17.1.2009 | 23:13
Mér leiðist
að vera með kvef. Treysti mér ekki í vinnu í dag og búin að snýta mér í heila klósettrúllu. Oj bara. En fyrir þá sem hafa gaman af því að skoða myndir, þá er ég búin að bæta í myndaalbúmin. Balász og Kitty létu mig fá myndir frá Vestmannaeyjum síðan í vor og þá datt mér í hug að bæta líka í fleiri albúm. Möppurnar sem heita England 2008 og Landbúnaðarsýning hafa líka fengið viðbót. Njótið vel.
Athugasemdir
Sæl Guðrún. Við vorum að skoða myndirnar frá Vestmanneyjum Þær eru stórkostleg listaverk. Vonum að þér sé batnað kvefið og orðin hress. Bestu kveðjur frá Hlynsalabúum.
Inga og Gunnar (IP-tala skráð) 20.1.2009 kl. 13:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.