Vatnslaust!

Eina ferðina enn! Þetta er orðið dáldið pirrandi. Vélar og kranar loksins búin að jafna sig eftir loftið og sandinn sem fylgdi síðasta vatnsleysi. Það var í vor. Þá var vatnið stundum í þykkara lagi - og brúnt. Nú er það þó orðið hreint, en næstum búið aftur. Ekki hægt að fara í bað eða nota þvottavélar. Ekki hægt að baða hundinn. Eins gott að nautin séu farin að sofa, þá taka þau ekki eftir vatnsskortinum fyrr en á morgun. Óvíst hvenær hægt verður að vökva í gróðurhúsinu næst. Úff. Ástandið hérna er orðið eins og var á miðri tuttugustu öld, um það leyti sem ég fæddist. Vatn og rafmagn mjög óstöðugt og ruslahirðing bara aðra hverja viku! Mikil afturför. Tölvan virkar þó ennþá, svo það er hægt að blogga á meðan maður skrælnar. Nágrannarnir eru vinsamlegast beðnir að bruðla ekki með vatnið!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Laufey B Waage

Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Ég hef aldrei búið erlendis, en oft hugsað þá hugsun, að ef að því kæmi, - þá væri vatnið það sem ég mundi sakna mest. Að hafa alltaf greiðan og góðan aðgang að góðu vatni, bæði heitu og köldu, er munaður sem maður þakkar aldrei nógsamlega.

Laufey B Waage, 10.7.2008 kl. 11:15

2 Smámynd: Guðrún Markúsdóttir

Já, þetta var ég einmitt að hugsa í pirringnum í gær. Til hvers að vera að hírast á þessu skeri í verðbólgu og vesöld ef maður fær ekki almennilegt vatn úr krönunum! Þá gæti maður bara eins búið í útlöndum. Vatnið okkar er sko það besta. Veðrið okkar var reyndar alveg sæmilegt í dag og í gær, ekki þarf að kvarta yfir því núna. Og vatnslöggan hefur líklega hellt uppá okkur í dag, því það var smávegis vatn í krönunum.

Guðrún Markúsdóttir, 10.7.2008 kl. 22:01

3 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl Guðrún mín.

Drottinn er búinn að vökva rösklega hér hjá okkur síðustu vikur og einnig gefið okkur snjó í tvígang í júní. Við erum búin að vera að frjósa en við sem betur fer höfum vatn.

Guðs blessun og góða helgi

Kær kveðja/Rósa 

Rósa Aðalsteinsdóttir, 11.7.2008 kl. 23:39

4 Smámynd: Ragnar Kristján Gestsson

Verður maður nokkuð brúnn af því að baða sig í brúnu vatni ?  Annars megið þið Markús alltaf koma yfir á Bakkann í bað þegar að sverfir!

Ragnar Kristján Gestsson, 15.7.2008 kl. 08:00

5 Smámynd: Guðrún Markúsdóttir

Drottinn vökvaði um helgina, svo nú er nóg vatn í bili - og það er hreint! Ég er orðin þónokkuð brún, en ég held að það sé af sólskini í þetta sinn! Gott að mega fara í bað á Bakkanum, takk fyrir það frændi!

Guðrún Markúsdóttir, 16.7.2008 kl. 21:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband