18.2.2008 | 00:29
Vorið komið
hér í sveitinni. Til marks um það eru páskaliljur og krókusar, sem nú hafa ákveðið að kíkja upp úr moldinni. Enn er þó myndarlegur snjóskafl við hliðina á þeim, en hann rýrnar með hverjum rigningardeginum. Næsta mál á dagskrá er að skipuleggja fermingu. Markús hefur sumsé ákveðið að ganga í þjóðkirkjuna með formlegum hætti. Það kemur í ljós hvort við nennum að hafa eitthvað mikið tilstand. Dagurinn nálgast óðum, pálmasunnudagur, 16. mars.
Athugasemdir
Hæ og hó.
HANNA LITLA
Hanna litla! Hanna litla!
Heyrirðu ekki vorið kalla?
sérðu ekki sólskinshafið
silfurtært um bæinn falla?
Það er líkt og ljúfur söngur
líði enn um hjarta mitt,
ljúfur söngur æska og ástar,
er ég heyri nafnið þitt.
Hanna litla! Hanna litla!
Hjartans barnið glaðra óma.
Ástaljóð á vorsins vörum.
Vorsins álfur meðal blóma.
Þín er borgin björt af gleði.
Borgin heit af vori og sól.
Strætin syngja. Gatan glóir.
Grasið vex á Arnarhól.
Hanna litla! Hanna litla!
Herskarar af ungum mönnum
ganga sérhvern dag í draumi,
dreymi þig í prófsins önnum.
Og þeir koma og yrkja til þín
ódauðlegu kvæðin sín.
Taka núll í fimm, sex fögum
og falla – af tómri ást til þín.
Svona er að vera seytján ára
sólskinbarn með draum í augum,
ljúfan seið í léttu brosi,
leynda þrá í ungum taugum!
Heimurinn dáir Hönnu litlu.
Hanna litla á alla tíð
konungsríki í hverju hjarta.
Hún er drottning ár og síð.
Hanna litla! Eg veit að vorsins
vináttu þú aldrei missir.
Og þú verður alla tíma
ung og – saklaus, þótt þú kyssir.
Gríptu dagsins dýra bikar.
Drekktu örugg lífsins vín.
Nóttin bíður björt og fögur.
Borgin ljómar. Sólin skín.
Tómas Guðmundsson
Rósa Aðalsteinsdóttir, 18.2.2008 kl. 01:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.