Skemmtilega færslan

Ég fór til Reykjavíkur í dag, eins og áður hefur verið frá greint. Byrjaði á því að fara að Hlemmi til að sleppa Viðari út, svo hann gæti skemmt sér á Laugaveginum á meðan ég mundi kveljast hjá tannlækninum. Um leið og ég stöðvaði bílinn kemur maður hlaupandi og spyr Viðar hvort hann eigi þennan bíl (og bendir á Grána). - Hún á hann (og bendir á mig). Maðurinn rífur upp hurðina, þar sem ég var komin hálfa leið aftur útá götu, og tilkynnir mér að ég sé með brotið afturljós (búið að vera brotið síðustu 10 árin eða svo). - Ég á svona bíl og get selt þér ljós og fleira, sagði hann (óðamála). Hringdu bara ef þig vantar eitthvað!!! Tannpínan var frekar slæm á þessu augnabliki svo ég benti manninum á að tjá sig betur um þetta við Viðar. Svo fékk ég hláturkast. Þetta er eitt af því fyndnara sem ég hef lent í lengi. Ég var einmitt að tala um það við Viðar að ég væri óánægð með að hafa borgað stórfé fyrir skoðun á bílnum þar sem úrskurðað var að ekkert væri að, þegar auðheyrt væri á hljóðinu að eitthvað væri byrjað að gefa sig. Hefði e.t.v. verið betra að borga aðeins meira og fá eitthvað viðgert. Og þá bara birtist maður sem vill selja mér heilan bíl í varahluti fyrir lítið fé!!! Ég hló svo mikið að ég gleymdi næstum tannpínunni. Þegar ég var búin að jafna mig eftir meðferðina hjá tannlækninum hringdi ég í manninn og komst að því að hann hafði elt mig nokkuð lengi. Honum fannst ómögulegt að henda svona heillegum bíl, en það helsta sem var að skildist mér vera það hann var búinn að týna bíllyklunum! Og nú var hann að svipast um eftir einhverjum sem ætti svona bíl, í þeirri von að hann gæti nýst í varahluti. Ég var sú heppna. Bíllinn er meira að segja eins á litinn og sama árgerð. Næstum því tvíburar. Við fórum að skoða hann á heimleiðinni og niðurstaðan var sú að maðurinn ætlar að leita betur að lyklunum. Hlutir týnast greinilega víðar en í Langagerði.

Það sem er týnt hjá mér er:

Teikningin af íbúðarhúsinu

Tveir hamrar með gulu skafti

Kústur með járnbursta - eða svoleiðis, til að kústa burt ryð

Hluti af borðsöginni

Hugsanlega eitthvað fleira sem ég man ekki eftir

Ef einhver hefur fengið eitthvað af þessu lánað og gleymt að skila því, er hann vinsamlegast beðinn um að hafa samband. Leit stendur yfir. Góða nótt.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl og blessuð.

Drottinn sér um sína.

Vonandi finnast þessir týndu hlutir fyrr heldur en seinna.

Vona að þú sért í stuði með Guði og í botni með Drottni á Kotmóti.

Guð blessi þig og þína.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 2.8.2008 kl. 00:01

2 Smámynd: Guðrún Markúsdóttir

Rósa, ert þú ekki á Kotmóti??? Eða bloggarðu þaðan? Við kíktum aðeins á Kotmót í kvöld, en annars erum við í heyskap. - Annar guli hamarinn er fundinn. Það er góð byrjun. Ég er ekki komin á botninn ennþá. Sjáumst vonandi á Kotmóti.

Guðrún Markúsdóttir, 2.8.2008 kl. 00:42

3 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl Guðrún mín.

Ekki sjáumst við á Kotmóti á þessu ári. Hef misst af þremur mótum í röð. Var úti í Englandi sl sumar. Svona er lífið, ekki alltaf dans á rósarblöðum. Hvísl, það er dýrt að ferðast frá Vf og yfir í Kot. Sumir orðnir gamlir og sumir að vinna á elló nú um helgina svo héðan kom enginn.

Shalom/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 2.8.2008 kl. 01:05

4 identicon

Litlir hlutir tínast frekar hér á bæ en stórir,  týndi reglulega lyklakippunni þar til ég fann skeið með gati sem ég gat set á lyklahringinn og bætti síðan fullt af drasli á kippuna þar til að hún er svo stór að hún týnist ekki.

 Varla hægt að setja hamar á lyklakippu... (hver er stofn orðsins kippa? er að reyna að muna stafsetninguna) en oftast þegar ég fer að taka til finn ég það sem ég er ekki að leita að, eins og í dag fann ég fullt, fullt af klósettrúllum, hef líklega sett þær á ólíkindastaðin þar sem þær eru of harðar.

Vona að þú finnir teikningarnar þó, þær eru frekar mikilvægar.

Kv. G

Guðný Einars (IP-tala skráð) 12.8.2008 kl. 16:55

5 Smámynd: Guðrún Markúsdóttir

Já, mér skilst að teikningarnar séu svona milljón króna virði!!!

Guðrún Markúsdóttir, 13.8.2008 kl. 00:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband