er ég búin að sjá Andraé Crouch - á sviðinu í Fíladelfíu. Það var alveg magnað. Hann virtist reyndar hálfslappur af kvefi, en ótrúlega unglegur að sjá. Einn ónefndur fyrir aftan mig tók reyndar andköf yfir því að hann væri svartur!!! Ég bjóst sko við því að hann væri svartur með grátt hár. En hann var svartur með svart skegg og húfu og ekkert hrukkóttur! Og tónleikarnir voru frábærir. Óskar Einarsson með kórana sína og Mezzoforte stóðu sig frábærlega - eins og við var að búast. Sumt kvenfólk varð svo snortið að það fór að skæla.  Mér var bara ekkert mál að skæla...

Fyrstu jarðarberin voru tínd í dag.  Þá er örugglega komið sumar - viku fyrr en venjulega.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl Guðrún fræ.

Það hefði verið gaman að vera þarna en það var ekki hægt. Fór síðast þegar hann kom fyrir 11 árum að mér minnir. Það var dásamleg stund.

Velkomin í heimsókn á bloggið mitt núna. Áhugavert þó ég segi sjálf frá.

Guð blessi þig

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 27.5.2008 kl. 12:44

2 Smámynd: G.Helga Ingadóttir

Frábært að þú skildir komast á tónleikana, ég komst ekki. Er á fullu að undirbúa Eldstó Café fyrir opnunina. Opna núna 31.maí - alveg örugglega, ha, ha, ha ...

Ég þykist alltaf ætla að opna um miðjan maí, en svo tekst það aldrei, allavega ekki hingað til. Vertu nú velkomin í te, á mikið að nýju og góðu te, hlakka til að sjá þig! 

G.Helga Ingadóttir, 27.5.2008 kl. 22:09

3 Smámynd: Laufey B Waage

Já þessir tónleikar voru mjög góðir.

Laufey B Waage, 30.5.2008 kl. 23:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband