Elskendur í óskilum - Og ef

einhver efast um að vorið sé komið hjá mér skal ég segja ykkur að það var sko fuglasöngur í morgun þegar ég var að gefa í fjósið. Og fuglarnir vita hvað þeir syngja. Ekki spyrja mig hvaða fugl þetta var. Ég held reyndar að það hafi ekki verið þröstur. Svo kannski var hann bara útlendingur sem lét blekkjast af hitabylgju í febrúar.

Nú væri ég sofnuð ef allt væri með eðlilegum hætti. En svo er ekki. Hundurinn lætur öllum illum látum og heimtar að komast út. Og það fær hann ekki. Því úti eru tveir aðkomuhundar sem virðast hafa ákveðið að eyða nóttinni í garðinum hjá okkur. Ég var komin undir sæng þegar Lappi uppgötvaði þessa óboðnu gesti, og þá var ekki um annað að ræða en fara á fætur. Ég kíkti út til að sjá kvikindin í návígi, annar var mórauður íslenskur sem fór strax í felur, en hinn svartur labrador sem taldi sjálfsagt að sér yrði boðið inn. Hann var með ól og merki um hálsinn, svo ég hugsaði gott til glóðarinnar að geta hringt í eigandann - en því miður. Merkið var bara merki - án áletrunar! Svo ef einhver hefur týnt hundunum sínum, þá eru þeir ef til vill hér! - Og þeir virðast vera ástfangnir, svo ég kann ekki við að hringja á lögregluna.


Vorið komið

hér í sveitinni. Til marks um það eru páskaliljur og krókusar, sem nú hafa ákveðið að kíkja upp úr moldinni. Enn er þó myndarlegur snjóskafl við hliðina á þeim, en hann rýrnar með hverjum rigningardeginum. Næsta mál á dagskrá er að skipuleggja fermingu. Markús hefur sumsé ákveðið að ganga í þjóðkirkjuna með formlegum hætti. Það kemur í ljós hvort við nennum að hafa eitthvað mikið tilstand. Dagurinn nálgast óðum, pálmasunnudagur, 16. mars.

Silence

 

since Christmas - more or less. I just found out why! I thought I had selected Christmas presents carefully. Books, innocent DVDs and stuff. Everybody got the DVD. Pictures I thought - the beautiful and famous Icelandic landscape with music - but I never saw the whole thing... I just found out: They included penises! The DVD I sent to the US is showing the penis museum! Of course penises are no big deal in Iceland. But they are in Texas! If Diane would show this to her students she would lose her job in an instant! And now they have heard about it, and of course everybody wants to see it. This I found out yesterday. It reminds me of 30 years ago when my cousin the teenager asked for a certain book for Christmas. I bought it and had it wrapped, not once looking at it, not having one second thought about my cousin's literary taste. And I gave it to her. After Christmas her big brother came to bite my head off. I understood it was some sort of porno... You can never be too careful...


Á ekki orð

yfir vitleysuna í henni Reykjavík! Mikið má maður þakka fyrir að búa ekki þar! Ég var sko mjög ánægð með Spaugstofuna um síðustu helgi. Skil ekkert í henni Ólínu að vera að þessu nöldri. Nimbus er algjörlega búinn að gera þessu máli góð skil. Vísa bara á hann.  Ég held að þá fyrst væri eitthvað að ef ekki mætti gera grín að þessum óskapagangi.

Í dag gat ég hangið í tölvunni, lesið blogg og horft á YouTube. Skemmtilegast var þetta:

http://www.youtube.com/watch?v=VmjGDBWZZFw

http://www.youtube.com/watch?v=vvlCu1_noTc&feature=user

http://www.youtube.com/watch?v=ifKKlhYF53w&feature=user


Þegar ég vaknaði

í morgun, leit ég út eins og hross. Ég er komin á þá skoðun að það sé mjög heilsuspillandi að vinna í leikskóla. Gef því samt einhverja daga í viðbót.


Að gefnu tilefni

og fyrir beiðni Péturs tilkynnist það hér með að næsta tilhleypingakvöld verður haldið heima hjá Pétri að Hagamel helmingi hundraðs (lesist fimmtíu) þann 29. nóvember næstkomandi. Ekki er ráð nema í tíma sé tekið, og nú geta fáir fundið sér þá afsökun að þeir séu uppteknir. Ég þekki engan nema Pétur sem skipuleggur sig svo langt fram í tímann.  Eða jú, kannski Agnes Löve. En hún er gengin út, svo það skiptir ekki máli. Þeir sem vilja fá nánari upplýsingar um þessa uppákomu geta hringt í Pétur í síma 860 1955. Þeir sem vilja kaupa Orðabók Péturs geta haft samband við Kristilegt félag heilbrigðisstétta. Veit ekki símann hjá þeim, svo ég mundi bara hringja í Pétur. Þeir sem vilja ganga í Óháða söfnuðinn ættu líka að hafa samband við Pétur. Hann hefur ekki tíma til að blogga sjálfur, svo þessu er komið á framfæri hér.

Tileinkað Rósu.

Birt án ábyrgðar þar til Pétur hefur lesið yfir.


Endurtekið efni

Fór í Iðnó í gær að sjá La traviata með Óperu Skagafjarðar - aftur! Alexandra Chernyshova var frábær - aftur. Mikil dæmalaus lukka fyrir okkur Íslendinga að hún skyldi verða svona ástfangin af þessum dáðadreng frá Hofsósi - eða Keflavík - eða hvernigsemþaðnúvar. Hann var líka til sýnis í gær, og lítur bara út fyrir að vera venjulegur gaur...  Ég hlakka mikið til að sjá Rigoletto. Það ku verða næsta verkefni hjá þeim.

Það var líka farið í Fíladelfíu í leiðinni. Þar var allt með frekar venjulegum hætti og gott að koma. Eitthvað var rætt um það að sumir sætu heima að horfa á íþróttir. Þeir töpuðu örugglega. Mikið þyrfti ég að vera langt leidd af leiðindum til að sitja og horfa á íþróttir.

Milli atriða var elskulegur fylgdarsveinninn svo höfðinglegur að bjóða mér út að borða á Þrjá frakka, og maturinn þar klikkar aldrei. Allur dagurinn var því eins og sunnudagar gerast bestir, veðrið frábært og allir ánægðir.

Í dag

snerist svo allt um það að reyna að koma fylgdarsveininum heim til sín. Það hafðist fyrir rest að koma honum í Herjólf,  en á meðan hann beið var honum boðið uppá líkamsrækt í fjósinu (þ.e.a.s. heymokstur). Væntanlega hefur vistin í Herjólfi ekki verið skemmtileg í kvöld. En Gráni er þiðnaður.

Dagbók 17. janúar

Fékk í dag nokkuð undarlegan keðju-tölvupóst frá vinkonu minni. Við fyrstu sýn leit út fyrir að ég hefði unnið í fegurðarsamkeppni. En við nánari athugun kom í ljós að sú hótun fylgdi með að ef ég sliti keðjuna þá ætti ég stórlega á hættu að verða ljót það sem eftir væri ævinnar! Ekki vildi ég taka þá áhættu, svo ég greip til þeirra ráða sem mælt var með og hóf að tína saman tíu fegurðardísir af tölvupóstlistanum mínum. Þangað skyldi áframsenda póstinn. Þá versnaði í því. Eftir að bloggið hófst er ég svo löt að skrifa bréf, að það fundust ekki nema átta konur á listanum auk þeirrar sem sent hafði keðjubréfið! Heppni að þær skyldu allar vera glimrandi fallegar! Slatti af körlum er á listanum, en ég kunni ekki við að senda þeim þetta. Ég held að enginn þeirra hafi áhuga á að vinna í fegurðarsamkeppni. Eftir smáumhugsun mundi ég eftir tveimur góðum kandidötum í viðbót sem ég kunni netföngin hjá, og hélt þar með að ég væri sloppin. En ekki aldeilis! Eitt netfangið var þá úrelt. SMS var þá sent í snatri til að bjarga einu í viðbót - en þá þurfti ég að fara út í bílaleik. Í gær var svo mikið eldingaveður að eitthvað fór úrskeiðis í rafmagninu og ekkert rafmagn er í fjósinu. Svo kom rafvirkinn, en þá var enginn heima nema grimmi varðhundurinn, svo hann komst ekki út úr bílnum og hvarf á braut við svo búið. Þegar fjósamaðurinn kom var sumsé ennþá ljóslaust í fjósinu og ég í miðjum klíðum að reyna að forðast ljótleikann. Þá fékk ég þá snjöllu hugmynd að aka Grána gamla upp að fjósinu og lýsa inn. Fyrst þurfti að moka hann upp úr snjónum. Það er óvenjulegt hér á bæ. Svo var ekið útá tún, en kom þá í ljós að fjórhjóladrifið var ekki að virka, svo Gráni sat fljótlega fastur þar. Og situr enn. Þar verður hann líklega að bíða vors. Sem kemur vonandi innan tveggja vikna, eða svo. Vonandi verð ég þá ennþá falleg.

Geisp

,,It's because you don't go to sleep - You don't go to sleep - You fall asleep!" sagði ein ágæt vinkona mín um daginn - ekki við mig samt! Ég hefði þó alveg átt það skilið. Mikil viska.


Nöldur

er hins vegar alveg upplagt bloggefni. Nimbus bloggvinur minn er alveg sérfræðingur í því. Stórskemmtilegt. Vísast þar sérstaklega í færslur hans um jólaljós og frú Clinton.

Einu sinni bjó ég með Bandaríkjamanni. Hann byrjaði hvern dag á því að spyrja: ,,Any earthquakes? Any eruptions? Have they shot Clinton yet?"

I can only imagine what he would have said about the present situation.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband