Smalamennska

Við mæðginin vorum svo heppin að fá að fara í smalamennsku í gær. Drengnum var ekið ásamt öðrum uppá fjall að sækja kindurnar, en ég átti að vera í fyrirstöðu. Þetta var auðvitað í Fljótsdal. Mér var bent að rölta upp snarbratta brekku meðfram á og finna vað - sem átti að blasa þar við - og þar mátti ég búast við að þurfa að bíða a.m.k tvo tíma. Þegar ég leit upp brekkuna sýndist mér að ég mætti þakka fyrir ef það tæki mig minna en tvo tíma að klöngrast upp. Anna frænka mín hleypur upp svona brekkur á nokkrum mínútum, en ég er ekki alveg svo spræk. Ég þrammaði af stað og naut útsýnisins. Þarna er alveg ótrúlega fallegt. Áin rennur í djúpu gljúfri - betra að horfa ekki  mikið niður - Tindfjöllin blöstu við þegar ég leit upp og virtust vera ótrúlega nálægt, þakin snjó. Í baksýn voru jöklarnir. Veðrið var dásamlegt, blankalogn og bjart. Þegar ég komst upp á brún fór ég að svipast um eftir vaðinu, en sá bara miklagljúfur svo langt sem augað eygði. Þökk sé farsímum að Anna gat hringt í mig og fullvissað mig um að ég væri á réttum stað. Við nánari athugun sáust nokkrar kindagötur sem bentu til þess að þarna gætu skjáturnar mögulega farið yfir. Eftir umsaminn tíma sást til kinda. Fór það ekki betur en svo að heill hópur ruddist framhjá mér yfir vaðið og lét sig engu skipta þótt ég æpti og öskraði og baðaði út öllum öngum. Harla sneypuleg frammistaða. Ég hallast að því að þetta fé sé eitthvað í ætt við Tálknafjarðarskjátur þær sem nýverið komust í sjónvarpið. Næst ætla ég að hafa með mér myndavél. Líka næst þegar ég fer í búðina. Sbr. síðustu færslu á Facebook.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Rósa Aðalsteinsdóttir, 8.11.2009 kl. 22:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband