9.1.2008 | 23:34
Flensupest
Lítið hægt að gera nema skoða blogg, tala í síma og sofa. G-fræ er líka með flensu. Talaði við hana í dag. Ég er ekki vön að vera veik svona marga daga í einu. Þetta er að verða þreytandi. Mér er ekki að batna. Fyndið í skaupinu þetta með landsþing bloggara! Fannst ykkur það ekki? Nú hef ég ekkert að segja, en held samt áfram að skrifa af því að mér leiðist svo mikið. Allir farnir að sofa - nema náttúrlega bloggarar. Nátt-bloggarar. Ég nenni ekki að hafa þras á mínu bloggi. Það er bannað hér. Ég er kristin, og ef einhver vill ræða kristindóm við mig, þá getur hann sent mér tölvupóst á goodster@hive.is Ég á fullt af kristnum bloggvinum sem bjóða uppá opinbert þras, og vísast hér með á þá, fyrir þá sem það vilja. Mér finnst bara gaman að þrasa við einn í einu. Annars verður það svo ómarkvisst. Eins og í kennslunni. Mér finnst gaman að kenna einum í einu. Eins og í tónlistarkennslu. Ég er ekki hópsál. Mér finnst gaman að skrifa bréf. Einu sinni átti ég fullt af pennavinum. Nú er blogg. Það er eiginlega meira spennandi. Kannski á maður bloggvini sem maður veit ekkert um! Ekki skilja allir eftir skilaboð. Þessi færsla er orðin nógu löng - og leiðinleg.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.1.2008 | 01:27
Afmæli nálgast
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
4.1.2008 | 00:01
Gleðilegt nýtt ár!
Áramótin sluppu fyrir horn. Það var svo mikið rok að flugeldarnir flugu lárétt. Markús lét það ekki á sig fá og dreif sig út á milli éljanna vopnaður sprengjum sem hann plataði ,,frænda" sinn að norðan til að gefa sér í jólagjöf. Frændinn og ég þurftum svo að standa og horfa á, en það kom ekki að sök, því við eigum svo góða kuldagalla.
Það var farið í Oddakirkju á gamlárskvöld, en lítið var um hátíðarguðsþjónustur á nýársdag. Ekki virðist lengur til siðs að bjóða upp á slíkt í þessu héraði. Tveir gestir komu hins vegar á nýársdag, þau töldu að við værum líklegust til að vera í standi til að taka á móti gestum á þessum degi, þar eð við mundum örugglega ekki þjást af þynnku eða öðrum bagalegum fylgifiskum áramóta. Við vorum mjög ánægð með að hafa orðið fyrir valinu, enda var ég búin að baka tvær kökur þegar hér var komið sögu. Var líka svo heppin að vera komin á fætur fyrir kaffi.
Fór til Reykjavíkur í gær í herlegheitasamkvæmi sem haldið var til heiðurs Guðnýju frænku minni. Þar voru veitingar með afbrigðum góðar, enda lögðust allir á eitt. Þegar á leið hófst upp söngur og var þá því líkast að komið væri inn á safnaðarsamkomu hvítsynninga fyrir fjörutíu árum. Það hlýjaði manni heldur betur um hjartaræturnar. Markús eignaðist nýjan vin á meðan. Hann er kallaður Bob. Þeir hafa mikinn áhuga á bifreiðum. Nú verður auðveldara að skipuleggja ferðina til Bretlands, því Bob ætlar að bjóða Markúsi í ökuferð á einhverju tryllitæki sem ég kann ekki að nefna.
Ég gladdist heldur betur áðan þegar ég komst að því að Rósa Aðalsteinsdóttir vinkona okkar er byrjuð að blogga. Ég hvet alla til að skoða síðuna hennar. Ég komst einnig að því að Ragnar frændi minn er bloggari. Hann er líka mikill merkismaður.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.12.2007 | 11:27
Gleðileg jól!
Kæru vinir, bloggvinir, ættingjar, vinnufélagar, skólasystkin og aðrir,
Gleðileg jól og farsælt komandi ár.
Þakka góðar samverustundir, og sérstakar kveðjur til bloggvina, sem hafa opnað mér nýjan heim á árinu sem er að líða. Einnig þakka ég sérstaklega öllum sem sýndu okkur samúð og báðu fyrir okkur á erfiðum tíma.
Nú vinn ég í leikskóla og hélt þar af leiðandi að jólaundirbúningurinn yrði mun auðveldari en áður, þar eð ég þarf ekki lengur að hafa vinnuna með mér heim. Sumt var reyndar auðveldara, en sending jólakorta fór hins vegar alveg út um þúfur. Fyrst kom vírus í tölvuna, svo hætti prentarinn að virka og þá hugsaði ég að ég mundi bara kaupa jólakort þetta árið - nógur tími til að hugsa um það - og svo voru bara allt í einu komin jól. Menn fá því engin jólakort frá mér þetta árið. En það er ekki þar með sagt að ég hugsi ekki til ykkar. Og nú er ég svo heppin að hafa bloggið til að bjarga mér fyrir horn. Ég álít að þeir sem ekki nenna að lesa það þeim sé einnig sama hvort ég sendi þeim jólakort eða ekki.
Af okkur er allt gott að frétta, jólaundirbúningur hefur að öðru leyti farið fram með hefðbundnum hætti og horfur á að jólin verði ánægjuleg.
And for the English speaking: Merry Christmas and a Happy New Year!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
16.12.2007 | 22:20
Uppskriftir
Vegna fjölda áskorana hef ég ákveðið að birta hér leiðbeiningar um brauðgerð og kökubakstur.
Brauðið lærði ég upphaflega af frænku minni, Sigurlínu Jóhannsdóttur, en súkkulaðikakan kemur frá Anniku, vinkonu minni á Ysta-Skála. Minni háttar breytingar hafa verið gerðar.
Langagerðisbrauð
1 lítri hveiti
½ lítri heilhveiti
1 ½ tsk. salt
5 tsk þurrger
(mjólkurduft má sleppa)
slatti súrmjólk
minni slatti græn olífuolía
volgt vatn eftir þörfum
Hrært saman og látið lyfta sér. Uppskriftin nægir í tvö stór brauð eða fjögur lítil. Gott er að nota þetta í fléttur með rabarbara og rúsínum (og sumir vilja hafa kanel).
Súkkulaðikaka Anniku (birt með leyfi)
4 egg
6 dl sykur
2 tsk vanillusykur
8 msk kakó
½ tsk salt
3 dl hveiti
2 dl brætt smjör
Allt hrært saman. Bakað í tveimur tertumótum í 20 mínútur við 200° C
Súkkulaði og smjör brætt saman til að hafa ofaná. Muldum hnetum stráð yfir og borið fram með rjóma. Við álítum að það ættu að vera vanilludropar í þessari uppskrift, ástæðan fyrir því að það er vanillusykur er sú að Svíar kunna ekki að nota vanilludropa. Annika kann það - enda orðin Íslendingur fyrir löngu.25.11.2007 | 01:59
Það hefur bæði kosti og galla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.10.2007 | 00:15
Að gefnu tilefni
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.10.2007 | 18:13
Ég og mamma
Mamma var alltaf vön að geifla sig og gretta þegar einhver miðaði á hana myndavél, og svo kvartaði hún sáran yfir því hversu hún væri púkaleg á öllum myndum! Mér finnst hins vegar alveg öfugt, að ég líti alltaf betur út á myndum en þegar ég lít í spegil. Ég gretti mig nefnilega alltaf þegar ég lít í spegil. Þessi náðist af okkur heima hjá Gunnari og Ingu árið 2005, þar sem mamma gleymdi að gretta sig og ég er gleraugnalaus.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.9.2007 | 00:29
,,Áttu ekki einhverja vini?"

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.9.2007 | 23:08
Þakka auðsýnda samúð
og hlýleg orð sem fram komu í athugasemdunum við síðustu færslu. Jarðarförin var fjölmenn og Jóhannes Hinriksson stóð sig vel í sínu nýja prestshlutverki. Söngvurum og hljóðfæraleikurum þakka ég sérstaklega fyrir þeirra framlag. Balázs og Kitty spiluðu frábærlega og Maríanna og Öðlingarnir sungu eins og englar. Óskari Einarssyni færi ég hér með sérstakar þakkir fyrir að bregðast skjótt við og útsetja Ævibrautina fyrir okkur. Halldór og Öðlingarnir fóru létt með að koma henni vel til skila. Margir hafa haft orð á því hve þetta var falleg athöfn. Það vantaði bara Jóu, sagði einhver. En lífið heldur áfram. Hjálpsamur maður aumkaðist yfir okkur eftirlifendur og tók til í skemmunni í dag, svo nú þurfum við ekki að skammast okkar niður í tær fyrir að bjóða fólki útí fjós. Sá hinn sami skrúfaði líka brotnu rúðuna úr útihurðinni svo nú er blindu fólki óhætt að koma og banka.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)