Þegar ég vaknaði

í morgun, leit ég út eins og hross. Ég er komin á þá skoðun að það sé mjög heilsuspillandi að vinna í leikskóla. Gef því samt einhverja daga í viðbót.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Hei, hei. Hvernig spegil notar þú? Er kannski mynd af hrossi á speglinum sjálfum? Eða kíktir þú óvart á málverk á veggnum af hrossi í stað spegils? Ég trúi því nú ekki að það sé heilsuspillandi að vinna á leikskóla  Ég hélt að við myndum yngjast upp ef við erum með ungu kynslóðinni. Kannski er það algjör vitleysa?

Rósa Aðalsteinsdóttir, 28.1.2008 kl. 22:52

2 Smámynd: Guðrún Markúsdóttir

Maður yngist upp á þann hátt að maður smitast af öllum pestum sem ganga við þriggja ára aldurinn! - Ég var heppin að vera búin að fá hlaupabólu, annars væri ég líka með hana núna!

Guðrún Markúsdóttir, 29.1.2008 kl. 11:32

3 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl Guðrún fræ. Vona að þú hressist fljótt og vel. Varstu nokkuð að borða aumingjabrauð eða broddskitubaunir? Kíktu í heimsókn á bloggið hjá mér. Heilmikið um þitt fólk í síðasta pistli.

Smá viðbót: "Við orðinn hlut verður að una." Jónas Þorbergsson f.v. útvarpsstjóri, Blaðamannabókin, 1946.

"Fátt er um varnir gegn duttlungum örlaganna. hinu færðu ráðið hversu þú tekur á móti því sem fyrir kemur." Sigvaldi Hjálmarsson rithöfundur, Að sjá öðruvísi, 1979.

Með ósk um bata.

Rósa Aðalsteinsdóttir, 29.1.2008 kl. 11:59

4 Smámynd: Guðrún Markúsdóttir

Rósa, þú ert þvílíkur spakmælabrunnur að mér verður nánast orðfall! En, nei, ég borða hvorki aumingjabrauð né broddskitubaunir. Aðalfæðan síðustu daga hefur verið hvítlaukur og hákarl, skolað niður með seyði af engiferrót. Venjulega hefur það dugað til að drepa harðsvíruðustu pestir, en ekki núna. Í gær svældi ég meira að segja í mig lýsi... hafði ekkert uppúr því nema aðkenningu að ælupest. Lít ennþá út einsog hross.

Guðrún Markúsdóttir, 29.1.2008 kl. 12:16

5 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl og blessuð. Allt er gott sem endar vel.  Ég á svo skemmtilegar bækur sem ég kíki í til að gera færsluna ennþá skemmtilegri. Kíktu á bloggið hjá Theódór vini mínum. Var að gera at í honum. Vonandi kíkir þú svo á sögu okkar Hvítasunnumanna á Vopnafirði á blogginu mínu. Shalom.

Rósa Aðalsteinsdóttir, 29.1.2008 kl. 12:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband