22.8.2008 | 23:53
Hundur í óskilum
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.8.2008 | 01:48
Alltaf
þegar ég fer til Guðmundar tannlæknis þá er veður með eindæmum gott, brakandi sól og hiti. Þetta hefur alltaf pirrað mig, því mér finnst sóun að fara til Reykjavíkur í góðu veðri á sumrin. Kveður svo rammt að þessum örlögum að tannlæknirinn er farinn að vorkenna mér. Nú í vikunni átti ég pantaðan tíma, þann þriðja á þessu sumri, og þá var Guðmundi nóg boðið. Hann hringdi um morguninn og bauð mér að sitja heima og njóta góða veðursins, en koma í næstu viku í staðinn!!! Ég spurði hvort hann væri að grínast, en það var víst ekki. Ekki kvaðst hann heldur vera að reyna að losna við mig. Þetta tilboð var sprottið af tómri manngæsku. Því miður var ég búin að skipuleggja svo margt annað í höfuðstaðnum þennan dag að ég lét mig hafa það að fara. Guðmundur lét þau orð falla að hann vildi helst bóka mig á hverjum degi út mánuðinn! Ég féllst á að koma einn dag í næstu viku, en nú ætlum við að storka örlögunum og ég fæ að velja daginn og panta að morgni samdægurs - þá verður vísast vont veður fyrri partinn, en síðan mun væntanlega skella á rjómablíða!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
20.8.2008 | 15:39
Pictures
from Marilina, taken when she visited us the other day with Peter the priest. Thank you Marilina!
Pétur búinn að fanga lóuunga.
Sýning.
Ég og Lappi við Tungufoss.
Pétur brennuvargur klippir sprek í eldinn.
Marilina and me sitting and watching.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.8.2008 | 23:44
Kirkjubæjarklaustur
Alltaf gaman að koma að Klaustri. Veður var betra en spáð hafði verið, og heitu pottarnir í sundlauginni voru nógu heitir. (Síðast þegar ég fór voru þeir sko kaldir). Ég komst sumsé seint og um síðir á ættarmótið og skemmti mér alveg ágætlega. Mér tókst að útvega Guðna frænda (úr hinni ættinni) til að spila á harmonikkuna og fékk að nokkru leyti uppreist æru fyrir vikið. Unglingurinn fékkst til að koma með - sem betur fer, því það var nú hálft erindið að hann fengi að kynnast frændum sínum og frænkum. Á leiðinni heim viðurkenndi hann í óspurðum fréttum að það hefði verið pínu-gaman.
Myndir voru frekar mislukkaðar, nema þessi hér af Imbu, sem sumir kalla Ingu:
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
16.8.2008 | 00:57
Ættarmót
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
13.8.2008 | 01:41
Tónlistarkennsla að hefjast
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.8.2008 | 12:54
Pétur í heimsókn og vígsla eldstæðis
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.8.2008 | 03:16
Found three Russians
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.8.2008 | 02:55
Nú
er kúrbítstíð. Súkkíní í alla mata. Gular súkkínísúpur og rauðar. Súkkínísalat. Súkkíníkássur. Og í kvöld var fyllt súkkíni. Þá tekur maður þessi ofvöxnu og sker eftir endilöngu. Mokar innvolsinu úr og stingur hulstrinu í ofninn - með örlitlu smjöri. Á meðan það bakast brytjar maður lauk og mýkir á pönnu ásamt einum hnefa af nautahakki. Bætir við einum hnefa af sveppum (sem nú er tímabært að uppskera), einum hnefa af myntu sem vex í eldhúsglugganum, hnefa af hvönn sem vex í garðinum og innvolsinu úr súkkíníinu. Salt og pipar. Og rjómaostur. Hrært saman. Nú er þessu gumsi rótað í hulstrin hálfbökuð, saxaðir tómatar ofaná, ostur þarofaná og bakað. Ég átti ekki hvítlauk, en það hefði örugglega ekki verið verra að hafa hann með. Svo af því að kartöflur eru ekki alveg fullsprottnar hér á bæ, þá var þetta borið fram með kúskús og salati. Ég ætla að hafa hvítlaukssósu á salatinu næst. Verði ykkur að góðu.
Í fyrradag fann ég þrjá villuráfandi rússa í garðinum hjá mér. Sumsé túrista. Þeir höfðu komið með rútunni að Hvolsvelli og bílstjórinn hafði tilkynnt þeim það að hér væri Þórsmörk. Ég ætla að skrifa nýja færslu um þetta á ensku.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.8.2008 | 22:07