30.1.2008 | 00:39
Á ekki orð
yfir vitleysuna í henni Reykjavík! Mikið má maður þakka fyrir að búa ekki þar! Ég var sko mjög ánægð með Spaugstofuna um síðustu helgi. Skil ekkert í henni Ólínu að vera að þessu nöldri. Nimbus er algjörlega búinn að gera þessu máli góð skil. Vísa bara á hann. Ég held að þá fyrst væri eitthvað að ef ekki mætti gera grín að þessum óskapagangi.
Í dag gat ég hangið í tölvunni, lesið blogg og horft á YouTube. Skemmtilegast var þetta:
http://www.youtube.com/watch?v=VmjGDBWZZFw
http://www.youtube.com/watch?v=vvlCu1_noTc&feature=user
http://www.youtube.com/watch?v=ifKKlhYF53w&feature=user
Athugasemdir
Sæl mín kæra. Ég og mákona mín okkur fannst þetta svo ógeðslegt að við slökktum á sjónvarpinu.
= Skelkaður. Verð að kíkja á bloggvin þinn Nimbus. Hann er virkilega fyndinn oft á tíðum. Góða nótt
= sofandi.
Rósa Aðalsteinsdóttir, 30.1.2008 kl. 01:45
Spaugstofan var fín, enda ekki ástæða til annars en að gera gott grín að þessum ósköpum. Myndböndin voru skemmtileg - takk fyrir. Heldurðu að þú gætir leikið þetta eftir, með fiðluleikann flautandi og syngjandi? Ég veit bara að ég þyrfti örugglega hjálparfingur (spýtur) til að spila Rachmaninoff.
Laufey B Waage, 30.1.2008 kl. 09:48
Sæl mín kæra. Búin að kíkja á bloggvin þinn og gera grín á síðunni minni. Þú ert nú meiri prakkarinn = sagnfræði. Skák og mát. Friðarkveðjur úr friðsælli sveit.
Rósa Aðalsteinsdóttir, 30.1.2008 kl. 11:56
Laufey, takk fyrir innlitið. Ég á laaaangt í land með fiðluleikinn, en ég ætla pottþétt að fara að smíða mér hjálparfingur! Dúoið er með fleiri myndbönd sem gaman er að skoða, t.d. þessa kennslustund, sem enginn ætti að taka sér til fyrirmyndar:
http://www.youtube.com/watch?v=WOQaK7NHY-4&feature=user
Rósa: Hvað var ógeðslegt?
Guðrún Markúsdóttir, 30.1.2008 kl. 18:14
Sæl Guðrún. Allar þessar hnífsstungur aftur og aftur og viðbjóðslega glottið á leikaranum sem átti að vera Björn Ingi. Það fer hrollur um mig bara að hugsa út í þetta. Þá fengum við nóg. Við erum svo saklaust og gott fólk hér í sveitinni.
Rósa Aðalsteinsdóttir, 30.1.2008 kl. 18:32
Sæl elsku vinkona. Hér er kominn snjór og var fjör í veðrinu í gærkvöldi og nótt en veðrið er að lagast. Hvernig er á slóðum Gunnars frá Hlíðarenda og Hallgerðar Langbrók? Einn góður í lokin:
"Ég var ung gefin Njáli og hefi ég því heitið honum að eitt skyldi ganga yfir okkur bæði." Njálssaga (Bergþóra)
Hvernig er heilsan? Verum í bandi
Rósa Aðalsteinsdóttir, 31.1.2008 kl. 15:09
Hér er líka snjór og frost, eins og á að vera um miðjan vetur. Hundurinn tollir ekki úti nema fáar mínútur í einu og Markús búinn að byggja snjóhús í garðinum. Snjómokstur var mín aðalatvinna þegar ég var lítil, en Markús hefur ekki fengið mörg slík tækifæri, þótt kominn sé á unglingsár. Hann vill reyndar helst nota traktor.
Guðrún Markúsdóttir, 31.1.2008 kl. 20:31
Það kom mér stórlega á óvart hversu margir virtust hafa séð Spaugstofuþáttinn sl. laugardag. Ég komst að því fyrir löngu að ég missi ekki af neinu þótt ég noti tímann á skynsamlegri hátt. Þegar þeir fara yfir strikið þá sér maður það bara í fréttunum næstu daga.
Dögg (IP-tala skráð) 31.1.2008 kl. 21:26
Þeir sem missa af Spaugstofunni á laugardögum fá annað tækifæri á sunnudögum og svo aftur á mánudögum. Dögg: Þú veist bara ekki af hverju þú ert að missa!!!
Guðrún Markúsdóttir, 31.1.2008 kl. 23:28
Sæl. Allt gott að frétta héðan úr sveitinni en þinni? Við ætluðum yfir á Hérað á námskeið um náðargjafir Guðs. Rut og Guðjón Ingi ætluðu að koma austur og halda námskeiðið en við urðum að aflýsa vegna færðar á milli staða hér á hjara veraldar. Búið að vera hressilegt vetrarveður, tími til kominn að minna mann á hvernig veturinn var oftast í denn. Vona að okkur takist að fara á þetta námskeið síðar. Smellur ekki allt saman með hækkandi sól og blóm í haga.
Rósa Aðalsteinsdóttir, 2.2.2008 kl. 14:22
Vorið komið hér!
Guðrún Markúsdóttir, 5.2.2008 kl. 21:26
Sæl og blessuð. Var að hringja í Pétur vin minn og panta orðabækur. Kristilegt félag heilbrigðisstétta er ekki með síma þannig að þá hringdi ég í höfðingjann sjálfan. Fór yfir til Egilsstaða í gær með vinum mínum og þeim þóttu skemmtileg orðin sem ég var að kenna þeim eins og þarmahláka, kommúnistafundur í kjallaranum o.fl. Ég var búin að segja einni af þessum vinahópi mínum frá Rósu frænku og kommúnistafundinum. Eitt sinn þegar hún var í skólanum og treysti sér ekki í leikfimi vildi kennarinn sem var karlmaður vita hvaða afsökun hún hefði og svaraði hún að Rósa frænka væri í heimsókn. Þá spurði hann stelpuna hvort hún hefði boðið frænku uppá kaffi og kleinur en mín svaraði að þetta væri ekkert svoleiðis og sagði honum að það væri kommúnistafundur í kjallaranum og hann skildi ekkert og það endaði með að hún sagði við hann að hún væri á blæðingum og hún sagði eitthvað á þessa leið að að hún væri á blæðingum og svo á eftir hálf þinn. Hún kann alveg að nota lýsingarorð eins og þú lest núna.
Eftir þetta þurfti hún ekki að lýsa þessu ástandi neitt nánar í framtíðinni fyrir leikfimiskennarann.
Allt Rósu frænku hennar að þakka með orðin en stelpan er frænka mín í móðurætt mína.
Rósa Aðalsteinsdóttir, 7.2.2008 kl. 15:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.