Pétur í heimsókn og vígsla eldstæðis

Það er alltaf gaman þegar séra Pétur kemur í heimsókn. Hann kemur pottþétt einu sinni á ári og þá er bakað rabarbarabrauð með miklum rúsínum í forrétt og síðan grillað. Í þetta sinn kom hann með vænu frá fjarlægu löndunum, svo það var farið í bíltúr og í umhverfismat í leiðinni (þá matast maður í umhverfinu, t.d. með því að tína uppí sig ber). Um kvöldið var kveikt í nýja eldstæðinu í garðinum þar sem menn gátu fengið útrás fyrir brennuvargagang og yljað sér fram eftir nóttu. Pétur dreymir stöðugt um það að fá að brenna sinu, en það er ekki vinsælt nú til dags. Ef einhvern vantar brennuvarg til slíkra verka næsta vor, þá er hann vinsamlegast beðinn um að hafa samband.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl Guðrún mín.

Bið að heilsa Séra Pétri. Er hann að undirbúa partýið sem þú varst að segja okkur frá og spés mér???

Vertu Guði falin.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 12.8.2008 kl. 14:56

2 Smámynd: Guðrún Markúsdóttir

Já, Pétur skipuleggur allt mörg ár fram í tímann. Það er örugglega allt tilbúið til að taka á móti okkur við áramót kirkjuársins. Vonandi kemstu þá!

Guðrún Markúsdóttir, 12.8.2008 kl. 17:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband