Flensupest

Lítið hægt að gera nema skoða blogg, tala í síma og sofa. G-fræ er líka með flensu. Talaði við hana í dag. Ég er ekki vön að vera veik svona marga daga í einu. Þetta er að verða þreytandi. Mér er ekki að batna. Fyndið í skaupinu þetta með landsþing bloggara! Fannst ykkur það ekki? Nú hef ég ekkert að segja, en held samt áfram að skrifa af því að mér leiðist svo mikið. Allir farnir að sofa - nema náttúrlega bloggarar. Nátt-bloggarar. Ég nenni ekki að hafa þras á mínu bloggi. Það er bannað hér. Ég er kristin, og ef einhver vill ræða kristindóm við mig, þá getur hann sent mér tölvupóst á goodster@hive.is Ég á fullt af kristnum bloggvinum sem bjóða uppá opinbert þras, og vísast hér með á þá, fyrir þá sem það vilja. Mér finnst bara gaman að þrasa við einn í einu. Annars verður það svo ómarkvisst. Eins og í kennslunni. Mér finnst gaman að kenna einum í einu. Eins og í tónlistarkennslu. Ég er ekki hópsál. Mér finnst gaman að skrifa bréf. Einu sinni átti ég fullt af pennavinum. Nú er blogg. Það er eiginlega meira spennandi. Kannski á maður bloggvini sem maður veit ekkert um! Ekki skilja allir eftir skilaboð. Þessi færsla er orðin nógu löng - og leiðinleg.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Hæ. Leitt að heyra að þið G -fræ frænkurnar eru veikar. Er Guðný ennþá hér á klakanum? Jú þetta með bloggið var fyndið. Það mátti ekkert segja þá þurfti karlinn að drífa sig að blogga. Bið að heilsa Guðnýju fræ. Shalom

Rósa Aðalsteinsdóttir, 9.1.2008 kl. 23:45

2 Smámynd: Guðrún Markúsdóttir

Guðný er farin af klakanum, hún stoppaði stutt og er í þiðnun. Takk fyrir innlitið.

Guðrún Markúsdóttir, 10.1.2008 kl. 00:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband