7.8.2008 | 22:07
Hætt
að éta hrefnukjöt!!! Í fyrra komst ég á bragðið og fannst þetta bara mjög gott og unglingurinn hámaði þetta í sig líka með góðri lyst, en nú hefur meðferðin eitthvað breyst. Kryddlegið hrefnukjöt þykir ekki lengur gott hér á mínu heimili. Því miður, því ég hef mikla samúð með hvalveiðum og var mjög ánægð með að hrefnuveiðimenn skyldu geta framleitt þessa gæðavöru. Eitthvað hefur klikkað.
Flokkur: Matur og drykkur | Facebook
Athugasemdir
Sæl og blessuð.
Þegar ég var á Suðvesturhorninu í júní var mér boðið í grillað hrefnukjöt og allis.
Bloggvinur minn er þrusu kokkur. Hann þvoði af alla mareningu og kryddaði með salti og pipar. Hafði kjötið aðeins 6 mín. á gillinu. Þetta var algjört sælgæti.
Ég prufaði sjálf hér heima og gek þokkalega en lenti á bita sem var svo mikið lýsisbragð af. Þarf að skoða þetta nánar. Hvernig matreiðir þú hrefnukötið?
Gangi þér vel að finna eitthvað nýtt í staðinn fyrir hrefnuna.
Guð gefi þér góðan dag.
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 8.8.2008 kl. 08:09
Ég grillaði þetta á randapönnu við háan hita í stuttan tíma, eins og nautasteik. Það var mjög gott í fyrra, en núna er eitthvað einkennilegt aukabragð, og sumir bitar með lýsisbragði. Menn hættir að vanda sig - eða eitthvað. Nú étum við bara kúrbít og gulrætur sem vaxa í gróðurhúsinu hjá mér, og bráðum bætist maísinn við. Það verður nú betra!!!
Guðrún Markúsdóttir, 9.8.2008 kl. 02:30
Sæl og blessuð.
Ég var nú fljót að hætta að borða þegar ég fékk lýsisbita. Oj bara.
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 9.8.2008 kl. 17:34
Já, maður þarf að setja sig í ákveðnar stellingar til að taka inn lýsi. Ekki gaman að gleypa það óvart!!!
Guðrún Markúsdóttir, 10.8.2008 kl. 23:52
Láta kétið liggja á kafi í mjólk inni í ísskáp yfir nótt (8 tíma eða svo), þá hverfur lýsisbragðið og mjólkin hefur líka marinerandi áhrif, m.ö.o. kétið mýkist.
Guðný Einars (IP-tala skráð) 12.8.2008 kl. 16:48
Er það ekki of seint þegar búið er að marinera og kétið orðið þrátt?
Guðrún Markúsdóttir, 13.8.2008 kl. 00:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.