Færsluflokkur: Bloggar

Gleðileg jól!

Kæru vinir, bloggvinir, ættingjar, vinnufélagar, skólasystkin og aðrir,

Gleðileg jól og farsælt komandi ár.

Þakka góðar samverustundir, og sérstakar kveðjur til bloggvina, sem hafa opnað mér nýjan heim á árinu sem er að líða. Einnig þakka ég sérstaklega öllum sem sýndu okkur samúð og báðu fyrir okkur á erfiðum tíma.

Nú vinn ég í leikskóla og hélt þar af leiðandi að jólaundirbúningurinn yrði mun auðveldari en áður, þar eð ég þarf ekki lengur að hafa vinnuna með mér heim. Sumt var reyndar auðveldara, en sending jólakorta fór hins vegar alveg út um þúfur. Fyrst kom vírus í tölvuna, svo hætti prentarinn að virka og þá hugsaði ég að ég mundi bara kaupa jólakort þetta árið - nógur tími til að hugsa um það - og svo voru bara allt í einu komin jól. Menn fá því engin jólakort frá mér þetta árið. En það er ekki þar með sagt að ég hugsi ekki til ykkar. Og nú er ég svo heppin að hafa bloggið til að bjarga mér fyrir horn. Ég álít að þeir sem ekki nenna að lesa það þeim sé einnig sama hvort ég sendi þeim jólakort eða ekki.

Af okkur er allt gott að frétta, jólaundirbúningur hefur að öðru leyti farið fram með hefðbundnum hætti og horfur á að jólin verði ánægjuleg.

And for the English speaking: Merry Christmas and a Happy New Year!

 


Það hefur bæði kosti og galla

að deila tölvu með unglingi - en aðallega er það gallað. Það er kostur að hann kann nógu mikið til þess að geta veitt aðstoð ef maður lendir í minni háttar vandræðum - og maður getur auðveldlega fylgst með því hvað hann gerir í tölvunni. Gallinn er að tölvan getur skyndilega orðið full af einhverju óvelkomnu drasli. Og svo eru snúrurnar alltaf í flækju. Það fer ótrúlega í taugarnar á mér. Í dag er tölvan alveg Frisk-frísk, nýkomin úr hreinsun, eftir miklar árásir. Sérdeilis þægilegt að skipta við starfsmenn Friðriks Skúlasonar, þeim fannst greinilega að þær bæru algera ábyrgð á ástandinu og brugðust skjótt við eftir að unglingurinn hafði gefist upp. Loksins er hægt að blogga aftur! Ég gleðst nú yfir því að hafa fengið nýja bloggvini og býð þá velkomna. Af mér er ekkert að frétta, ég hef bara reynt að hvíla mig og safna kröftum. Vinnan í leikskólanum er þægileg, þar eru allir vinir og öllum líður vel. Þannig á það að vera. Ég vinn frá 11 til 5 og reyni að hjóla í vinnuna fjóra daga vikunnar. Það er mjög hressandi, sérstaklega í rigningu. Skrapp í verslunarferð til Reykjavíkur í dag og heyrði svo í fréttunum að menn hefðu átt að taka sér frí frá innkaupum einmitt í dag! Úpps! Of seint. Keypti alveg helling af dóti. Og ég var ekki ein um það. Stóra hryllingsbúðin var alveg morandi af kaupóðu fólki. Í dag var einmitt rétti dagurinn til að kaupa jólagjafirnar handa vinum og ættingjum í útlöndunum. Nú er það að mestu afgreitt - bara eftir að senda.

Að gefnu tilefni

skal það tekið fram að ég er ekki prestur. Ég er kuldaskræfa. Kuldsæl. Lærði það nýyrði í dag af frænda mínum að norðan. Lá í vesaldómi í dag, en í gær komst ég á tónleika í Skálholtskirkju. Það var mjög skemmtilegt, framandi hljóðfæratónlist og Kammerkór Suðurlands (eðahvaðhannnúheitir). Kórinn söng alveg listavel og nógu var efnisskráin löng. Vægt rasssæri gerði vart við sig er á leið og skiljum við ekki alveg hvers vegna er ekki boðið upp á almennileg sæti í þessari flottu kirkju. Ég er á móti þeirri reglu að kirkjusæti eigi að vera óþægileg. Maður sofnar alveg jafn auðveldlega þótt sætin séu óþægileg. Betra að bjóða upp á góð sæti og skikka presta til að vera skemmtilega. Um daginn komst ég líka á tónleika í Sögusetrinu, þar spilaði Sigrún Eðvaldsdóttir á fiðluna. Ótrúlega flott. Alltaf gaman að fara á tónleika í Sögusetrinu.

Ég og mamma

Mamma var alltaf vön að geifla sig og gretta þegar einhver miðaði á hana myndavél, og svo kvartaði hún sáran yfir því hversu hún væri púkaleg á öllum myndum! Mér finnst hins vegar alveg öfugt, að ég líti alltaf betur út á myndum en þegar ég lít í spegil. Ég gretti mig nefnilega alltaf þegar ég lít í spegil. Þessi náðist af okkur heima hjá Gunnari og Ingu árið 2005, þar sem mamma gleymdi að gretta sig og ég er gleraugnalaus.

 DSC00096


,,Áttu ekki einhverja vini?"

spurði læknirinn sem kom að líta á mig á laugardaginn. Sumir læknar eru svo fyndnir. Hann þurfti að klofa yfir moldarhrúgur á ganginum á leiðinni inn og hefur líklega ofboðið draslið sem fyrir augu bar. Ég reyndi að útskýra að ég hefði ekki haft heilsu til að taka til þennan dag, og þá fullyrti hann að það væri eins heima hjá honum sjálfum! Errm  Um morguninn hafði ég vaknað með svo mikinn svima að ég gat ekki farið á fætur. Þessvegna hringdi ég á lækni. Ég vildi vita hvort þetta væri eitthvað að ganga. Hann kvað svo ekki vera, og þá dró ég þá ályktun að ég væri bara svona þreytt. Það taldi hann fráleitt. Hann sagðist oft hafa þurft að gera 200 hluti og aldrei svimað. Hann ákvað að það væri vissara að líta á mig. Ég var svosem fegin því, það er ekkert grín þegar allir hlutir virðast hringsnúast! Þegar læknirinn kom síðdegis leið mér betur. Hann lét mig horfa á puttann á sér þangað til mig fór næstum að svima aftur (svona eins og í bíómyndunum) og nuddaði á mér axlirnar þangað til ég æpti. Mjög góður læknir. Ég lét móðan mása á meðan um flest sem mér lá á hjarta og þá kom þessi frábæra spurning. Jú, sem betur fer á ég góða vini, takk fyrir það öllsömul! Fæstir þora að skrifa hér á bloggið, en mér þykir ekki síður vænt um tölvupósta, símtöl og heimsóknir. Mér líkar t.d. alveg sérlega vel við fólk sem segir að ég sé gáfuð og skemmtileg! Og þeir sem heimsækja mig og taka til hjá mér lenda alveg í sérflokki. Læknirinn hefði nú bara átt að sjá hvernig leit út hérna áður en Balázs og Kitti tóku til í skrifstofunni! Eða áður en tekið var til í skemmunni! Það skal tekið fram að þessi læknir var ekki Guðmundur Benediktsson, en hann er ekki síður fyndinn og hefði eflaust leyst málið farsællega. Mig svimar ekki lengur.

Þakka auðsýnda samúð

og hlýleg orð sem fram komu í athugasemdunum við síðustu færslu. Jarðarförin var fjölmenn og Jóhannes Hinriksson stóð sig vel í sínu nýja prestshlutverki. Söngvurum og hljóðfæraleikurum þakka ég sérstaklega fyrir þeirra framlag. Balázs og Kitty spiluðu frábærlega og Maríanna og Öðlingarnir sungu eins og englar. Óskari Einarssyni færi ég hér með sérstakar þakkir fyrir að bregðast skjótt við og útsetja Ævibrautina fyrir okkur. Halldór og Öðlingarnir fóru létt með að koma henni vel til skila. Margir hafa haft orð á því hve þetta var falleg athöfn. Það vantaði bara Jóu, sagði einhver.  En lífið heldur áfram. Hjálpsamur maður aumkaðist yfir okkur eftirlifendur og tók til í skemmunni í dag, svo nú þurfum við ekki að skammast okkar niður í tær fyrir að bjóða fólki útí fjós. Sá hinn sami skrúfaði líka brotnu rúðuna úr útihurðinni svo nú er blindu fólki óhætt að koma og banka.


- Hún er svo mikil gleðikona!

Þannig lýsti lítil stúlka móður minni, setning sem seint gleymist. Og orðið gleðikona öðlaðist þar með nýja og betri merkingu, því móðir mín var að sjálfsögðu afar siðprúð kona. Þeir sem minnast hennar núna tala allir um hvað hún hafi verið glöð, jákvæð og bjartsýn. Þessir eiginleikar komu sér vel í veikindum hennar síðasta árið. Hún áleit alltaf að sér hlyti að fara að batna, alveg fram á næst síðasta dag. Hún lést s.l. miðvikudag, 79 ára gömul. Blessuð sé minning hennar.

Útförin fer fram frá Breiðabólstaðarkirkju í Fljótshlíð, laugardaginn 8. september, kl. 13:00


Kettir fást hér

Ég er ekki kattakona, en er hins vegar mjög hjálpsöm við að útvega fólki ketti. Ég hef ketti bara til þess að dýralíf haldist í jafnvægi á bænum og til að skemmta börnum. Sú var tíðin að þeir fjölguðu sér stjórnlaust í fjósinu, en nú hefur mér tekist að færa hjörðina að mestu inn í þvottahús, og villikettir heyra brátt sögunni til.  Formóðir kattanna var mjög loðin og fróðir menn sögðu að hún væri líklega norskur skógarköttur. Hún settist upp hér að eigin frumkvæði og naut verndar móður minnar sem gat ekki horft upp á svangan kött. Svo komu kettlingar. Einu sinni komu fjórir gulir - og þeir fengu góð heimili og mikið hrós fyrir gæði. Á tímabili átti ég engan hund og þá var ein bröndótt - dóttir þeirrar loðnu - sem tók að sér það hlutverk - að vera hundur. Hún elti mig hvert sem ég fór og varð mjög gæf. Hún gaf okkur jólaköttinn árið 2005. Sá þótti ekki fríður. Sbr. mynd.Jólakötturinn 2005

Þessi köttur breyttist í mikla fegurðardís með aldrinum og er nú kattamóðirin á bænum. Hún varð mjög loðin eins og amman og er orðin mjög virðuleg.

Af mömmu hennar er það að segja að hún flutti að heiman. Henni líkaði ekki við hundinn Lappa og eftir nokkurra ára baráttu fann hún sér nýtt heimili - hjá vinum mínum á Akri. Þar fæddust fimm kettlingar í sumar - einn er frátekinn, en mér skilst að hinir fjórir séu á lausu. Ég fór í dag að taka myndir.

Gulur - ljósmyndafyrirsætanÞað er erfiðara en ég hélt að taka myndir af kettlingum. Þeir stoppa ekki! Gulur sýndi þessu þó örlítinn skilning.

Bröndóttur og röndóttur!Einn er röndóttur! Ég náði líka andlitinu:

Bröndóttur í framanBröndóttur í framan.

Næstum búin að ná þremur hér!kettir að spásséra

Brandur fær sér blundLoksins stoppaði einn!

Þeir sem hafa áhuga á að eignast þessa ketti vinsamlegast hafið samband á netfangið goodster@hive.is 

 


Bloggvinir

My son takes after his father. That is fine, except when I sit down to have a cozy moment at the blog-business, with my tea, a new computer has been built next to the one I use and all the cords plugged out and replugged into the new monster. Of course nothing is put back the way it was and I have to spend time unraveling the mess and finding the right holes. And some programs have been updated - to make everything more complicated for me. And then he says: Too bad that you are not a computer expert!

Ég er þó komin svo langt að ég þykist vera búin að átta mig nokkurn veginn á blogginu. Ég er búin að sanka að mér ágætasta safni af bloggvinum, eins og sjá má, þar sem hver hefur sína sérstöku visku fram að færa. Anna frænka er frænka mín og nágranni, og það eitt er nóg til að nauðsynlegt sé að fylgjast með henni - verst að hún hefur eiginlega ekkert skrifað eftir að bloggvinátta okkar hófst! Mér finnst að hún ætti að fara að bæta úr því.  Bjarki er merkismaður og hefur sérstaka köllun hér á blogginu - held ég - annars þekki ég hann ekki neitt. Svo eru hvítsynningaprestarnir, Snorri er sérfræðingur í Ísraelsfræðum með meiru, Kristinn er safnaðarhirðir og Böðvar- mrbig á örugglega eftir að láta að sér kveða. Jóna færir okkur stórskemmtilegar limrur á hverjum degi - þekki hana annars ekki neitt. Zoa, Nimbus og Edda eru algerlega í sérflokki hvað varðar skemmtanagildi - þekki þau heldur ekki. Nimbus og Einar eru nauðsynlegir í veðurfræðinni og stjörnufræðivefinn pantaði ég handa syninum. (Það er ekki að virka). Ég skipti mér ekki af pólitík, en Steinunn var samt pöntuð - hún titlar sig skógarbónda - og við erum líka mestu nágrannarnir - gott að vita hvernig henni gengur að rækta skjól handa mér! Þá er ótalin, síðast en ekki síst, trúkonan, sem er ágæt vinkona mín og nágranni. Tveir í viðbót hafa verið pantaðir - ekki víst að þau vilji mig - kemur í ljós. Sumir eru svo áberandi í umræðunni að það er óþarfi að gera þá að bloggvinum - maður les þá samt. - Þessi skrif kviknuðu vegna þess að ég var að lesa hugleiðingar annarra bloggara um tilgang bloggvina. Það sparar tíma að eiga bloggvini - og svo ímynda ég mér að það sé gaman fyrir bloggvinina að vita að einhver vilji fylgjast með því sem þeir skrifa. Einfalt mál. Nema þetta með tímasparnaðinn - það er tvíbent. Það er örugglega meiri tímasparnaður að blogga alls ekki. En ég ætla að horfa framhjá því í bili.


The Crazy First Weekend of August

seems to be getting less crazy - they say. It used to be the weekend when everybody went out of town seeking an outdoor festival. Too much traffic, too much alcohol, too many accidents, too much everything. Not to mention drugs and rapes. Now people have discovered that there are other choices. The Christian Kirkjulækjarkot festival - Kotmót - in my neighborhood is constantly growing. I have been there every year since I remember - almost half a century - and seen a lot of change. But one thing never changes: People go there with different expectations and receive more than they expected - for free. Many people establish a relationship with God and their lives change. We meet old friends, find new friends and the music is wonderful. What I liked best this year was the program for teenagers. The young people are so enthusiastic - there is definitely a hope for this world. At the end of this weekend I make bread, according to my own tradition, for those who care to visit me. Seventeen people showed up this time.

Speglunarspjall að loknu Kotmóti fór vel fram og menn voru svo almennilegir að kaupa gulrætur í leiðinni, eins og oft áður - meiri þörf á því núna en áður. Einhver gleymdi svartri flíspeysu - hún verður geymd þangað til næst. Framundan er atvinnuleysi - en nóg að gera - berjatínsla, sveppatínsla og Suzuki-námskeið, og síðan fjarnámið í Kennaraháskólanum. Það hefst með ratleik - ratleik... ekki minn stíll. Mér hefur verið hálfflökurt síðan ég fékk tilkynninguna um þennan ratleik. Ég óttaðist að ég hefði skráð mig í vitlausan skóla. Í dag kom hins vegar nemandi í fyrsta fiðlutímann eftir sumarfrí og það rifjaðist upp fyrir mér hvað mér finnst gaman að kenna. Kannski verður þetta allt í lagi - nánari fréttir verða skráðar hér þegar þar að kemur.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband