Miðvikufrídagur

Annan hvern miðvikudag á ég frí. Fyrri hluta dagsins naut ég þess að vera ein heima (með Lappa) umvafin hlýrri þokunni, setti í þvottavélarnar og æfði á píanó. Komin á sjöttu blaðsíðu í Beethoven sónötunni. (Þá eru bara 23 eftir). Þegar Lappi var orðinn leiður á brotnum hljómum fórum við út í góða veðrið. Dásamlegt vorveður, logn og örlítil súld. Lauk við að bera moldina inní gróðurhús, sáði fáeinum sellerífræjum í bakka og vökvaði. Nú bíðum við bara eftir að arfinn láti blekkjast. Þegar hann kemur upp er hægt að raka yfir og sá gulrótum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband