Kettlingar

fæddust óvart í haust. Læðan faldi þá einhvers staðar úti þangað til hún áttaði sig á því að það væri fellibylur í aðsigi, þá ákvað hún að koma með þá í skjól. Kettir vita svona lagað.

Þessir tveir fara til Vestmannaeyja, en bræður þeirra, systur og frændur bíða eftir nýjum heimilum.

Ýmislegt haust 2008 064


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jii, hvað þeir eru sætir!

U.B. lagðist á bæn um daginn og bað Guð að senda okkur rauðbröndóttan kött sem væri latur, myndi ekki eltast við fugla, bara mýs og bað hann að vera fljótan til! Á öðrum degi ákvað hún að setja mjólk í skál fyrir utan dyr og enn sem komið er hefur ekki sést til  - sem hún var búin að nefna TIGER áður en hún sá hann.

Kröftugt nafn fyrir latan kött!

Gudny Einarsdottir (IP-tala skráð) 25.9.2008 kl. 16:13

2 Smámynd: Guðrún Markúsdóttir

Tumi TIGER Jones, frændi Indiana Jóns, fæddist í Langagerði en býr nú á Hvolsvelli hjá henni Guðlaugu Helgu. Hann þykir svo merkilegur að myndir af honum hafa birst bæði í blöðum og sjónvarpi. Nú vill svo til að Tiger 2 er tilbúinn til afhendingar. Á ég að senda hann til Englands?

Guðrún Markúsdóttir, 28.9.2008 kl. 00:02

3 identicon

Senda hann til Englands! U.B. yrði alsæl, ég er með katta ofnæmi og hnerra og græt ógurlega bara við að vera í sama herbergi/húsi og kettir, og kettlingar eru verstir! Edda blessunin frænka mín tók kettina sína með sér til Ítalíu hér um árið og á leiðinni heim voru þeir í sóttkví í 12 vikur! Það er sko hundalíf. Nei, ekki ómaka þig við að senda okkur kött, U.B. verður víst að láta sér duga tusku-kettir og önnur gagnslaus líflaus dýr!

G

Guðný Einars (IP-tala skráð) 30.9.2008 kl. 16:48

4 Smámynd: Guðrún Markúsdóttir

Tiger 2 er svo borubrattur að hann væri vís með að koma sér sjálfur til Englands! Þeir eru rétt nýlega byrjaðir að spígspora úr bælinu og Tiger 2 er strax farinn að sitja um dyrnar inn í bæ til að sæta lagi að stelast inn. Tvisvar hefur það tekist og þá rigsaði hann bísperrtur inn með stýrið beint uppí loftið rétt eins og hann væri kóngurinn á bænum. Hinir kettlingarnir ráfa bara um stefnulausir eins og þeir eiga að gera.

Guðrún Markúsdóttir, 30.9.2008 kl. 23:28

5 Smámynd: Laufey B Waage

Krúttlegir.

Laufey B Waage, 2.10.2008 kl. 09:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband