22.11.2008 | 22:09
og aftur tónleikar
Jólavertíðin að hefjast. Um síðustu helgi voru kirkjukórar í Sögusetrinu - mjög krúttlegir - undir stjórn Halldórs og Brians. Ekki var vikan liðin þegar Halldór steig aftur á stokk með karlakórnum og fríðu föruneyti að Heimalandi og hélt dúndurtónleika. Þeir eru orðnir vel slípaðir hjá honum karlarnir og verða betri með hverju árinu. Flutningurinn var líflegur og sönggleði mikil. Svo voru þeir með þessa fínu hljómsveit með sér þar sem Balázs og Kitty og Grétar Geirs voru í aðalhlutverkum. Allt hljómaði þetta frábærlega vel saman og Halldór má vera stoltur af. Við sveitagemsarnir megum sko þakka fyrir að hafa svona menn eins og G. Halldór Óskarsson í okkar röðum. Hann slær hvergi af. Og framundan eru styrktartónleikarnir fyrir hana Hafdísi okkar. Þá mæta auðvitað allir sem geta.
Athugasemdir
Hæ og hó.
Innlitskvitt.
Vertu Guði falin
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 26.11.2008 kl. 20:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.