29.6.2008 | 01:03
Café Eldstó
Lærði að afgreiða kaffi í Eldstó í dag á meðan Viðar puðaði í málningarvinnu í stofunni heima. Gott að vera í burtu þegar allt er á öðrum endanum. Eldhúsið lítur reyndar orðið vel út og stofan verður orðin góð þegar líður á vikuna. Nenni ekki mikið að elda heima meðan á þessum framkvæmdum stendur. Ýmsir veitingastaðir hafa verið prófaðir undanfarna daga. Ber þá fyrst að nefna Eldstóna, þar fást mjög góðar súpur, heimabakað brauð og annað góðgæti. Mæli með því. Eina hættan er að G. Helga ráði mann í vinnu. Ég lenti í því. En það verður vonandi bara gaman. Í kvöld var farið á Hótel Rangá. Þar fékkst besti lax sem ég hef bragðað í langan tíma - eða ever. En þar getur maður ekki leyft sér að borða nema mjög sjaldan - það var ekki ódýrt. En laxinn var þess virði.
Athugasemdir
Sæl og blessuð.
Næturgölt á minni.
Hún Helga okkar er örugglega með frábært kaffihús. Það verður gaman að kíkja þangað.
Á ekki að kíkja á heimasíðuna hjá mér og kvitta. Það er bara sjálfsögð kurteisi þegar maður er í heimsókn að kvitta.
Held að ég hafi lesið þetta hjá þér um kurteisi og kvitt. 
Guð veri með þér og þínum.
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 29.6.2008 kl. 01:20
Flower Glitters
Sæl aftur. Takk fyrir fyndið innlegg á síðuna hjá mér.
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 29.6.2008 kl. 21:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.