26.11.2008 | 22:23
Nú nálgast hið árlega
tilhleypingakvöld hjá séra Pétri (áramótaávarpið). Hann hringdi í eigin persónu til að minna á það og bauð mér að koma með fullan bíl. Því miður þarf ég að sinna öðrum erindum þennan dag og á því bágt með að ferja fólk á staðinn. Ferjumenn óskast hér með fyrir innansveitarkonur! Þetta kvöld verður mjög sérstakt, því það er ekki bara tilhleypingakvöld, heldur uppskeruhátíð! Einn af mönnum Péturs gekk sumsé út á árinu, eftir talsvert þróunarstarf af Péturs hálfu. (Ég skal ekki segja hvort þróunarstarfið vann með eða á móti, en allir gleðjast yfir uppskerunni). Ég er mjög spennt að hitta turtildúfurnar. - Ferjumenn og innansveitarkonur: Það er næsta laugardagskvöld, 29. nóvember, að Hagamel helming hundraðs, að hætti Péturs.
Athugasemdir
Sæl mín kæra.
Ég misskildi færsluna þína en Pétur er búinn að leiðrétta. Ég hélt að þú værir að sinna öðrum erindum og kæmist ekki en það sem þú meinar er að þú verður farin annað og í bakaleiðinni kemur þú við í Hagamel og kíkir á strákana. Getur s.s. ekki komið með fullan bíl af heimasætum úr Fljótshlíðinni. Vona að einhver geti hlaupið í skarðið fyrir þig með að ferja heimasæturnar. Vona að þær séu ljúfari en Hallgerður langbrók. = Skelkuð. Aumingja Gunnar. Betra að búa undir sífeldum þakleka en með Hallgerði langbrók.
Búin að efna loforð við Pétur og blogga um Tilhleypingarpartýið - Yfirlitssýninguna.
Gangi þér vel á veiðum mín kæra.
Megi samt almáttugur Guð varðveita þig frá drasli. Vil ekkert drasl fyrir þig.
Baráttukveðjur/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 27.11.2008 kl. 23:06
Sjáumst.
Laufey B Waage, 28.11.2008 kl. 09:36
Viðverukvitt. DH
Dögg (IP-tala skráð) 29.11.2008 kl. 16:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.