Ekki hætt að blogga!

Hef bara haft svo mikið að gera - og ekkert nema gott um það að segja.

Við fylgdum góðum frænda til grafar í dag, honum Óskari Guðjónssyni. Hann var einn af uppáhaldsfrændunum mínum, alltaf svo hress og skemmtilegur. Auðvitað sérvitringur eins og við hin, en einmitt skemmtilegri fyrir vikið. Ég man aldrei eftir að hafa séð hann í úlpu. Alltaf á stuttermabol og aldrei kalt og alltaf stutt í hláturinn. Ég lét það eftir syni mínum að fara án yfirhafnar í jarðarförina. Alveg viðeigandi. Markús talaði stanslaust um bíla á leiðinni - hvernig hann gæti ekki farið á Mustang í jarðarför, því það yrði svo mikill hávaði. Þá rifjaðist það upp að Óskar átti tvo bíla, annar var Jeppi, en hinn Kirkjubíllinn. Og traktorinn hans hét Stóri Djús. Markús man óljóst eftir Óskari fyrir áfallið, en hann man vel eftir traktorablöðunum sem Óskar gaf honum nokkrum dögum áður en hann veiktist. Ég vildi að Markús og Óskar hefðu átt fleiri stundir saman. Þá hefði ekki skort umræðuefni. Óskar spurði mig alltaf eftir að Markús fæddist hvort hann væri ekki orðinn svolítið óþægur - það þótti honum nefnilega eftirsóknarverðast! Svo hló hann innilega. Óskar kom manni alltaf í gott skap. Svo kom áfallið sem gerði hann að gamalmenni allt of snemma, en nú er hann örugglega farinn að plægja í himnaríki.  Blessuð sé minning Óskars frænda.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl og blessuð Guðrún mín fræ

Ég samhryggist þér vegna frænda þíns Óskars.

Vertu Guði falin

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 15.3.2009 kl. 00:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband