Færsluflokkur: Bloggar
27.6.2007 | 23:50
Hrefnukjöt í matinn - nammi namm
Þessi þáttur er tileinkaður G. fræ. í Bretlandi. Þegar ég borða sérlega góðan mat þá verður mér alltaf hugsað til hennar. Í kvöld þurfti ég reyndar ekki að gera neitt nema ofnbaka kartöflubáta og steikja kryddlegið kjöt á pönnu. Mjög auðvelt. Svo hrærði ég hvítlaukssmjör. En þetta var ekkert venjulegt kjöt. Þetta var hrefnukjöt. Ég hef einu sinni keypt hrefnukjöt áður. Það var í tilraunaskyni. Það var ókryddað og frosið og mjög ódýrt, enda til sölu í Bónus. (Komum nánar að því síðar). Í það sinn skar ég kjötið í ræmur, lagði fyrst í mjólk og síðan í hvítlauk, engifer og soja, og e.t.v. eitthvað fleira sem ég man ekki. Svo var snöggsteikt grænmeti að austurlenskum hætti, kjötið einnig snöggsteikt og síðan var tilraunin tvískipt, annars vegar karrísósa og hins vegar ostrusósa. Sonur minn raðaði þessu öllu í sig með bestu lyst og óskaði eftir að hrefnukjöt yrði hér eftir fastur liður á matseðli heimilisins. Mér persónulega fannst aðeins of mikið villibráðarbragð af kjötinu, en hugsaði að ég hefði átt að láta það marinerast lengur. Síðan eru liðnir margir mánuðir, og hrefnukjöt hefur ekki verið til sölu þar sem við höfum átt leið um. Þangað til í dag. Þá var ég svo heppin að ráfa inn í það sem nú heitir Kjarval á Hellu og þar blasti við þetta fína kryddlegna hrefnukjöt - ófrosið - og pakkað í gær. Myndin utaná benti til að þetta skyldi steikjast eða grillast í heilu lagi - og ekki of lengi. Þegar heim kom var röndótta steikarpannan hituð vel, og sneiðarnar tvær sem komu úr pakkanum steiktar eins og um nautakjöt væri að ræða. Venjulega kaupi ég ekki kryddlegið kjöt, því mér finnst það alltaf of saltað og einhvern veginn skrítið. En hrefnukjötið var fullkomið. Alveg mátulega kryddað og fór vel með bökuðum kartöflum og hvítlaukssmjöri. Algjör dásemd. Sonurinn skolaði þessu niður með heilum lítra af beljumjólk sem ég fékk í skiptum fyrir gulrætur hjá nágrannabónda. (Ég er hrædd um að sá verði að fara að herða sig í gulrótaátinu, ef það á að haldast jafnvægi í þeim viðskiptum).
Talandi um beljumjólk - elskuleg kona færði okkur brodd nú í vikunni. Úr honum urðu þær bestu ábrestur sem ég hef smakkað. Ég vona að henni hafi líkað jarðarberin sem hún fékk í staðinn. Nú hefur jarðarberjatíðin hin fyrri náð hámarki, svo þeir sem ekki hafa haft rænu á að heimsækja mig nú í júní munu líklega missa af herlegheitunum.
Vinur okkar P. kom í sína árlegu júní-heimsókn um daginn. Þá er fastur liður að bera fram nýbakað rabarbarabrauð og grilla að kvöldi. Ég var búin að tilkynna honum að boðið yrði upp á grillaða kjúklinga, og hann hafði ekki hreyft mótmælum við því. Þess vegna kom mér dálítið á óvart að hann skyldi hafa með sér nesti á grillið. Klaustursbleikju. Það kom sér reyndar mjög vel, því nágrannakonan sem einnig var boðin í grillið tilkynnti að hún æti ekki kjúklinga nema í neyð.
Þegar kom að því að hella skyldi upp á kaffi þennan dag, þurfti að opna nýjan kaffipakka. Ég bauð P. að velja Gevalia eða eitthvað nýtt merki. Hann er alltaf til í að prófa eitthvað nýtt. Hann spurði hvar ég hefði fengið kaffið, og þegar ég svaraði ,,Bónus" sleppti hann pakkanum eins og hann hefði brennt sig og pakkinn skall í gólfið. Ég spurði hvort köngulló hefði verið á pakkanum. (Þannig hefði ég brugðist við því). Nei, hann hefur bara svona megnan ímugust á Bónusfeðgum. Hann borðar ekki mat úr Bónus nema í neyð. Ég reyndi að útskýra fyrir honum að við fátæklingarnir í sveitinni hefðum bara ekki efni á að hata Bónus. Næsta búð ku vera dýrasta búð á landinu, en þarnæsta búð er Bónus á Selfossi. Það sljákkaði aðeins í P., en ég held að hann hafi bara hlustað með öðru eyranu. Hann borðaði þó rabarbarabrauðið með góðri lyst, þrátt fyrir að rúsínurnar væru e.t.v. úr Bónus. Kjúklingarnir voru góðir, en næst þegar P. kemur í heimsókn verð ég að muna að bera fram heimaræktað kjöt eða fisk - eða hrefnu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.6.2007 | 02:28
17. júní - án rigningar - garðvinna
So I used the opportunity to do some garden-work, since there was no rain. Everybody else finish their garden clean-up before this day, but not me. We got up at a reasonable time and drove to town to see what was going on. Free breakfast at the school. Good idea. I like that. Then we drove to one of my fathers forestry-places to see how the trees grow. He always did that on 17th of June, so we made that into a tradition. Trees are doing fine. Global warming. Good so far. Then there was nap time. A person who stays up at night writing blogs has to sleep during the day. Everybody understands that . Also I was just generally tired. Then somebody came and I woke up and tried to convert my nap to sunbathing in the garden. Too cold. Not enough global warming yet. Lawnmowing was next. Dandelions have gone to seed. I like dandelions. I don't understand why the mayor of Hvolsvöllur has decided to go to war against these pretty flowers. They do no harm, and they are edible. I hear that the French use them in salads. My cows like them too. There are others I have declared war against: Tvítönn og sigurskúfur. Lamium og chamaenerion angustifolium. (Latin for uncle Gerry). They kill everything around them - except maybe Archangelica. I'm running a test in my garden to see if Angelica will overcome these invaders. I believe the tvítönn will be dead in a few years and I hope I will be able to stop the expansion of sigurskúfur. Sigurskúfur scored a few points though, when I read that it was edible and should be used as asparagus, and bees like it. I still have not tested that strange food and I put the bee idea on hold when my friend Dögg declared she would stop visiting me if I was going to keep bees. I like Dögg. But I have not found one good reason to like sigurskúfur. Can anyone out there give me one? Has anybody tasted it? Is it cow-food?
Then another thing. Why do people want to kill moss in their gardens? What is wrong with moss? I like moss. It is soft and nice. I would plant moss in my garden instead of grass.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.6.2007 | 02:26
La Traviata á Hvolsvelli
Hoping that all my friends and relatives read English, I have decided to convert to that wonderful language. Hello America, Hello Hungary, England, Sweden, Denmark, wherever you are. Our family from USA came to visit last week. We had a wonderful time, I hope they did too. I showed them the Saga Center, Ghost Center and Elfs and Troll-Center. Everything is a Center nowadays. It gives me the feeling that I'm living in an important place. If I ever was in doubt, now I'm sure. Last Friday I got the honor of introducing a New Yorker to opera - in Hvolsvöllur, of all places. I believe it was the first opera-show in Hvolsvöllur ever. It was not a whole opera, but the most beautiful arias from Verdi´s La Traviata, involving a Ukrainian-Icelandic singer, a pianist who played like a whole orchestra and Guðrún Ásmundsdóttir as narrator. I believe we can thank Guðrún for bringing this wonderful performance to us. They came in company of a few other very capable people and got a little decorative help from the locals. It was the Ópera Skagafjarðar on tour. I don't know enough English words to describe this. Fascinating, ravishing... wonderful. Alexandra Chernyshova was the most perfect Violetta, flirted like the devil, sang like an angel and died gracefully. I understand she lives in Hofsós. Imagine that.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.6.2007 | 01:54
Vestmannaeyjar - Paradís á jörð
Þriðja tilraun. Við fórum sumsé til Vestmannaeyja. Ungverjarnir eru tónlistarmenn í atvinnuleit, og það var eitt tilefni ferðarinnar. Svo er bara svo gaman að vera túristi í Vestmannaeyjum. Frændgarðurinn í Víkingaferðum tók á móti okkur, og það var alveg toppþjónusta. Unnur tók á móti okkur á flugvellinum og fór með okkur í rútuferð um eyjarnar. Sonur minn vill helst fara aftur strax til að æfa sig í spröngunni. Ég sprangaði líka - komin á fimmtugsaldurinn. Ég gleymdi því snöggvast hvað ég væri gömul og klöngraðist upp á klettinn. Svo þegar ég átti að stökkva framaf, þá mundi ég það. Skelfingin var algjör. En af því að hinir túristarnir og Unnur voru að horfa þá kunni ég ekki við að guggna á því. Ég bjóst við að mín síðasta stund væri upp runnin og ég yrði fyrsti maður til að farast í spröngunni. Svo ég ákvað að gera þetta með stæl, rak um ferlegt öskur og spriklaði eins og fiskur á öngli, en komst mér til mikillar undrunar heil á húfi niður. Svo var farið í bátsferð og kafteinn Simmi spilaði á Sax í hellinum. Það var ógleymanleg upplifun. Himnafaðirinn ákvað að vökva okkur aðeins á leiðinni, en það jók bara á stemminguna. Næst verð ég með linsurnar, svo ég sjái fuglana betur. Svo þornuðum við fljótt og vel við kaffi og kakódrykkju á Kaffi kró. Næst var farið í sædýrasafnið. Það var flott. Því næst í tónlistarskólann, hann er glæsilegur og við komumst einnig að því að hægt er að komast á sjóræningjasýningu. Hún var ekki í gangi, við sjáum hana vonandi næst. Í lok ferðarinnar fengum við dásamlegan kvöldverð sem kafteinninn eldaði á Krónni, og allt í boði hússins. Simmi og Unnur, takk kærlega fyrir okkur. Verið ævinlega velkomin á Langagerðisbúgarð að njóta allra gæða sem þar eru. Ekkert jafnast þó á við Eyjarnar og við mælum með Víkingaferðum - Viking Tours. Takk aftur, Simmi og Unnur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.6.2007 | 01:41
Vestmannaeyjar - paradís á jörð
Í dag fór ég til Vestmannaeyja. Ég er búin að vera á leiðinni þangað í sjö ár, en nú lét ég loks verða af því. Við fórum fjögur, sonur minn og tveir Ungverjar. Ég er tvisvar búin að skrifa þessa ferðasögu, sem er mun lengri en tvær línur, og reyna að birta, en tæknin er að stríða mér. Hún kemur vonandi seinna. Ég gefst upp í dag.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.6.2007 | 00:38
Fyrsta tilraun
Ég er að velta fyrir mér hvort ég verði ekki að fylgja straumnum og viðra hugsanir mínar á almannafæri. Mér skilst að það sé enginn maður með mönnum nema hann bloggi. Mér hefur reyndar ekki dottið neitt gáfulegt í hug nýlega, og opnun þessarar bloggsíðu var mesta afrekið mitt í dag. Annað sem ég gerði í dag var að halda örtónleika í leikskóla. Ég fór með þrjá litla fiðlunemendur mína og við spiluðum fyrir hóp af enn minni börnum. Það var mjög þakklátur áheyrendahópur og kom mér mjög á óvart. Ég hafði búist við að þau mundu halda fyrir eyrun og jafnvel púa og æpa á okkur. En aldeilis ekki. Þau hlustuðu af athygli, stillt og prúð. Þar sannaðist enn og aftur hve við vanmetum oft börnin okkar. Börn geta meira en við höldum. Það þarf bara að gefa þeim tækifæri. Ég hef sko verið að kynna mér kenningar Suzukis. Hann vissi hvað hann söng.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)