13.6.2008 | 23:58
Hætt í leikskólanum
Það var erfitt að byrja að vinna í leikskólanum í september. Læra öll nöfnin og sérþarfirnar, reglur, boð og bönn. Svo vandist þetta og var eiginlega bara orðið ágætt um það leyti sem ég ákvað að hætta. Síðasti dagurinn var í dag og ég var búin að hlakka til að komast í sumarfrí, en mig hafði aldrei órað fyrir að þessi dagur yrði svona erfiður. Börnin voru búin að búa til risastórt kort handa mér í kveðjuskyni sem þau afhentu við fremur hátíðlega athöfn (rétt eins og ég væri búin að vinna þarna í 30 ár!), ég veitti jarðarber, og allir fengu sérstakt kveðjuknús að skilnaði. Ég uppgötvaði mér til mikillar skelfingar að ég átti eftir að sakna barnanna - mikið. Ég er eiginlega bara búin að vera með skeifu síðan ég kom heim. Og svo allar þessar ágætu samstarfskonur. Ég á eftir að sakna þeirra líka. Takk fyrir samstarfið, börn og starfsfólk á Leikskólanum Örk.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.