrbítstíð. Súkkíní í alla mata. Gular súkkínísúpur og rauðar. Súkkínísalat. Súkkíníkássur. Og í kvöld var fyllt súkkíni. Þá tekur maður þessi ofvöxnu og sker eftir endilöngu. Mokar innvolsinu úr og stingur hulstrinu í ofninn - með örlitlu smjöri. Á meðan það bakast brytjar maður lauk og mýkir á pönnu ásamt einum hnefa af nautahakki. Bætir við einum hnefa af sveppum (sem nú er tímabært að uppskera), einum hnefa af myntu sem vex í eldhúsglugganum, hnefa af hvönn sem vex í garðinum og innvolsinu úr súkkíníinu. Salt og pipar. Og rjómaostur. Hrært saman. Nú er þessu gumsi rótað í hulstrin hálfbökuð, saxaðir tómatar ofaná, ostur þarofaná og bakað. Ég átti ekki hvítlauk, en það hefði örugglega ekki verið verra að hafa hann með. Svo af því að kartöflur eru ekki alveg fullsprottnar hér á bæ, þá var þetta borið fram með kúskús og salati. Ég ætla að hafa hvítlaukssósu á salatinu næst. Verði ykkur að góðu.

Í fyrradag fann ég þrjá villuráfandi rússa í garðinum hjá mér. Sumsé túrista. Þeir höfðu komið með rútunni að Hvolsvelli og bílstjórinn hafði tilkynnt þeim það að hér væri Þórsmörk. Ég ætla að skrifa nýja færslu um þetta á ensku.


Skemmtilega færslan

Ég fór til Reykjavíkur í dag, eins og áður hefur verið frá greint. Byrjaði á því að fara að Hlemmi til að sleppa Viðari út, svo hann gæti skemmt sér á Laugaveginum á meðan ég mundi kveljast hjá tannlækninum. Um leið og ég stöðvaði bílinn kemur maður hlaupandi og spyr Viðar hvort hann eigi þennan bíl (og bendir á Grána). - Hún á hann (og bendir á mig). Maðurinn rífur upp hurðina, þar sem ég var komin hálfa leið aftur útá götu, og tilkynnir mér að ég sé með brotið afturljós (búið að vera brotið síðustu 10 árin eða svo). - Ég á svona bíl og get selt þér ljós og fleira, sagði hann (óðamála). Hringdu bara ef þig vantar eitthvað!!! Tannpínan var frekar slæm á þessu augnabliki svo ég benti manninum á að tjá sig betur um þetta við Viðar. Svo fékk ég hláturkast. Þetta er eitt af því fyndnara sem ég hef lent í lengi. Ég var einmitt að tala um það við Viðar að ég væri óánægð með að hafa borgað stórfé fyrir skoðun á bílnum þar sem úrskurðað var að ekkert væri að, þegar auðheyrt væri á hljóðinu að eitthvað væri byrjað að gefa sig. Hefði e.t.v. verið betra að borga aðeins meira og fá eitthvað viðgert. Og þá bara birtist maður sem vill selja mér heilan bíl í varahluti fyrir lítið fé!!! Ég hló svo mikið að ég gleymdi næstum tannpínunni. Þegar ég var búin að jafna mig eftir meðferðina hjá tannlækninum hringdi ég í manninn og komst að því að hann hafði elt mig nokkuð lengi. Honum fannst ómögulegt að henda svona heillegum bíl, en það helsta sem var að skildist mér vera það hann var búinn að týna bíllyklunum! Og nú var hann að svipast um eftir einhverjum sem ætti svona bíl, í þeirri von að hann gæti nýst í varahluti. Ég var sú heppna. Bíllinn er meira að segja eins á litinn og sama árgerð. Næstum því tvíburar. Við fórum að skoða hann á heimleiðinni og niðurstaðan var sú að maðurinn ætlar að leita betur að lyklunum. Hlutir týnast greinilega víðar en í Langagerði.

Það sem er týnt hjá mér er:

Teikningin af íbúðarhúsinu

Tveir hamrar með gulu skafti

Kústur með járnbursta - eða svoleiðis, til að kústa burt ryð

Hluti af borðsöginni

Hugsanlega eitthvað fleira sem ég man ekki eftir

Ef einhver hefur fengið eitthvað af þessu lánað og gleymt að skila því, er hann vinsamlegast beðinn um að hafa samband. Leit stendur yfir. Góða nótt.

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband