Að gefnu tilefni

og fyrir beiðni Péturs tilkynnist það hér með að næsta tilhleypingakvöld verður haldið heima hjá Pétri að Hagamel helmingi hundraðs (lesist fimmtíu) þann 29. nóvember næstkomandi. Ekki er ráð nema í tíma sé tekið, og nú geta fáir fundið sér þá afsökun að þeir séu uppteknir. Ég þekki engan nema Pétur sem skipuleggur sig svo langt fram í tímann.  Eða jú, kannski Agnes Löve. En hún er gengin út, svo það skiptir ekki máli. Þeir sem vilja fá nánari upplýsingar um þessa uppákomu geta hringt í Pétur í síma 860 1955. Þeir sem vilja kaupa Orðabók Péturs geta haft samband við Kristilegt félag heilbrigðisstétta. Veit ekki símann hjá þeim, svo ég mundi bara hringja í Pétur. Þeir sem vilja ganga í Óháða söfnuðinn ættu líka að hafa samband við Pétur. Hann hefur ekki tíma til að blogga sjálfur, svo þessu er komið á framfæri hér.

Tileinkað Rósu.

Birt án ábyrgðar þar til Pétur hefur lesið yfir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl Guðrún fræ.

Sæt er ástin, satt er það,

sérstaklega fyrst í stað.

Svo er hún þetta sitt og hvað,

súr þegar allt er fullkomnað.

Ástin er eldur. En hvort hún yljar hjarta þínu eða brennir hús þitt til grunna, um það veist þú ekkert fyrirfram. Dorothy Parker

Ástin er einskonar ölvíma taugakerfisins. Ók. höf.

Tek ekki séns og kem ekki. Kveðjur til Séra Péturs

Rósa Aðalsteinsdóttir, 24.1.2008 kl. 00:22

2 Smámynd: Guðrún Markúsdóttir

Ógild rök, væna! Og vertu ekkert að reyna að blanda ástinni í þetta, hún er nú bara fyrir unglinga!

Guðrún Markúsdóttir, 24.1.2008 kl. 00:33

3 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl mín kæra.

Þegar karlmaður ákveður að gifta sig er það oftsinnis síðasta ákvörðun sem honum gefst færi á að taka.  Kennerth L. Krichbaum

Gifting er happdrætti þar sem maðurinn hættir frelsi sínu og kona hamingju sinni.  Mme de Rieux.

Betra er að vera vel hengdur en illa giftur. Shakespeare.

Það sem hjón ættu að geyma sér til ellinar er hvort annað.  Saturday Evening Post.

"Heimskur sonur er föður sínum sönn óhamingja, og konuþras er  sífelldur þakleki. "Ok. 19:13. Karlaþras oboy.

"Sífelldur þakleki í rigningatíð og þrasgjörn kona  - er hvað öðru líkt." Ok. 27: 15. Ég vil vera ein en að eiga einhvern leiðindarpésa  og hananú. Sofðu rótt.

Rósa Aðalsteinsdóttir, 24.1.2008 kl. 01:02

4 Smámynd: Guðrún Markúsdóttir

Já... takk fyrir þessi vísdómsorð... en fólkið sem mætir í tilhleypingapartí Péturs er einmitt fólk sem er sömu skoðunar og þú, annars væri það gift fyrir löngu!  Svo hélt ég að þú vissir það að þessi samkvæmi leiða sjaldan eða aldrei til giftinga!!! Þarafleiðandi er þér alveg óhætt að koma.

En hver segir að A... sé leiðindapési?

Guðrún Markúsdóttir, 24.1.2008 kl. 20:32

5 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl. Svar við spurningu þinni ???????????????? Hef ekki hugmynd frekar en að B sé svona eða C. Þátturinn sem ég sagði þér frá verður ekki fyrr en kl 18 á morgunn vegna Fólks sem ekki gat starfað þá en gat verið á Lindinni í dag.

"Hjálp mín kemur frá Drottni skapara himins og jarðar." SHALOM

Rósa Aðalsteinsdóttir, 24.1.2008 kl. 22:07

6 identicon

Mér er alveg stórskemmt yfir tilvitnunum Rósu.

Eftir hvern er fyrsta vísan? (Sæt er ástin satt er það...)

Dögg (IP-tala skráð) 24.1.2008 kl. 22:29

7 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sælar. Ég veit það ekki. Þessi vísa var skrifuð í minningarbók sem ég bað skólafélaga mína skrifa í á Alþýðuskólanum á Eiðum 1976.

Rósa Aðalsteinsdóttir, 24.1.2008 kl. 22:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband