Heyrnarskert?

Fór til læknis í dag og kvartaði yfir því að ég væri að verða heyrnarlaus. Ekki var neitt minnst á það að ég færi í heyrnarmælingu - eða ég heyrði það að minnsta kosti ekki. Ég fékk hvítar töflur og leist mér ekki á blikuna þegar ég fór að lesa leiðbeiningarnar. Ég les alltaf leiðbeiningarnar áður en ég tek töflur. Sérstaklega kaflann um aukaverkanir. Hér kemur það sem við má búast. Algengt: Órói, svefntruflanir, sljóleiki... (Finnst mér nú ekki á það bætandi). Sjaldgæft: Ranghugmyndir, rugl, árásarhneigð og ... heilablæðing!!! Þá vitið þið hvað hefur gerst ef ég verð lokuð einhvers staðar inni á næstu dögum! Eða ég gæti hreinlega hrokkið uppaf!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ertu viss um að hafa lesið rétt, var það ástahneigð ekki árásarhneigð???

Jón Benediktsson (IP-tala skráð) 1.7.2009 kl. 19:00

2 Smámynd: Guðrún Markúsdóttir

Skiptir ekki máli, Jón, mér finnst ég alveg nógu ástfangin, ekki á það bætandi heldur!

Guðrún Markúsdóttir, 2.7.2009 kl. 10:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband