Elskendur í óskilum - Og ef

einhver efast um að vorið sé komið hjá mér skal ég segja ykkur að það var sko fuglasöngur í morgun þegar ég var að gefa í fjósið. Og fuglarnir vita hvað þeir syngja. Ekki spyrja mig hvaða fugl þetta var. Ég held reyndar að það hafi ekki verið þröstur. Svo kannski var hann bara útlendingur sem lét blekkjast af hitabylgju í febrúar.

Nú væri ég sofnuð ef allt væri með eðlilegum hætti. En svo er ekki. Hundurinn lætur öllum illum látum og heimtar að komast út. Og það fær hann ekki. Því úti eru tveir aðkomuhundar sem virðast hafa ákveðið að eyða nóttinni í garðinum hjá okkur. Ég var komin undir sæng þegar Lappi uppgötvaði þessa óboðnu gesti, og þá var ekki um annað að ræða en fara á fætur. Ég kíkti út til að sjá kvikindin í návígi, annar var mórauður íslenskur sem fór strax í felur, en hinn svartur labrador sem taldi sjálfsagt að sér yrði boðið inn. Hann var með ól og merki um hálsinn, svo ég hugsaði gott til glóðarinnar að geta hringt í eigandann - en því miður. Merkið var bara merki - án áletrunar! Svo ef einhver hefur týnt hundunum sínum, þá eru þeir ef til vill hér! - Og þeir virðast vera ástfangnir, svo ég kann ekki við að hringja á lögregluna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl Guðrún fræ. Eru einhverjir Amosverkir að hvelja hundana í garðinum hjá þér og voru  greyin kannski búnir að mæla sér stefnumót við Lappa. Veistu hvort þetta sé kvenkyns hundar. Er þá nokkuð annað að gera en að hleypa Lappa út á stefnumót?

Rósa Aðalsteinsdóttir, 19.2.2008 kl. 01:24

2 Smámynd: Guðrún Markúsdóttir

Ég sýp nú bara hveljur yfir þessari athugasemd! Lappi á sko ekkert erindi út í þetta svall sem þarna fer fram! Sú sem hann er skotinn í heitir Skonsa og hún er heiðvirð tík - ég meina dama - sem stundar það ekki að flækjast úti á kvöldin!

Guðrún Markúsdóttir, 19.2.2008 kl. 01:35

3 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl mín kæra. Óþarfi að súpa hveljur út af einhverju bulli í mér

"Ást er einskonar hernaður." Ovid.  Kær kveðja

Rósa Aðalsteinsdóttir, 19.2.2008 kl. 02:24

4 identicon

Sæl!

Varðandi fermingu: er boðskortið komið?

Dúdda (IP-tala skráð) 19.2.2008 kl. 22:03

5 Smámynd: Guðrún Markúsdóttir

Já, takk, Dúdda, boðskortið er komið, og við gleðjumst mjög yfir því að vera í hópi útvalinna! En við treystum okkur ekki til að ákveða strax hvort við getum komið, það ræðst af því hvernig þetta fer hjá okkur með veislu fyrir Markús. Fyrst ætlaði ég að vera dugleg og hafa móttöku bara hérna heima fyrir örfáa - eða eins marga og komast í húsið, en svo er ég að guggna á því! Ef ég finn einhverja hér í nágrenninu sem vilja og geta tekið að sér 1 stk. fermingarveislu, þá getum við áhyggjulaus komið til þín á laugardeginum. Annars þarf ég víst að sitja heima og smyrja flatkökur. En þetta kemst á hreint á næstu dögum og þá læt ég þig vita - og þið eruð að sjálfsögðu boðin til okkar á pálmasunnudag - hvernig sem það verður! Allavega verðum við að hittast!

Bestu kveðjur!

Guðrún Markúsdóttir, 19.2.2008 kl. 23:13

6 Smámynd: G.Helga Ingadóttir

Það er fjör í sveitinni, við þurfum að hittast ef þú hefur smugu. Já er hún Skonsa heiðvirð tík? Ég á nú líka eina mjög heiðvirða og saklausa.

G.Helga Ingadóttir, 22.2.2008 kl. 10:43

7 Smámynd: Guðrún Markúsdóttir

Já, Guðlaug Helga, þín er líka heiðvirð og saklaus, enda hef ég ekki séð hana að flækjast úti á nóttunni í vafasömum félagsskap.

Guðrún Markúsdóttir, 22.2.2008 kl. 17:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband