9.8.2008 | 02:55
Nú
er kúrbítstíð. Súkkíní í alla mata. Gular súkkínísúpur og rauðar. Súkkínísalat. Súkkíníkássur. Og í kvöld var fyllt súkkíni. Þá tekur maður þessi ofvöxnu og sker eftir endilöngu. Mokar innvolsinu úr og stingur hulstrinu í ofninn - með örlitlu smjöri. Á meðan það bakast brytjar maður lauk og mýkir á pönnu ásamt einum hnefa af nautahakki. Bætir við einum hnefa af sveppum (sem nú er tímabært að uppskera), einum hnefa af myntu sem vex í eldhúsglugganum, hnefa af hvönn sem vex í garðinum og innvolsinu úr súkkíníinu. Salt og pipar. Og rjómaostur. Hrært saman. Nú er þessu gumsi rótað í hulstrin hálfbökuð, saxaðir tómatar ofaná, ostur þarofaná og bakað. Ég átti ekki hvítlauk, en það hefði örugglega ekki verið verra að hafa hann með. Svo af því að kartöflur eru ekki alveg fullsprottnar hér á bæ, þá var þetta borið fram með kúskús og salati. Ég ætla að hafa hvítlaukssósu á salatinu næst. Verði ykkur að góðu.
Í fyrradag fann ég þrjá villuráfandi rússa í garðinum hjá mér. Sumsé túrista. Þeir höfðu komið með rútunni að Hvolsvelli og bílstjórinn hafði tilkynnt þeim það að hér væri Þórsmörk. Ég ætla að skrifa nýja færslu um þetta á ensku.
Athugasemdir
Sæl og blessuð.
Þú hefðir nú getað boðið þeim í mat.
Þvílík rugl að láta þá út á Hvolsvelli án skýringa eins og að fara á ferðaskrifstofu á Hvolsvelli og fá upplýsingar um ferðir í Þórsmörk
Betra hefði nú verið að að leyfa þeim að fara út hjá afleggjaranum inn í Þórsmörk og ábyggilega hefðu þeir þá getað húkkað far.
Alltaf heyrir maður eitthvað nýtt.
Guð veri með þér og þínum.
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 9.8.2008 kl. 17:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.