28.9.2009 | 22:18
Mér finnst
bakklóra hið mesta þing - og á mínu heimili hefur verið til Soda-Stream tæki í fjölmörg ár og mikið notað. En þetta sýnir auðvitað bara hversu ég er skrítin. Mér finnst líka örbylgjuofn næstum óþarfur og sjónvarp oft á tíðum beinlínis skaðlegt!!! Svo held ég að rafmagnstannburstar séu bara fyrir fatlaða. Aldrei fyrr heyrt um útvarp til að nota í sturtu!!! Eru menn búnir að gleyma fótanuddtækjunum?
Sturtuútvarpið versta græjan | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sko, bak-klórur eru hið mesta þarfaþing, alls ekki víst að maður hafi nokkurn heimavið til að klóra sér á bakinu þegar man klæjar! En þú ert ekkert skrítin, þú ert bara eins og ég, afkomandi Jóa í Selinu sem hugsaði á öðrum nótum en fjöldinn. Ekkert rangt við slíka hugsun. Tralla-lalla-la.
Guðný Einars (IP-tala skráð) 1.10.2009 kl. 22:40
Sæl Guðrún mín
Fjör hjá þér Sturtuútvarp, hvað ætli maður heyri um næst?
Guð veri með þér vinkona
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 4.10.2009 kl. 00:14
Ég sagði ekki að það væri neitt rangt við það að vera skrítin. Ég hef alltaf verið mjög hrifin af skrítnu fólki. Það er miklu skemmtilegra. Takk fyrir innlitin.
Guðrún Markúsdóttir, 4.10.2009 kl. 01:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.