20.12.2008 | 01:04
Jólafrí - að hálfu
Komin í jólafrí frá kennslunni - tveir dagar eftir á Rangánni. Finnst þetta asnalega blogg (síðasta færsla) búið að tróna á toppnum aðeins of lengi. Nær væri að minnast látinna.
Ingibjörg móðursystir mín missti manninn sinn um daginn, hann Valda í Vörum. Ég samhryggist henni og hennar fjölskyldu. Það var afar fjölmenn jarðarför, enda Valdi með eindæmum vinsæll og skemmtilegur maður. Nú frétti ég að Imba væri orðin eitthvað lasin, svo við skulum biðja fyrir henni.
Séra Pétur missti mömmu sína um síðustu helgi. Ég sendi honum og Ástu og öðrum í fjölskyldunni innilegar samúðarkveðjur. Guð styrki ykkur.
Ég sendi líka samúðarkveðjur til Halldóru Traustadóttur og hennar stórfjölskyldu og systkina vegna fráfalls Trausta Guðjónssonar. Guð veri með ykkur.
Það verða tómleg jól hjá mörgum á komandi hátíð. Megi friður Guðs umvefja ykkur.
Athugasemdir
Christian Glitter by www.christianglitter.com
Sæl Guðrún fræ.
Drottinn gaf og Drottinn tók, lofað veri nafnið hans.
Ég vil líka votta öllum þeim sem hafa misst ástvini sína mína dýpstu samúð.
Megi almáttugur Guð styrkja ykkur á þessum tímamótum.
Guð blessi þig Guðrún fræ og Markús og gefi ykkur Gleðileg Jól og farsæld á komandi árum.
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 21.12.2008 kl. 13:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.