24.12.2008 | 01:12
Gleðileg jól!
Nú reikna ég með að næstum allir vinir mínir yngri en sextugir lesi bloggið mitt - þar af leiðandi sendi ég bara örfá jólakort þetta árið - aðeins þeir sem grunaðir eru um að lesa ekki blogg fengu jólakort - og örfáir allra nánustu að auki. Hér kemur jólakort ykkar hinna:
Þetta tré stendur í garðinum mínum, sunnan við gróðurhúsið, fleiri svona myndir eru í næstsíðustu færslu, fyrir þá sem vilja hvít jól. Þessi snjór er næstum allur bráðnaður núna, eins og við mátti búast.
Af okkur Markúsi er allt gott að frétta, hann hangir í tölvunni - og ég líka. Ég er með 12 nemendur í tónlist og hægt er að fylgjast með því á öðru bloggi: www.tona.blog.is Svo vinn ég á Hótel Rangá í móttökunni, og það er bara mjög skemmtilegt. Skoðið líka þá heimasíðu: www.hotelranga.is Samyrkjubúskapurinn með Jóni Brúnó gengur vel, nú þurfum við bara að losna við naut í slátrun, svo menn eru hér með hvattir til að snæða meira nautakjöt! Sniðugt t.d. að borða nautasteik um áramótin!
Diane systir Jims kemur í heimsókn nú um jólin, svo það verður mikið fjör. Þangað til hún kemur ætlum við að slaka á og safna orku. Árlegri jólaferð til Reykjavíkur var aflýst vegna veðurs, svo því miður var engum Langagerðisgulrótum dreift fyrir þessi jól, engar frænkur heimsóttar og peningum aðeins eytt í heimahéraði. Allt í stíl við kreppuna.
Ég óska ykkur öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Ég þakka bloggurum fyrir samfélagið á liðnu ári og öðrum lesendum fyrir heimsóknirnar. Sjáumst í næstu færslu!
Guð blessi ykkur öll!
Athugasemdir
Christian Glitter by www.christianglitter.com
Sæl og blessuð
Guð gefi þér og Markúsi
Gleðileg Jól og farsælt komandi ár.
Þakka öll árin. Aldurinn færist yfir en ég er ekki í þessum skalla að vera orðin 60 ára.
Tak og lof jag prise herrann. Kann ekki að skrifa þetta.
Vertu Guði falin
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 24.12.2008 kl. 01:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.