1.9.2007 | 00:32
- Hún er svo mikil gleðikona!
Þannig lýsti lítil stúlka móður minni, setning sem seint gleymist. Og orðið gleðikona öðlaðist þar með nýja og betri merkingu, því móðir mín var að sjálfsögðu afar siðprúð kona. Þeir sem minnast hennar núna tala allir um hvað hún hafi verið glöð, jákvæð og bjartsýn. Þessir eiginleikar komu sér vel í veikindum hennar síðasta árið. Hún áleit alltaf að sér hlyti að fara að batna, alveg fram á næst síðasta dag. Hún lést s.l. miðvikudag, 79 ára gömul. Blessuð sé minning hennar.
Útförin fer fram frá Breiðabólstaðarkirkju í Fljótshlíð, laugardaginn 8. september, kl. 13:00
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
11.8.2007 | 17:58
Kettir fást hér
Ég er ekki kattakona, en er hins vegar mjög hjálpsöm við að útvega fólki ketti. Ég hef ketti bara til þess að dýralíf haldist í jafnvægi á bænum og til að skemmta börnum. Sú var tíðin að þeir fjölguðu sér stjórnlaust í fjósinu, en nú hefur mér tekist að færa hjörðina að mestu inn í þvottahús, og villikettir heyra brátt sögunni til. Formóðir kattanna var mjög loðin og fróðir menn sögðu að hún væri líklega norskur skógarköttur. Hún settist upp hér að eigin frumkvæði og naut verndar móður minnar sem gat ekki horft upp á svangan kött. Svo komu kettlingar. Einu sinni komu fjórir gulir - og þeir fengu góð heimili og mikið hrós fyrir gæði. Á tímabili átti ég engan hund og þá var ein bröndótt - dóttir þeirrar loðnu - sem tók að sér það hlutverk - að vera hundur. Hún elti mig hvert sem ég fór og varð mjög gæf. Hún gaf okkur jólaköttinn árið 2005. Sá þótti ekki fríður. Sbr. mynd.
Þessi köttur breyttist í mikla fegurðardís með aldrinum og er nú kattamóðirin á bænum. Hún varð mjög loðin eins og amman og er orðin mjög virðuleg.
Af mömmu hennar er það að segja að hún flutti að heiman. Henni líkaði ekki við hundinn Lappa og eftir nokkurra ára baráttu fann hún sér nýtt heimili - hjá vinum mínum á Akri. Þar fæddust fimm kettlingar í sumar - einn er frátekinn, en mér skilst að hinir fjórir séu á lausu. Ég fór í dag að taka myndir.
Það er erfiðara en ég hélt að taka myndir af kettlingum. Þeir stoppa ekki! Gulur sýndi þessu þó örlítinn skilning.
Einn er röndóttur! Ég náði líka andlitinu:
Þeir sem hafa áhuga á að eignast þessa ketti vinsamlegast hafið samband á netfangið goodster@hive.is
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.8.2007 | 01:59
Bloggvinir
My son takes after his father. That is fine, except when I sit down to have a cozy moment at the blog-business, with my tea, a new computer has been built next to the one I use and all the cords plugged out and replugged into the new monster. Of course nothing is put back the way it was and I have to spend time unraveling the mess and finding the right holes. And some programs have been updated - to make everything more complicated for me. And then he says: Too bad that you are not a computer expert!
Ég er þó komin svo langt að ég þykist vera búin að átta mig nokkurn veginn á blogginu. Ég er búin að sanka að mér ágætasta safni af bloggvinum, eins og sjá má, þar sem hver hefur sína sérstöku visku fram að færa. Anna frænka er frænka mín og nágranni, og það eitt er nóg til að nauðsynlegt sé að fylgjast með henni - verst að hún hefur eiginlega ekkert skrifað eftir að bloggvinátta okkar hófst! Mér finnst að hún ætti að fara að bæta úr því. Bjarki er merkismaður og hefur sérstaka köllun hér á blogginu - held ég - annars þekki ég hann ekki neitt. Svo eru hvítsynningaprestarnir, Snorri er sérfræðingur í Ísraelsfræðum með meiru, Kristinn er safnaðarhirðir og Böðvar- mrbig á örugglega eftir að láta að sér kveða. Jóna færir okkur stórskemmtilegar limrur á hverjum degi - þekki hana annars ekki neitt. Zoa, Nimbus og Edda eru algerlega í sérflokki hvað varðar skemmtanagildi - þekki þau heldur ekki. Nimbus og Einar eru nauðsynlegir í veðurfræðinni og stjörnufræðivefinn pantaði ég handa syninum. (Það er ekki að virka). Ég skipti mér ekki af pólitík, en Steinunn var samt pöntuð - hún titlar sig skógarbónda - og við erum líka mestu nágrannarnir - gott að vita hvernig henni gengur að rækta skjól handa mér! Þá er ótalin, síðast en ekki síst, trúkonan, sem er ágæt vinkona mín og nágranni. Tveir í viðbót hafa verið pantaðir - ekki víst að þau vilji mig - kemur í ljós. Sumir eru svo áberandi í umræðunni að það er óþarfi að gera þá að bloggvinum - maður les þá samt. - Þessi skrif kviknuðu vegna þess að ég var að lesa hugleiðingar annarra bloggara um tilgang bloggvina. Það sparar tíma að eiga bloggvini - og svo ímynda ég mér að það sé gaman fyrir bloggvinina að vita að einhver vilji fylgjast með því sem þeir skrifa. Einfalt mál. Nema þetta með tímasparnaðinn - það er tvíbent. Það er örugglega meiri tímasparnaður að blogga alls ekki. En ég ætla að horfa framhjá því í bili.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.8.2007 | 02:32
The Crazy First Weekend of August
seems to be getting less crazy - they say. It used to be the weekend when everybody went out of town seeking an outdoor festival. Too much traffic, too much alcohol, too many accidents, too much everything. Not to mention drugs and rapes. Now people have discovered that there are other choices. The Christian Kirkjulækjarkot festival - Kotmót - in my neighborhood is constantly growing. I have been there every year since I remember - almost half a century - and seen a lot of change. But one thing never changes: People go there with different expectations and receive more than they expected - for free. Many people establish a relationship with God and their lives change. We meet old friends, find new friends and the music is wonderful. What I liked best this year was the program for teenagers. The young people are so enthusiastic - there is definitely a hope for this world. At the end of this weekend I make bread, according to my own tradition, for those who care to visit me. Seventeen people showed up this time.
Speglunarspjall að loknu Kotmóti fór vel fram og menn voru svo almennilegir að kaupa gulrætur í leiðinni, eins og oft áður - meiri þörf á því núna en áður. Einhver gleymdi svartri flíspeysu - hún verður geymd þangað til næst. Framundan er atvinnuleysi - en nóg að gera - berjatínsla, sveppatínsla og Suzuki-námskeið, og síðan fjarnámið í Kennaraháskólanum. Það hefst með ratleik - ratleik... ekki minn stíll. Mér hefur verið hálfflökurt síðan ég fékk tilkynninguna um þennan ratleik. Ég óttaðist að ég hefði skráð mig í vitlausan skóla. Í dag kom hins vegar nemandi í fyrsta fiðlutímann eftir sumarfrí og það rifjaðist upp fyrir mér hvað mér finnst gaman að kenna. Kannski verður þetta allt í lagi - nánari fréttir verða skráðar hér þegar þar að kemur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.7.2007 | 00:41
And another picture!
Jim had many friends called Jón. Here is one, Jón Baldur, with me and Markús, plus cat and Lappi trying to join in. Cynthia took the picture last year - thank you Cynthia - (she is too busy to read blogs). Jón gave permission to publish. Markús has had a haircut since then.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
29.7.2007 | 02:25
Mynd
Ég stefni að því að birta myndir. Hér kemur ein sem Kitti Kovác tók í Vestmannaeyjum í vor við undirleik Simma kafteins. Birt með leyfi. Einhver hér á blogginu var að láta kjósa um fallegasta stað á Íslandi, en gaf ekki kost á að kjósa Vestmannaeyjar! Fatta það ekki alveg.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 02:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
29.7.2007 | 01:11
Einu sinni keypti ég mér bíl
frekar stóran og mikinn. Ég hafði af þessu nokkurt samviskubit, svo ég fékk mér reiðhjól í leiðinni. Og hugsaði með mér að ég þyrfti ekki að nota þennan bíl svo mikið, ég gæti bara hjólað í vinnuna og notað bílinn til spari. Núna, fjórtán árum seinna, hefur bíllinn borið mig næstum tvöhundruðþúsund kílómetra, án þess að kvarta, en reiðhjólið hefur virkað vel sem statíf fyrir köngullóarvefi úti í skemmu. Nú skal verða breyting á þessu. Köngullærnar mega nú búast við því að verða viðraðar daglega á næstunni. Við fórum í eina bæjarferð í dag í blíðviðrinu og það var alveg dásamleg upplifun. Ég hef fengið mig fullsadda af hraða og stressi. Til hvers að vinna eins og vitleysingur og nota helminginn af laununum í að reka tvo bíla? Slow farm. Það er málið. Ég byrja í launalausu ársleyfi 1. ágúst. Ég hef þrjá daga til að æfa mig í slow life. Svo tekur alvaran við.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.7.2007 | 02:06
Painting of the roofs finished
They are green. Mostly green. No rain for two weeks! Extraordinary! Just so that I could finish painting - I think. Some neighbors had rain - but not me.
My mother finally moved to a decent apartment - a little smaller than the older one. No sooner had I moved all her things up to the third floor, than they decided to move her to another place - smaller, and much better. My house and both cars are now full of junk - I mean her stuff. My next project is sorting everything. Not fun. Einar the handyman-painter left today with his car full of stuff that he took into permanent fostercare. I'm in no doubt that Einar is an angel in disguise. I mean, look at the weather we got!
Last Saturday we took a break and attended a jazz concert in Skógar. It was fabulous. Andrea Gylfadóttir, singer, Björn Thoroddsen, guitar, plus others - what a team. Afterwards we enjoyed Annika's hospitality - a midnight barbeque - quite excellent. Thanks to everyone!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.7.2007 | 01:04
Ullarpöddur!
Útigrillaðar ullarpöddur, sagði altmuligmaðurinn þegar hann var spurður hvað væri í matinn. Alltaf er maður að læra ný orð. Hann hefur þó tæplega lært þetta af adáendum sauðkindarinnar. Ónefndur nágranni liggur undir grun.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.7.2007 | 01:11
News Report
Time for an English report. Einar the handyman shoved up last week and was immediately put to work. This year's project is painting the roofs. Last year we made a plan to 2009. We are on schedule - more or less. God is giving us the most perfect weather, nice and sunny. Markús is helping a lot, but is not too happy about always having to stay on the safe side - he would much rather risk his life. Einar risks his life all the time, but we hope he will last long enough to finish - and get old.
Those who want to send fan-mail to Markús and Einar please send to nocf6@hotmail.com
Pictures will be sent out eventually.
Blog is much fun - did I say that already? Markús is now planning on limiting my computer-time...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)