Vandræði leyst og heyskapur búinn - í bili

Ég var ekki fyrr búin að auglýsa eftir geymsluplássinu en vinkona, sem alltaf er vinur í raun, bauðst til að taka að sér allt heila klabbið.  - Í gær birtist líka altmuligmaðurinn, svo nú verður ráðist í að mála þök - eða a.m.k. undirbúning þess - þá fimm daga sem hann ætlar að staldra við. Fleiri hjálparmenn eru velkomnir - lofthræðsla engin fyrirstaða - nóg tjaldstæði.  Að því loknu verður hægt að huga að móðurættar-frænkusamkvæmi.  Ég veit ekki hvort það þýðir nokkuð að tala við þessar frænkur hér, nema Guðnýju, hinar eru allar svo hlédrægar, og örugglega ekki tölvusjúklingar. Fróðlegt verður að sjá hvort þær gefa sig fram til að mótmæla þessum ummælum.  Hvernig líst ykkur á föstudaginn þrettánda (Hm! hvað skyldi talnaspekingurinn segja við því - ætli það sé hentugt að halda frænkupartí þá?! 2007 er hvort sem er bara 9, og 13 og 9 bara ... eða hvernig var þetta...) Fimmtudagurinn tólfti kemur einnig til greina ef þið eruð mjög hjátrúarfullar - eru ekki hvort sem er allir í sumarfríi?  


Ha - talnaspekingur - hvað er nú það?

,,Það getur alveg gengið upp," sagði talnaspekingurinn. (Ótrúlegt viðtal). Dettur fólki í alvöru í hug að það hafi áhrif á farsæld hjónabandsins að gifta sig 7. júlí 2007?  Ég hélt að fólk vildi gifta sig á þessum degi til að það væri auðveldara að muna eftir brúðkaupsdeginum seinna meir.

Happy Holiday!

4.júlí

Happy Holiday to the Americans. We celebrated by haying today. Some people got to drive the tractor a lot. It counts as celebration - for him. We have had almost no rain for a month, so we decided to cut grass, using the last dry days, according to the weather forecast. We were going to roll and wrap tomorrow. Then they changed the forecast. Now they are sending us rain tomorrow. I stole the picture above from the weatherman's blog-site, in revenge. Not that I'm surprised, rain always comes one day early around here. I should have known better. Now we have to get up early in the morning to finish in time.


Köngullóa-þáttur

Sko! Ég er ekki ein um að halda köngullær! Hrossið í haganum (bloggari) gerir það líka! Komst að því mér til mikillar ánægju hér áðan. (Þurfti bara aðeins að skreppa frá og sinna túnslætti - í rigningarskúrinni sem allir hafa beðið eftir - og illgresið er líka heldur sneypulegt núna, komið í safnhauginn mestallt). Köngullærnar sko: Flestir sem heimsækja mig eru stórhneykslaðir á þessum fénaði sem hangir utaná húsinu. Sérstaklega í ljósi þess að ég var alin upp við mikla fóbíu gagnvart köngullóm. Mamma hatar köngullær. (Mér finnst flott að skrifa köngulló með tveimur l-um).  Ég minnist þess frá bernskunni að skerandi óp frá mömmu táknaði alltaf hlaupandi köngulló. Hún og pabbi geymdu gjarnan ýmislegt dót í pappakössum og það líkaði köngullónum vel. Eins földu þær sig á bak við skápa sem sjaldan voru hreyfðir og þær ósvífnu gengu jafnvel frá sér undir rúmi. Svo þegar þær héldu að enginn sæi til hlupu þær eins og fætur toguðu á milli felustaðanna. En mamma fylgdist vel með. Og þá kom veinið - köngullóa-veinið. (Ég er ekki enn búin að læra að gera svona gul andlit - en hér væri viðeigandi að setja eitt þannig). Ég var næmur krakki, og lærði fljótt að öskra hástöfum ef ég sá köngulló. Svo um tvítugt fór ég að vinna í skógrækt. Þar voru gróðurhús og köngullær. Ég var alltaf álitin hálfskrýtin, því ég fór ekki inn í gróðurhús án þess að sveifla hrífuskafti á undan mér - altso til að hreinsa niður köngullærnar. - Mamma skildi ekki hvernig ég gat unnið þarna. - Svo upphófst hlýnun jarðar og svona gróðurhúsaköngullær urðu algengar um allt land - held ég - utanhúss. Og löngu seinna eignaðist ég mitt eigið gróðurhús - með köngullóm. Nú hefur það runnið upp fyrir mér að köngullær eru ekki allar eins. Mér er ennþá meinilla við þessar undirförlu sem fela sig í skúmaskotum. Og ég mundi heldur ekki vilja hafa þessa sem flutti inn í hús á Krít um daginn. Og ekki þá sem ég sá í Ísrael um árið. Ég held að hún hafi verið frænka þessarar á Krít. Hún hljóp upp á bak á einum samferðamanninum. Ógleymanlegur hryllingur. Maðurinn tók því með ró, enda sér maður svo illa niður á bak á sér.  - Víkjum aftur að þessum íslensku. Ég keypti mér geymslukassa úr plasti í Rúmfatalagernum. Skúmaskotaköngullær hafa engan áhuga á að búa í þeim. Eru þær því að mestu útdauðar. Hinar sem hanga utaná húsinu eru í vinnu við að éta flugur. Og veitir ekki af, því ég bý í sveit. Og flugum finnst eins og mér, betra að búa í sveit. Og við viljum ekki nota eitur, því þá drepst alltaf eitthvað fleira óvart. Ekki má drepa bumble bees, hvað svosem þær heita nú á íslensku, þær eru í vinnu í gróðurhúsinu - þær eru svo svakalegar hlussur að þær taka varla eftir því þótt þær fljúgi á köngullóarvef.  Hins vegar var einu sinni lítill fugl í fjósinu, hann flaug í köngullóarvef og lenti í hálfgerðum vandræðum. Honum tókst þó að losa sig áður en hjálp barst (frá mér), en köngullóin þurfti að ráðast í gagngerar endurbætur. (Nú er ég komin út fyrir efnið). Ég lendi stundum í því, eins og Hrossið, að köngullær fá sér gönguferð inn loft í svefnherberginu, þess vegna þarf að skanna vel áður en maður fer að sofa, og helst fara seint að sofa. Sjá nánar um þetta í athugsemd hjá Hrossinu. Köngullóakveðjur.

Velkominn Snorri!

Fann loksins fólk úr alvöruheiminum, eina frænku og þrjá hvítsynninga. Enginn nema Snorri hefur gefið sig fram ennþá, en það er eðlilegt á þessum árstíma. Aldrei hefði ég trúað því á sjálfa mig að hanga í tölvunni á miðju sumri. Þetta blogg-vesen er orðið miklu skemmtilegra en mig óraði fyrir. Illgresið í gróðurhúsinu tekur glottandi á móti mér á hverjum degi, það blómstrar og býr sig nú undir að sá sér. Ég er hrædd um að ég verði að bregðast við því ekki seinna en í dag. Bless í bili.

Hlakka til að lesa meira frá Eddu

Takk Edda fyrir að bætast í litla bloggvinahópinn minn. Mér hefur alltaf fundist þú skemmtilegasta leikkona í heimi - en ég vissi ekki fyrr en í gær að þú værir bloggari. Enda byrjandi sjálf. Hlakka til að lesa meira frá þér.


Sjálfsbjargarviðleitni?

Alltaf sér maður eitthvað skemmtilegt, ef maður hefur augun opin. Nýlega var ég á leiðinni að heimsækja mömmu á elliheimilið og sá þá að jeppi með hestakerru var stopp á veginum. Það er algengt að svona ökutæki stoppi við sjoppu, eða við afleggjara, en þarna var hvorugt. Bara vegur - og tún. Svo ósjálfrátt hvörfluðu augun aftur að þessu fyrirbæri. Sá ég þá að tvær manneskjur stukku út úr bílnum með svarta ruslapoka. Nú glápti ég alveg hiklaust. Manneskjurnar þrömmuðu út á túnið, þar sem einhver hafði haft fyrir að slá og snúa daginn áður, og tóku að troða heyinu í pokana! Að því loknu var pokunum troðið inn í bílinn og ekið áfram. Stórskemmtileg sjón. Ég vona bara að gæðingarnir hafi ekki fengið magapínu, því mín reynsla er sú að hálfþurrt hey hitni fljótt í svona plastpokum - ekki svo að skilja að ég hafi reynslu af svona athæfi - en það hefur komið fyrir að maður hafi hreinsað garðinn á þennan hátt.

Ekki alveg vinalaus

Takk Bjarki fyrir að vilja vera bloggvinur minn. Gaman að sjá hvað þú ert heilbrigður og jákvæður, ég hlakka til að lesa það sem þú skrifar næst. Ég finn ekki marga vini mína úr alvöruheiminum hér á blogginu, en ég sé að það gerir ekkert til, hér er nóg af skemmtilegu fólki.

Lappi's episode

Since Mici has her own program, Lappi should have his. Lappi is the best dog I've ever had. But my friends do not think so. He seems not to like guests. In my opinion he lets me know when I have company, when I receive mail, when the cow-gang shows up and when the garbage gets picked up. This is important information to me. Lappi knows that. So he barks - and growls - and makes himself bigger, to show people how important he is. He occasionally sends the same message to the neighbor's horses, but it is with permission. My neighbor thinks it is important that horses get used to dog's barking. Horse-riders passing by on the other hand are not so happy with Lappi's intervention. I can understand that. I rembember when I was a horse-person, I didn't like barking dogs. But nobody is perfect. So people are afraid of Lappi. They think he is going to bite. Lappi is five years old, and I thought he would never bite, but this spring he made a technical mistake (tæknileg mistök). There was no blood, but it was a proof that Lappi is dangerous. Now people are advised to call before arriving, so that Lappi can be contained. Of course once you're inside the house Lappi turnes into the sweetest dog you've ever met. He will warm up your feet - whether you need it or not, and be polite in every way.

Mici's episode 2

Mici is getting used to the wild life. And I think I may have been mistaken about her weather forecast talents. The next day was sunny, but she stayed inside. Now I think she misses her Hungarian parents. She likes to have a hug more than once a day, so she makes herself visible more often. She still has occasional riots with Lappi, but more often she lets him lick her ears. - Are you there, Hungarian cat-parents - did you find my blog- site?

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband