Jólafrí!

Og bara rafræn jólakort þetta árið. This is your Christmas Card.

Jólabæn

 

Því miður er þetta ekki mynd af Markúsi og Lappa.

En við getum bara látið sem svo sé.

(Náði henni af Fésbók og vona að eigandanum sé sama).

(Thank you Facebook).

 

Af okkur er allt gott að frétta. Markús dafnar vel og Ólafur Elí er búinn að kenna honum að reikna. Við kunnum honum bestu þakkir fyrir og sendum honum góðar jólakveðjur.

Hér er engin kreppa og nóg vinna á öllum vígstöðvum. Ég vinn hálfa vinnu í móttökunni á Hótel Rangá og hef nóg að gera í kennslu þess utan. Nemendur mínir eru allir frábærir - sjá www.tona.blog.is Þeir eru búnir að koma fram á tvennum tónleikum nú á jólaföstunni. Fyrst í Selinu á Stokkalæk og síðan á Kirkjuhvoli þar sem við spiluðum fyrir gamla fólkið. Þá eru ótaldir allir stofutónleikarnir í Langagerði og á Eldstó. Sérstakar þakkir fær Guðrún María Guðmundsdóttir. Við hlökkum til að spila meira með henni á nýja árinu.

Alltaf er nóg að gera í viðhaldi á húsakostinum. Við bíðum enn eftir að Einar Skaft og félagar ljúki við að leggja gólfið í fjósið. Það hefst vonandi á næsta ári. Erfitt að eiga við þessa iðnaðarmenn. Það dró þó til tíðinda nú í desember þegar maður nokkur birtist með glugga. Í góðærinu mátti ég sofa í gluggalausu herbergi í mörg ár og var alveg búin að gefa upp vonina um að það mundi breytast. En nú mátti smiðurinn loksins vera að því að koma. Hallelúja - en ekki alveg amen. Hann smíðaði nebbla bara einn glugga. Svo reyndi hann að telja mér trú um að ég þyrfti ekki annan!!! Ég var næstum búin að láta sannfærast - þegar ég sá hvað nýi glugginn var fínn. Ég ætla að fá annan glugga. Ég vona bara að það komi ekki annað góðæri á meðan. Þessi umræddi smiður fær að njóta nafnleyndar hér á þessu bloggi. Við óskum honum líka gleðilegra jóla.

Svo er ég búin að mála dálítið innanhúss. Ég hefði getað haldið því áfram, en ég ákvað að pakka niður penslunum af því að það eru að koma jól. Vonandi finnum við jólatré á morgun í kuldanum.

Ég óska ykkur öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl og blessuð

Guð gefi ykkur gleðileg jól og farsælt komandi ár.

Þakka allt gamalt og gott

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 24.12.2009 kl. 03:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband