12.4.2008 | 23:31
Cambridge
var skoðuð í gær. Ótrúleg borg - þröngar götur, umferð takmörkuð og allir ganga um með ofboðslegan gáfumannasvip. Við Guðný þrömmuðum hálfan daginn, dáðumst að öllum þessum gömlu og glæsilegu bygginum og vorum að því loknu alveg uppgefnar á líkama og sál. Um kvöldið var aftur sest að veisluborði Guðnýjar, hörpudiskur og ostaveisla.
Í dag var haldið aftur til London Colney að sækja Margréti og snæddur hádegisverður á nærliggjandi krá. Þar var borinn fram undirstöðugóður hefðbundinn enskur matur, sem dugði vel. Barbara og Robin voru kvödd með virktum, enda leitun á öðrum eins öðlingum. Þá var farið í svissneska garðinn - og hvílík fegurð! Gaman væri að koma aftur eftir mánuð eða tvo og sjá allt í blóma.
Athugasemdir
Sæl Guðrún fræ.
Ég kom í ágúst á sömu slóðir og þú varst á í dag. Síðasta bloggfærsla er um Englandsferðina mína og var ég að vona að þú kíktir á mig en mér varð ekki að ósk minni. Lína var búin að segja mér að Guðný yrði á Íslandi á sama tíma og ég var í Englandi en svo breyttist eitthvað og hún var víst þarna í nágrenni við mig þennan eina dag þegar hópurinn fór til Cambridge. Það var æðislegt að sigla á ánni Cam. Gæinn sem réri var svaka flottur. Endilega sýndu Guðnýju bloggið mitt og skoðið myndirnar á síðunni hennar Erlu af okkur. Alveg viss um að Guðný hefur gaman af að sjá myndir frá ferðalaginu.
Bið að heilsa Guðnýju.
Njóttu dvalarinnar.
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 13.4.2008 kl. 00:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.