Vorið komið

Hér miðast koma vorsins við 15. mars. Alveg sama þótt veðrið bjóði uppá eitthvað annað. Nú er fólk dáldið að spyrja mig hvernig eigi að fara að því að rækta grænmeti, þ.á.m. gómsætar gulrætur. Það skal upplýst að nú er tímabært að hefja sáningu. Auðvitað á að vera búið að undirbúa jarðveginn, það á að gera á haustin, en þar sem ég er svo löt á haustin þá byrjaði ég á því í dag. Fyrst byrjar maður á því að vökva - við erum sko að tala um gróðurhúsið. Svo fer maður að leita í safnhaugunum að hóflega þroskaðri mold. Einhverju sem ánamaðkarnir eru nýlega búnir að afgreiða. Best er að nota dráttarvélina til að lyfta skelinni af safnhaugnum og þá kemur venjulega eitthvað nothæft í ljós. Það á að vera svart. Þessu efni er mokað inn í gróðurhús og laumað ofaní beðin, ásamt dálitlu lofti - það þarf sko að lofta jarðveginn. Ef maður var duglegur og setti moldina inn að hausti þá þarf samt að lofta. Auðvitað hefðum við átt að gera þetta í hlýindakastinu um daginn, og þá hefði verið hægt að sá fyrstu fræjunum í dag. (Guðný fræ á afmæli í dag - það auðveldar manni að muna hvað á að gera á þessum degi). En fyrst veðrið segir að enn sé vetur, þá gerir þetta ekkert til. Svo meðan verið er að vökva sjálfvirkt þá fer maður inn og bakar köku og fær sér blund. Eftir kökuátið og spjall við vinkonu sem kom að kaupa gulrætur úr síðustu uppskeru er hægt að halda áfram moldarburðinum. Ég er hálfnuð með þetta verk. Fyrir áhugsama lesendur skal líka upplýst að það væri gott að vera búin að sá selleríi núna. En ég er heldur ekki búin að því. Framhald síðar.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk fyrir gulræturnar! ég get vottað að þær bragðast alveg eins og þær séu nýuppteknar ...alveg ótrúlegt ...gangi þér vel í sáningunni.

Kristrún Ágústsdóttir (IP-tala skráð) 15.3.2009 kl. 22:42

2 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Rósa Aðalsteinsdóttir, 16.3.2009 kl. 00:24

3 Smámynd: Hafdís María Jónsdóttir

Soffía Ýr mælir sko með gulrætunum þínum, þær eru víst þær bestu í heimi! Geri aðrir betur.

Hafdís María Jónsdóttir, 16.3.2009 kl. 11:10

4 Smámynd: Guðrún Markúsdóttir

Takk fyrir þessi góðu meðmæli!

Guðrún Markúsdóttir, 16.3.2009 kl. 16:05

5 Smámynd: G.Helga Ingadóttir

Kraftur í kellu, seinna segir sá lati, þá ætla ég ...

G.Helga Ingadóttir, 18.3.2009 kl. 17:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband