Nýtt

og langþráð ofnakerfi gangsett í dag í húsinu mínu Smile  svo nú má veturinn koma mín vegna. Böðvar Ingi Guðbjartsson fær hér með hin bestu meðmæli, ef ykkur vantar pípulagningamann, þá er óhætt að hringja í hann. Hann hefur gengið hér berserksgang undanfarna daga og lagað ýmislegt í leiðinni sem betur mátti fara, s.s. sturtuna sem ekki hefur virkað í nokkur ár, krana sem voru að bugast af sandmengun og vatnslásinn í eldhúsvaskinum. Svo fannst honum sturtuhausinn í baðkerinu úr sér genginn (hann var örugglega líka stíflaður af sandi) svo hann splæsti á mig nýjum. Einnig setti hann upp tvöfalda síu við vatnsinntakið, svo nú kemst ekkert nema hreint vatn inn í húsið. Nú geta menn séð vel hvers eðlis vatnið er sem okkur er skaffað hér!!! Sían varð brún á nokkrum mínútum!!! Ekki þarf að orðlengja það hversu ánægð ég er með allt þetta. Mér líður eins og ég hafi fengið nýtt hús. Og til að auka áhrifin tók Viðar sig til og málaði gólfið í forstofunni um helgina. Menn sem ætla að koma í heimsókn og skoða herlegheitin verða þó að hringja og panta tíma, því annars gætu þeir lent í árekstri við nemendur sem koma á öllum virkum dögum nema miðvikudögum. (- Enn er pláss fyrir fleiri nemendur - sjá Tónabloggið).

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnar Kristján Gestsson

Hann er líka píparinn minn (mrbig), gef honum líka toppeinkunn fyrir fagmennsku og ekki minna fyrir snyrtimennslu

Ragnar Kristján Gestsson, 28.9.2008 kl. 17:30

2 Smámynd: Böðvar Ingi Guðbjartsson

Takk fyrir góð meðmæli

Með kveðju
Lagnameistarinn ehf.
Böðvar Ingi Guðbjartsson
s. 867-6576

Böðvar Ingi Guðbjartsson, 6.10.2008 kl. 21:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband