23.3.2008 | 02:01
Gleðilega páska!
Fermingin fór vel fram og innilegar þakkir til allra sem glöddu okkur af því tilefni. Markús er himinlifandi yfir þessu öllu saman og sendir sérlegar þakkir fyrir allar gjafirnar.
Í dag var farið út að aka og stefnan tekin á Kirkjubæjarklaustur. Þar voru tónleikar undir stjórn Guðmundar Óla frænda. Í boði var ,,óhljóðatónlist" eftir hann sjálfan (hans eigin orð) og undurfalleg rómantísk tónlist í flutningi vina minna Ungverjanna ásamt skólastjóra Tónlistarskólans á Kirkjubæjarklaustri. Það var upphitun fyrir tónleika sem þau ætla að hafa í Sögusetrinu á Hvolsvelli þann 3. apríl næstkomandi. Missið ekki af því!
Athugasemdir
Gleðilega páska.
Laufey B Waage, 23.3.2008 kl. 19:46
Christian Glitter by www.christianglitter.com
Sæl Guðrún mín
Gleðilega páska
Biðjum Jerúsalem friðar
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 23.3.2008 kl. 21:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.