Opnunarhátíð

 Sel á Stokkalæk var opnað í dag. Hjónin þar hafa af örlæti sínu komið upp athvarfi fyrir unga tónlistarmenn. Frábær hugmynd. Hótel með píanói í hverju herbergi - þar sem hægt er að æfa sig dag og nótt! Víkingur Heiðar er að vinna í því að finna hinn fullkomna flygil - og þegar það kemur verður önnur hátíð! Ég er strax farin að hlakka til. Í dag spilaði hann fyrir okkur ásamt tveimur ungum stúlkum, og líka einn. Það var ekki hægt annað en tárast af hrifningu. Íslensk lög sem hann útsetti sjálfur, þjóðsöngurinn fjórhent á píanó og Chopin. Ógleymanleg stund. Og ungi fiðluleikarinn frá Hveragerði, það var gaman að heyra í henni.  Þessi aðstaða á örugglega eftir að nýtast mörgum upprennandi tónlistarmönnum, og við sveitagarmarnir megum þakka fyrir að hafa fengið þessi frábæru hjón í nágrennið. Kærar þakkir, Pétur og Inga Ásta!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband