Núna

líður mér eins og persónu í fáránlegu sápuóperunni um dr. House. Og auðvitað í hlutverki sjúklingsins. Ég fékk sumsé nýja pest í vikunni. Og ég sé fyrir mér Guðmund sótbölvandi fyrir framan töfluna. Vöðvaverkir - útbrot - hiti  - liðverkir... Svo strikar hann yfir streptókokka og hristir hausinn. Mér líður eins og ég hafi orðið undir valtara. Held samt að ég sé á batavegi. Úti er jólasnjór.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl Guðrún fræ. Þvílík vonbrigði. Ekki langt síðan að þú varst með pest.

  Litfríð og ljóshærð

 Litfríð og ljóshærð                   og létt undir brún,handsmá og hýreygog heitir Guðrún.                                                 Sofðu, mín Guðrún,og sofðu nú rótt.Guð faðir gefi góða þér nótt.                           Jón Thoroddsen

Batakveðjur

Rósa Aðalsteinsdóttir, 22.2.2008 kl. 23:59

2 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Hæ aftur. Mikið kom þetta hallærislega út

Rósa Aðalsteinsdóttir, 23.2.2008 kl. 00:00

3 Smámynd: Guðrún Markúsdóttir

Takk samt, Rósa mín!

Guðrún Markúsdóttir, 23.2.2008 kl. 00:12

4 Smámynd: G.Helga Ingadóttir

þú ert trúlega á batavegi núna, jafnvel bara batnað. Takk fyrir fermingarboðið, við mætum að sjálfsögðu.

G.Helga Ingadóttir, 26.2.2008 kl. 16:19

5 Smámynd: Guðrún Markúsdóttir

Frábært! Við hlökkum til. Vonandi verður pestafárið gengið yfir. Ég er ekki alveg hrokkin í lag, en ef það gerist ekki sjálfkrafa næsta sólarhringinn, þá treysti ég því að Guðmundur verði búinn að hugsa upp einhverja töfralausn á fimmtudaginn.

Guðrún Markúsdóttir, 27.2.2008 kl. 00:26

6 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir


Christian Glitter by www.christianglitter.com

Elsku Guðrún mín
Guð blessi þig og Markús
Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 1.3.2008 kl. 00:29

7 identicon

HÆ Guðrún á ekkert að skrifa meira eða er flensan komin í puttana,ég hef fyrir satt að það voru engir valtarar á ferðinni þannig að þú varðst ekki undir einum þannig, fyrst ég er byrjaður hvernig líður GRÁNA ? Er hann ennþá fastur í jólasnjónum,eða er kominn nýr snjór sem kaffærði hann aftur þegar hann var farinn að sjá til sólar ????

Kveðja úr snjónum á Akureyri

Elfar (IP-tala skráð) 4.3.2008 kl. 00:36

8 Smámynd: Guðrún Markúsdóttir

Jú, flensan - eða hvað það nú var - fór aldeilis í puttana, þeir bólgnuðu og stirðnuðu og urðu næstum ónothæfir í marga daga. Á meðan hrönnuðust óskrifaðar bloggfærslur upp í hausnum á mér. En nú er ég óðum að færast í eðlilegt horf. Gráni er við hestaheilsu, hann losnaði af eigin rammleik við að vera settur í gang fyrir löngu síðan og er notaður til spari í allra verstu veðrum. Svoleiðis veður var t.d. á föstudaginn. En nú er komin dásemdar rigning.

Guðrún Markúsdóttir, 5.3.2008 kl. 00:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband