Tónlistarkennsla

Það lítur ekki út fyrir að þetta dásamlega sumar ætli að taka enda, en nú styttist samt sem áður í að alvara lífsins taki við. Ég mun á næstu dögum hafa samband við þá sem voru búnir að sækja um nám fyrir næsta vetur, og þeir sem enn eru að hugsa sig um ættu að drífa í að hafa samband við mig. Ég mun halda uppteknum hætti og kenna á píanó og fiðlu, og einnig á hljómborð, þeim sem það vilja. Ég tek píanónemendur frá 5 ára aldri og fiðlunemendur frá 3ja ára. Kennsla getur hafist í næstu viku, eða eftir samkomulagi.

Bestu kveðjur!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl Guðrún mín.

Ætla að sleppa því að sækja um tónlistanám.

Kíkti á fallegu myndirnar sem eru hér fyrir neðan. Mikið hefur verið gaman hjá ykkur.

Guð blessi þig og varðveiti.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 25.8.2009 kl. 00:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband