Gleðileg jól!

Nú reikna ég með að næstum allir vinir mínir yngri en sextugir lesi bloggið mitt - þar af leiðandi sendi ég bara örfá jólakort þetta árið - aðeins þeir sem grunaðir eru um að lesa ekki blogg fengu jólakort - og örfáir allra nánustu að auki.  Hér kemur jólakort ykkar hinna:

Jólatré

Þetta tré stendur í garðinum mínum, sunnan við gróðurhúsið, fleiri svona myndir eru í næstsíðustu færslu, fyrir þá sem vilja hvít jól. Þessi snjór er næstum allur bráðnaður núna, eins og við mátti búast.

Af okkur Markúsi er allt gott að frétta, hann hangir í tölvunni - og ég líka. Ég er með 12 nemendur í tónlist og hægt er að fylgjast með því á öðru bloggi: www.tona.blog.is Svo vinn ég á Hótel Rangá í móttökunni, og það er bara mjög skemmtilegt. Skoðið líka þá heimasíðu: www.hotelranga.is Samyrkjubúskapurinn með Jóni Brúnó gengur vel, nú þurfum við bara að losna við naut í slátrun, svo menn eru hér með hvattir til að snæða meira nautakjöt! Sniðugt t.d. að borða nautasteik um áramótin!

Diane systir Jims kemur í heimsókn nú um jólin, svo það verður mikið fjör. Þangað til hún kemur ætlum við að slaka á og safna orku. Árlegri jólaferð til Reykjavíkur var aflýst vegna veðurs, svo því miður var engum Langagerðisgulrótum dreift fyrir þessi jól, engar frænkur heimsóttar og peningum aðeins eytt í heimahéraði. Allt í stíl við kreppuna.

Ég óska ykkur öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Ég þakka bloggurum fyrir samfélagið á liðnu ári og öðrum lesendum fyrir heimsóknirnar. Sjáumst í næstu færslu!

Guð blessi ykkur öll!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir


Christian Glitter by www.christianglitter.com

Sæl og blessuð

Guð gefi þér og Markúsi

Gleðileg Jól og farsælt komandi ár.

Þakka öll árin. Aldurinn færist yfir en ég er ekki í þessum skalla að vera orðin 60 ára. Tak og lof jag prise herrann. Kann ekki að skrifa þetta. 

Vertu Guði falin

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 24.12.2008 kl. 01:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband