Kirkjubæjarklaustur

Alltaf gaman að koma að Klaustri. Veður var betra en spáð hafði verið, og heitu pottarnir í sundlauginni voru nógu heitir. (Síðast þegar ég fór voru þeir sko kaldir). Ég komst sumsé seint og um síðir á ættarmótið og skemmti mér alveg ágætlega. Mér tókst að útvega Guðna frænda (úr hinni ættinni) til að spila á harmonikkuna og fékk að nokkru leyti uppreist æru fyrir vikið. Unglingurinn fékkst til að koma með - sem betur fer, því það var nú hálft erindið að hann fengi að kynnast frændum sínum og frænkum. Á leiðinni heim viðurkenndi hann í óspurðum fréttum að það hefði verið pínu-gaman.

Myndir voru frekar mislukkaðar, nema þessi hér af Imbu, sem sumir kalla Ingu:

Ingibjörg Jóhannsdóttir

 

 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl Guðrún fræ.

Nú vil ég sem er með ættfræðipest vita hvernig Inga er skyld þér?

Ég þekki þennan Guðna frænda. Hann er kúl.

Shalom/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 19.8.2008 kl. 10:58

2 Smámynd: Guðrún Markúsdóttir

Imba er móðursystir mín - sérðu það ekki á svipnum? Hvernig þekkirðu Guðna frænda?

Guðrún Markúsdóttir, 20.8.2008 kl. 01:59

3 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl og blessuð.

Álfur út á hól = ég. Ég var auðvita með Guðna E. í huga.

Vertu Guði falin.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 20.8.2008 kl. 08:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband