Færsluflokkur: Bloggar

Velkominn Snorri!

Fann loksins fólk úr alvöruheiminum, eina frænku og þrjá hvítsynninga. Enginn nema Snorri hefur gefið sig fram ennþá, en það er eðlilegt á þessum árstíma. Aldrei hefði ég trúað því á sjálfa mig að hanga í tölvunni á miðju sumri. Þetta blogg-vesen er orðið miklu skemmtilegra en mig óraði fyrir. Illgresið í gróðurhúsinu tekur glottandi á móti mér á hverjum degi, það blómstrar og býr sig nú undir að sá sér. Ég er hrædd um að ég verði að bregðast við því ekki seinna en í dag. Bless í bili.

Hlakka til að lesa meira frá Eddu

Takk Edda fyrir að bætast í litla bloggvinahópinn minn. Mér hefur alltaf fundist þú skemmtilegasta leikkona í heimi - en ég vissi ekki fyrr en í gær að þú værir bloggari. Enda byrjandi sjálf. Hlakka til að lesa meira frá þér.


Sjálfsbjargarviðleitni?

Alltaf sér maður eitthvað skemmtilegt, ef maður hefur augun opin. Nýlega var ég á leiðinni að heimsækja mömmu á elliheimilið og sá þá að jeppi með hestakerru var stopp á veginum. Það er algengt að svona ökutæki stoppi við sjoppu, eða við afleggjara, en þarna var hvorugt. Bara vegur - og tún. Svo ósjálfrátt hvörfluðu augun aftur að þessu fyrirbæri. Sá ég þá að tvær manneskjur stukku út úr bílnum með svarta ruslapoka. Nú glápti ég alveg hiklaust. Manneskjurnar þrömmuðu út á túnið, þar sem einhver hafði haft fyrir að slá og snúa daginn áður, og tóku að troða heyinu í pokana! Að því loknu var pokunum troðið inn í bílinn og ekið áfram. Stórskemmtileg sjón. Ég vona bara að gæðingarnir hafi ekki fengið magapínu, því mín reynsla er sú að hálfþurrt hey hitni fljótt í svona plastpokum - ekki svo að skilja að ég hafi reynslu af svona athæfi - en það hefur komið fyrir að maður hafi hreinsað garðinn á þennan hátt.

Ekki alveg vinalaus

Takk Bjarki fyrir að vilja vera bloggvinur minn. Gaman að sjá hvað þú ert heilbrigður og jákvæður, ég hlakka til að lesa það sem þú skrifar næst. Ég finn ekki marga vini mína úr alvöruheiminum hér á blogginu, en ég sé að það gerir ekkert til, hér er nóg af skemmtilegu fólki.

Lappi's episode

Since Mici has her own program, Lappi should have his. Lappi is the best dog I've ever had. But my friends do not think so. He seems not to like guests. In my opinion he lets me know when I have company, when I receive mail, when the cow-gang shows up and when the garbage gets picked up. This is important information to me. Lappi knows that. So he barks - and growls - and makes himself bigger, to show people how important he is. He occasionally sends the same message to the neighbor's horses, but it is with permission. My neighbor thinks it is important that horses get used to dog's barking. Horse-riders passing by on the other hand are not so happy with Lappi's intervention. I can understand that. I rembember when I was a horse-person, I didn't like barking dogs. But nobody is perfect. So people are afraid of Lappi. They think he is going to bite. Lappi is five years old, and I thought he would never bite, but this spring he made a technical mistake (tæknileg mistök). There was no blood, but it was a proof that Lappi is dangerous. Now people are advised to call before arriving, so that Lappi can be contained. Of course once you're inside the house Lappi turnes into the sweetest dog you've ever met. He will warm up your feet - whether you need it or not, and be polite in every way.

Mici's episode 2

Mici is getting used to the wild life. And I think I may have been mistaken about her weather forecast talents. The next day was sunny, but she stayed inside. Now I think she misses her Hungarian parents. She likes to have a hug more than once a day, so she makes herself visible more often. She still has occasional riots with Lappi, but more often she lets him lick her ears. - Are you there, Hungarian cat-parents - did you find my blog- site?

Bloggvinir - búin að fatta hvernig það virkar

Einlægar þakkir til Zou (ætli maður eigi ekki að beygja það?) fyrir að veita mér þann heiður að vilja verða fyrsti bloggvinurinn minn. Nú veit ég hvernig það virkar. Ég sakna þess hins vegar frá vinum mínum í alvöru heiminum að finna ekki bloggsíður frá þeim.  - Hvort eruð þið ekkert að skrifa - eða er ég svona vitlaus að finna ykkur ekki? Gott væri að fá upplýsingar um það. Bestu kveðjur.


Vandi að velja

Ég sótti um inngöngu í tvo háskóla næsta vetur í fjarnámi. - Kennaraháskólann, vegna þess að síðustu 14 ár hef ég verið tónlistarkennari, og nú heimta menn á þeim bæ prófskírteini og pappíara. Ég sat á sínum tíma heilt ár í sálarfræði og tvö ár í heimspeki og hef eiginlega enga persónulega þörf fyrir að læra meira í þeim fræðum. Verst að ég skyldi ekki nenna að ljúka BA prófi þá. - Svo sótti ég líka um í Landbúnaðarháskólanum. Ég er viss um að það er miklu skemmtilegra. Vandinn er sá að ég efast stórlega um að afburða námshæfileikar mínir dugi til að stunda fjarnám í tveimur skólum í einu.  Nú þarf ég að velja - eða borga dágóða upphæð fyrir að hugsa mig um lengur.  Þeir allra nánustu telja að ég eigi að fara í Kennaraháskólann. Nú eru góð ráð vel þegin.


Tískuþáttur Guðrúnar

 

Í dag, föstudag, var hefðbundið pítsuát á besta pítsustað í heimi, Gallery Pizza. Á leiðinni þangað tók ég eftir því að ég hafði gleymt að klæða mig sómasamlega á efri hlutanum. Veðrið var svo gott að ég álpaðist út á náttskyrtunni. Hún er reyndar bara einhver stuttermabolur, og í þetta sinn var hann grár með gati - ekki mjög smart. Og hárið sneri örugglega líka öfugt - angandi af nýlegri fjósalykt. En þar eð menn mæta iðulega í vinnugallanum á þennan ágæta veitingastað, þá hafði ég ekki mjög miklar áhyggjur af þessum smáatriðum. Enda komst ég brátt að því að ég var alls ekki verst klædd á staðnum. Einhver náungi hafði nefnilega gleymt að gyrða sig. Báðar rasskinnarnar löfðu út fyrir buxnastrenginn ... Ekki beint til að örva matarlystina - hvað þá aðrar ónefndar hvatir. Hann var þó til allrar hamingju greinilega í nokkuð snyrtilegum nærbuxum.

Einu sinni í vetur reyndi ég að fá son minn 12 ára til að gyrða sig almennilega. Hann brást ókvæða við og spurði hvort ég vildi að hann liti út eins og hommi. Nú er ég sumsé búin að læra að það sé hommalegt að gyrða sig. Mér finnst samt eitthvað bogið við þetta allt saman. Eru ekki helstu forkólfarnir í tískuheiminum hommar? Hverjum skyldi hafa dottið í hug að það væri smart að láta rasskinnarnar lafa út fyrir buxnastrenginn? ... Hverjum datt í hug á sínum tíma að það væri smart að ganga í buxum sem væru rifnar á rassinum og láta skína í nærbuxurnar? ...  Mig grunar að þetta sé ekkert annað en snjallt samsæri. Ungir menn hafa heldur betur látið glepjast í þessum efnum. Eða eru einhverjar dömur tilbúnar að játa að þeim finnist þetta flott tíska?


Mici's episode

 

Mici the cat was born on my farm one year ago. I have too many cats, so she was given away as soon as possible. In September she moved into a Hungarian home in Iceland and was named Mici. She is famous in the Music School, because her new mama, being a music teacher, also has a talent for drawing, and decorated her teaching rooms with drawings of Mici. But Mici did not get a chance to become infamous in town. The new parents protected her from the outside world and kept her inside. During Christmas holidays Mici came to stay with me while the Hungarians went home. I agreed to let her stay inside most of the time, and locked her up in the bathroom. (Normally I don't keep cats in the house - except in the laundry room). Occasionally we took baths, and that's when Mici had the most fun. She likes water. Sometimes she would fall into the bathtub, but she did not mind. Only I got a scratch when she decided to jump out. Once during Christmas Mici escaped to outside and faced her mother, sister and other relatives. She did not like that one little bit. When I found her she was high up in a tree and all the other cats on their way up to get a closer look. It was a funny looking thing - a tree covered with cats - tree-hugger-cats. I did not join in, but waited for them to come down. They eventually did. Mici too. Now it's summer holiday and Mici is back. This time I refused to keep her inside. At the same time I was worried sick that I would loose her. She decided of course to become a wild cat. Only at midnight every night she returnes for food. She is a very punctual cat. And when fed, she demands to go outside again. And I let her. She likes to hide out in the trees. Today was different though. I'm thinking maybe Mici has a talent for weather forcasting. The TV forecast promised a sunny day, but Mici was found this morning napping on top of the dryer - that is where she feels safe. She accepted breakfast and then stayed in the laundry room all day. Guess what - it started raining in the afternoon - and no sun. The only fault in this theory is that Mici likes water. But - she may only like warm water, not the cold rain.

The amazing cat Mici  - always a source of wonder.

- To be continued - for sure.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband