9.1.2008 | 23:44
Nöldur
er hins vegar alveg upplagt bloggefni. Nimbus bloggvinur minn er alveg sérfræðingur í því. Stórskemmtilegt. Vísast þar sérstaklega í færslur hans um jólaljós og frú Clinton.
Einu sinni bjó ég með Bandaríkjamanni. Hann byrjaði hvern dag á því að spyrja: ,,Any earthquakes? Any eruptions? Have they shot Clinton yet?"
I can only imagine what he would have said about the present situation.
Athugasemdir
Hæ aftur. Ég er á leiðinni í bælið mitt og ætla að draga nokkrar ýsur en þær eiga ekki að vera freðnar eins og hjá Sigurði bloggvini þínum. Ég sé að það er hörku fjör þarna. Vona að þú vaknir hress á morgunn og í stuði með Guði.
Rósa Aðalsteinsdóttir, 10.1.2008 kl. 01:41
Og af Nimbusi getiði mikið lært!
Sigurður Þór Guðjónsson, 10.1.2008 kl. 16:17
Takk, ég er miklu hressari í dag. Enda sæki ég daglega innblástur til Nimbusar. Og ef hann hefur ekkert nýtt fram að færa, þá má alltaf athuga hvað er spennandi að gerast á Krít hjá henni Zou. Þar er aldrei nein lognmolla, nema e.t.v. í veðrinu.
Guðrún Markúsdóttir, 10.1.2008 kl. 21:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.