Tónleikar

í voru Breiðabólstaðarkirkju í kvöld. Ég var svo heppin að vera minnt á þá. Flestir voru ekki svo heppnir, því aðeins örfáir komu til að njóta þessara frábæru tónleika. Hljóðfærasamsetningin var dálítið óvenjuleg, söngur, orgel og trompet. En þetta hljómaði ótrúlega vel saman. Ég hélt að trompetinn og söngkonan mundu skiptast á að hreinsa úr eyrunum á manni, en það var nú ekki. Tónninn í trompetinum var þýður og fallegur og söngkonan hafði góða stjórn á röddinni. Hvort tveggja rímaði mjög vel við orgelið. Listamennirnir sem hér um ræðir voru Margrét S. Stefánsdóttir, Jóhann Ingvi Stefánsson og Hilmar Örn Agnarsson. Bestu þakkir fyrir frábæra kvöldstund!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl og blessuð

Pistillinn þinn hljómar vel.

Takk fyrir síðast. Er samveran hjá Pétri á næstu dögum. Mæti ekki.

Gangi þér vel á veiðum ef þú ferð.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 13.11.2008 kl. 22:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband